Málfregnir - 01.12.1997, Side 21
fram. Og notandinn getur hreinlega verið
bjargarlaus frammi fyrir stafrófsskipaðri
orðabók, hann getur ekki tengt það sem
hann langar að finna við neitt sérstakt orð.
Til að mæta þeim aðstæðum verða að koma
til leitaratriði sem með einhverjum hætti
tengjast því hugtaki eða merkingarhlutverki
sem notandinn hugsar til, atriði eins og
gleði, tilhlökkun, reiði, undrun, hneykslun,
samsinni, vonleysi, tortryggni o.s.frv. Hug-
takið undrun myndi t.d. geta sameinað
margvísleg sambönd af þessu tagi:
á dauða mínum átti ég von (en ekki
<þessu>)
detta mér nú ekki allar dauðar lýs úr höfði
ég á ekki orð (í eigu minni)
guð minn góður
svei mér þá (alla daga)
þú segir nokkuð
Oft er erfitt að greina á milli undrunar og
hneykslunar en mörg viðkvæði væri skýrara
að auðkenna með hugtakinu hneykslun:
ekki er öll vitleysan eins
ekki spyr ég (nú) að
ekki nema það þó
nú er mér nóg boðið
nú er mœlirinn fullur
fyrr má nú rota en dauðrota
minna má nú gagn gera
heyr á endemi
nú þykir mér hundamir vera farnir að ríða
í söðli
Hér er fátt eitt talið. Samböndin eru vissulega
ekki nema að takmörkuðu leyti sambærileg
svo að notendum væri yfirleitt stoð í athuga-
semdum eða leiðbeiningum um notkunina,
ekki síður um það við hvaða aðstæður
viðkvæðið eigi en um merkinguna sem slíka.
Meðal annars af þessum ástæðum er þörf
á aðgangsþáttum sem eru óháðir setningar-
gerð, orðgerð og tegundum orðasambanda
og venjubundnum efnisatriðum í stafrófs-
skipaðri almennri orðabók. Þar virðast hug-
takaheiti af því tagi, sem ég hef verið að
nefna, vel koma til greina. Slík hugtakaheiti
gætu bundið saman margvíslegt orðafar
annað en það sem ég hef verið að nefna.
Manni verður þá m.a. hugsað til ýmiss
konar atviksliða, bæði atviksorða og ekki
síður orðasambanda með forsetningum og
atviksorðum, sem tengdir eru ákveðnu
merkingarhlutverki og hafa aukið gildi
gagnvart notendum sé þeim stillt saman í
eina heild:
hœgt og bítandi
með tímanum
með tíð og tíma
er tímar líða
með morgninumlkvöldinu
með <degi hverjum, ári hverju>
með aldrinum
nú orðið
upp frá þessu
það sem afer (<árinu>)
þegar frá líður
Ég nefni aðeins örfá merkingarlega nátengd
og setningarlega hliðstæð sambönd til vís-
bendingar um það orðafar sem gæti átt sér
samnefnarann framvinda en það auðkenni
virðist geta átt við um mun víðtækara orða-
svið.
Mig grunar að þörfin fyrir að fara slóð
hugtaka og merkingar að efni í orðabókum
sé miklu meiri en við gerum okkur almennt
grein fyrir sem notendur og að hún verði
fljótt fjölfarin þegar notendum er orðið ljóst
að hún sé fær. Þeim þörfum verður best
sinnt með atbeina tölvunnar þar sem bókar-
stærð og stafrófsröð er ekki til hindrunar. En
gagnsemi þess að nálgast orðabókarlýsingu
úr þessari átt mun einnig skila sér í bættri
framsetningu merkingarskýringa og auknu
samræmi í efnisskipan stafrófsraðaðra orða-
bóka.
4 Lokaorð
Ég þóttist ætla að vera heimspekilegur í
upphafi og legg varla í að endurtaka það þó
21