Málfregnir - 01.12.1997, Page 15
merkingareiginda. Orðabækur af fyrri gerð-
inni eru mun fleiri og margbreytilegri, inn-
taksskipaðar orðabækur eru tiltölulega sér-
hæfðar og flestar settar fram sem
staðvenslaorðabækur þar sem fengist er við
að lýsa venslum orða og orðeininga í
ákveðnu setningarsæti. Þar eru samheita-
orðabækur fremstar í flokki en venslin geta
einnig tekið til andstæðrar merkingar, yfir-
eða undirhugtaks. Öðrum inntaksskipuðum
orðabókum eru ekki settar slíkar skorður,
þær geta t.d. spannað tiltekið merkingarsvið
og rúmað orð og orðafar af margvíslegu
tagi. Ég ætla að koma ofurlítið nánar að
slíkri orðabókarlýsingu á eftir en frægust
orðabóka þessarar tegundar er Roget’s
Thesaurus of English Words and Phrases.
2.3.4 Einkenni íslenskra orðabóka
Ef við berum íslenska orðabókarhefð saman
við orðabækur um nálægustu tungumál
endurspeglast munurinn einkum í tveimur
flokkunarþáttum. Annars vegar er um að
ræða afstöðuna til málnormsins, en helstu
orðabækur um íslensku eru mun normkvæð-
ari og þá um leið síður lýsandi en hliðstæðar
norskar, danskar eða sænskar orðabækur til
dæmis. I íslenskum orðabókum er sem sé í
ríkari mæli leitast við að hafa áhrif á viðhorf
notenda og málnotkun. Hinn flokkunarþátt-
urinn lýtur að afstöðunni til málsögunnar en
í íslenskri orðabókarhefð er málþróunarleg
lýsing ákaflega áberandi á kostnað mál-
stöðulegrar lýsingar samtímamálsins sem
meiri rækt hefur verið lögð við í skandin-
avískum orðabókum.
3 Efnisatriði orðabóka og innskipan
Ég ætla að hlífa mönnum við frekari
greinargerð um orðabókartegundir og tor-
meltum íðorðum sem henni fylgir þótt það
umræðuefni sé hvergi nærri tæmt, en vísa
þeim sem vilja virða fyrir sér einstakar teg-
undir á Norðu sjálfa, innganginn, einstakar
orðsgreinar og íslensku orðaskrána aftast.
En mig langar í staðinn að víkja að þeim
margvíslegu upplýsingum sem orðabókum
er ætlað að miðla og hvernig búið er um þær
upplýsingar í orðabókartextanum þannig að
þær séu sem nærtækastar og sýnilegastar.
Að því er varðar efnisskipanina erum við
hér komin að því sem í Norðu er kallað inn-
skipan, þ.e.a.s. innbyrðis skipan efnisatriða
orðsgreinarinnar (míkróstrúktúr á erlendum
málum). Hér er lögð áhersla á að skilja á
milli upplýsinganna sem slfkra, þeirrar
vitneskju sem notandinn sækir til orðabók-
arinnar, og þeirra áþreifanlegu og sýnilegu
eininga í textanum þar sem upplýsingamar
eru tilgreindar. Til að tákna þá hlið málsins
varð heitið tilgreining fyrir valinu, til
samræmis við sögnina tilgreina, þótt ég
viðurkenni að nafnorðið er ekki alls kostar
heppilegt. Og þessi orðstofn kemur einnig
við sögu þegar gerður er greinarmunur á
þeim upplýsingum sem bundnar eru tilteknu
einkenni orðs eða orðasambands sem verið
er að lýsa og eru settar fram sem slíkar, t.d.
upplýsingum um beygingu samkvæmt
ákveðnu kerfi eða upplýsingum um fram-
burð með hljóðritun, og þeim upplýsingum
sem tiltekið efnisatriði getur búið yfir án
þess að á því sé vakin bein athygli. Notk-
unardæmi eru oft þessa eðlis, þ.e. búa yfir
margþættari upplýsingum en beinlínis eru
kynntar til sögunnar. I Norðu er þetta orðað
svo að upplýsingar í orðabókartextanum séu
annars vegar tilgreindar (eksplisitt) en hins
vegar ífólgnar (implisitt). Þannig ná
íslensku heitin í stöku tilvikum að tengja
saman skyld hugtök umfram það sem
erlendu heitin bera með sér, annað dæmi er
viðfang (um adresse, það atriði sem tiltekin
tilgreining á við eða beinist að), og sam-
setningamar viðfangsmúl (um kildesprdk)
og viðfangsorð (um kildeord).
Tilgreindar upplýsingar geta verið býsna
fjölbreytilegar, sérstaklega í stórum almenn-
um orðabókum þar sem lögð er áhersla á
alhliða lýsingu, og þau efnisatriði, sem upp-
lýsingamar eiga við, eru einnig af ólíku tagi,
ekki aðeins flettiorðið sjálft heldur einnig
einingar innan orðsgreinarinnar, til dæmis
orðtak, merkingarskýring eða jafnheiti. Það
15