Málfregnir - 01.12.1997, Qupperneq 16

Málfregnir - 01.12.1997, Qupperneq 16
andspæni, sem í hverju slíku tilviki myndast milli viðfangs og tilgreiningar, myndar að sínu leyti sjálfstæða einingu í textanum sem að þýskri fyrirmynd er nefnd úrvinnslu- eining (Bearbeitungseinheit, á norsku bear- beidingsenhet) og vensl liðanna eru af því tagi sem lýst er með hugtökunum þema og rema og á almennari hátt hefur verið skýrt með orðunum umrœðuefni og ummœli. Skipan efnisatriða innan orðsgreina reyn- ist jafnan eitt erfiðasta viðfangsefni við gerð hverrar orðabókar og þegar litið er til íslenskra orðabóka verður að viðurkenna að innskipanin er ekki alltaf nógu skýr og reglubundin þannig að einstök efnisatriði fái að njóta sín sem skyldi. Ekki er víst að notendur sjái beina ágalla svo skýrt en þeir gjalda ágallanna á þann hátt að leiðin að einstökum athugunarefnum verður ógreiðari en vera ætti. I Islenskri orðabók (Menn- ingarsjóðs) fer mest fyrir tilgreiningu merk- ingar og merkingarafbrigða, að miklu leyti í formi samheita, og að þeim þætti er næsta auðratað þegar merkingin á við flettiorðið. Og upplýsingar um beygingu, orðflokk og kyn nafnorða eiga sér sinn fasta bás. Hins vegar er ógreiðara að nálgast hin setn- ingarlegu efnisatriði þótt þau séu reyndar oft býsna fyrirferðarmikil, þ.e. orðasambönd, orðtök, orðastæður og notkunardæmi, auk þess sem óskýr greinarmunur er gerður á slíkum efnisatriðum innbyrðis. Sumar tví- mála orðabækur um íslensku eru þó mun gallaðri að þessu leyti þar sem tengslin milli merkingarþáttarins og setningargerðarinnar eru hreinlega rofin, merkingunni eru gerð skil með fáeinum jafnheitum en síðan fylgir óskipuleg runa margs konar orðasambanda. 3.1 Staða orðasambanda Svipmót orðsgreina og orðlýsingar er ákaf- lega mismunandi. í því sambandi er m.a. greint á milli meginskipanarhneigðra og innskipanarhneigðra orðabóka, eftir því hvort meira ber á runum flettiorða eða rúm- frekri lýsingu einstakra orða. Stundum myndar orðsgreinin og orðlýsingin skýra heild, t.d. þar sem merkingarafbrigðin endurspegla sögulega þróun (eins og við sjáum víða dæmi um í Islenskri orðabók og í Islensk-danskri orðabók Blöndals). I öðrum tilvikum verður orðlýsingin gjarna sambland afar óskyldra atriða sem að vísu tengjast uppflettiorðinu með einhverjum hætti en erfitt er að skipa í samfellu og eru misjafnlega virk sem aðgangsþættir eða uppflettiatriði gagnvart notendum. Þetta verður ekki síst áberandi þegar setningar- samböndin eru ekki lýsandi um flettiorðið heldur sjálfstæðar og þekktar einingar gagn- vart notandanum, sem honum kæmi best að ganga að milliliðalaust, án þess að þurfa að fara krókaleið með því að búta orðasam- bandið í sundur og velja sér eitt orð sem aðgangsþátt. Önnur setningarsambönd eru klárlega lýsandi um tiltekið orð og þá ríður á miklu að notandinn geti ratað að slíkum samböndum í lýsingu þess orðs sem það á heima í. Um þetta má taka tvenns konar orðasambönd sem dæmi, annars vegar orða- stœður sem ég hef kallað svo („kollóka- sjónir“ á erlendum málum), hins vegar orðtök. I sinni einföldustu mynd er munur þessara tveggja sambanda fólginn í því að merking orðastæðu er í skýrum tengslum við merkingu þeirra liða sem hún er mynduð af, merking liðanna umbreytist ekki eða gufar upp þótt þeir tengist saman. I orð- tökum er þessu eiginlega öfugt háttað, orðtakið sjálft ber merkingu sem ekki stenst á við það sem ætti að leiða af grunn- merkingu liðanna. Hin merkingarlegu tengsl við einstaka liði eru (eða a.m.k. virðast vera) rofin. Orðastæður eru yfirleitt þannig gerðar að annar liðurinn er eins konar kjami eða kjarnaliður sem hinn liðurinn, sem þá má kalla stoðlið, kveður nánar á um. Þessi vensl hafa grundvallarþýðingu fyrir skipan slíkra orðasambanda í orðabókum, undir hvaða flettiorði þau eiga heima miðað við tiltekin notkunaráform. Að vísu má segja að orða- stæður séu sjaldan óþarfar eða þvælist fyrir 16

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.