Málfregnir - 01.12.1997, Síða 23

Málfregnir - 01.12.1997, Síða 23
Sitt af hverju Málræktarverðlaun Viðurkenning Málrœktarsjóðs A aðalfundi Málræktarsjóðs, 11. júní 1997, var Vigdísi Finnbogadóttur veitt viðurkenn- ing fyrir stuðning hennar við málrækt í forsetatíð sinni. Guðmundur Magnússon prófessor, stjómarformaður sjóðsins, afhenti Vigdísi viðurkenningarskjal og listmun. Sérstök viðurkenning Lýðveldissjóðs Á þjóðhátíðardaginn 1997 hlaut Sigrún Helgadóttir tölfræðingur sérstaka viður- kenningu Lýðveldissjóðs fyrir lofsverð störf til eflingar íslenskri tungu. Sigrún tók sæti í Orðanefnd Skýrslu- tæknifélags Islands haustið 1978 og varð þá formaður hennar. Nefndin hefur unnið ötul- lega undir forsæti Sigrúnar og hefur nú samið þriðju útgáfu Tölvuorðasafiis. Sigrún sat í orðanefnd á vegum Líftölfræðifélags- ins og Aðgerðarannsóknafélags íslands og var annar ritstjóra Orðasafits úr tölfrœði (1990). Sigrún Helgadóttir var skipuð í Islenska málnefnd 1990 og var þegar kjörin í stjórn. Hún hefur verið virk í norrænu sam- starfi íðorðafólks og var m.a. formaður stjórnamefndar Nordterm, samtaka nor- rænna íðorðastofnana, árin 1993-1995 og gekkst þá m.a. fyrir norrænni ráðstefnu á vegum samtakanna hér á landi. Sigrún Helgadóttir er óþreytandi braut- ryðjandi í íslensku íðorðastarfi. Hún hefur ætíð verið boðin og búin að leiðbeina öðru orðanefndarfólki úr ýmsum greinum og miðla af reynslu sinni. Hún hefur ekki síst veitt góð ráð um gagnaskráningu og vinnu- tilhögun. Hún hefur ritað ýmsar greinar og bókarkafla og flutt mörg fræðsluerindi á fundum og námskeiðum um íðorðamál og starfsemi orðanefnda. Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Gísli Jónsson hlaut verðlaun Jónasar Hall- grímssonar á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 1997, fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu. Menntamálaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Menntaskólanum á Akureyri. Þá afhenti hann við sama tækifæri Sigurði Líndal, forseta Hins íslenska bókmenntafélags, og Sverri Kristinssyni, bókaverði félagsins, viðurkenningu fyrir framlag bókmennta- félagsins til varðveislu íslenskrar tungu. Örn Bjarnason hlýtur samsk heiðursverð- laun fyrir málrœkt Öm Bjarnason, formaður Orðanefndar læknafélaganna, hlaut heiðursverðlaun fræðafélags sænskra lækna, Svenska lákare- sallskapet, á hátíðarfundi í byrjun nóvember sl. Verðlaunin vom veitt að tillögu orða- nefndar sænska félagsins, Kommittén för svensk sprákvárd, en verðlaununum var nú úthlutað í þriðja sinn. I áliti nefndarinnar segir m.a.: „Örn Bjamason har med idéellt engagement várdat och delvis skapat den islándska terminologin." Sem ritstjóri Læknablaðsins 1976-1993 og með aðild sinni að frábærri orðabók í læknisfræði sem út kom 1986-1989 hafi hann „tjánat som förbild och inspirationskálla för andra som i Norden interesserar sig för det medicinska spráket". I frétt í Lákartidningen 22. október sl. segir aðalritstjórinn að í „nordiska kretsar ár árets pristagare en valkánd profil med ett brett register - han har ocksá ágnat sig át medicinsk etik“ og að Örn Bjamason „har drivit arbetet pá en islándsk medicinsk terminologi, ett gigantiskt arbete dár islándska ord nybildas för att hálla spráket fritt frán engelska termer“. Málfregnir óska verðlaunahöfum til ham- ingju með verðskuldaðar viðurkenningar fyrir frábært starf í þágu íslenskrar mál- ræktar. 23

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.