Málfregnir - 01.12.1997, Qupperneq 24

Málfregnir - 01.12.1997, Qupperneq 24
Áfram stefnt að íslenskum notenda- skilum Windows Meðal markmiða menntamálaráðuneytisins í upplýsingamálum er að algengustu gerðir hugbúnaðar verði íslenskaðar. Þetta kemur m.a. fram í tillögum ráðuneytisins í ritinu / krafti upplýsinga sem út kom í mars 1996 og sagt var frá í síðasta tölublaði Málfregna. Skömmu eftir að menntamálaráðuneytið hafði mótað þessa stefnu beindi það þeim tilmælum til Ríkiskaupa, sem annast kaup á tölvum fyrir hönd ríkissjóðs, að í útboðs- gögnum við tölvukaup yrði sett fram sú krafa að notendaskil Windows-stýrikerfisins frá Microsoft-fyrirtækinu yrðu íslenskuð. Það var ekki fyrr en í október 1997 sem Ríkis- kaup svöruðu þessu erindi ráðuneytisins. Ríkiskaup töldu að almennt þjónaði litlum eða engum tilgangi að setja kröfur í útboðs- gögn sem bjóðendur gætu ekki eða vildu ekki uppfylla. Einar J. Skúlason hf., aðalumboðs- maður Microsoft-hugbúnaðar á íslandi, hefði ítrekað beint þeim tilmælum til Microsoft að notendaskilin yrðu íslenskuð en fengið þau svör að slíkt væri of dýrt miðað við hinn fámenna íslenska markað. Þar að auki heimilaði Microsoft ekki umboðsmönnum sínum að þýða notendaskil á eigin vegum eins og IBM og Apple gera. Þýðingamiðstöð Microsoft væri á Irlandi og þar biðu þjóðir í langri röð eftir að fá þjónustu. I framhaldi af þessum upplýsingum frá Ríkiskaupum ritaði menntamálaráðherra Einari J. Skúlasyni hf. I bréfinu fagnaði ráð- herra tilraunum fyrirtækisins til að fá Windows-umhverfíð þýtt en harmaði að enginn árangur hefði náðst. Ráðherra skýrði enn fremur frá því að menntamálaráðuneytið myndi áfram vinna að því að ná markmiði sínu í þessu efni og tækist ekki að íslenska Windows-stýrikerfið yrði annarra leiða leitað. Þeim vinsamlegu tilmælum var loks beint til umboðsmanna Microsoft hér á landi að þeir gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja að notendaskil Windows yrðu á íslensku og tækju þannig þátt í að vemda íslenskuna í alþjóðlegu upplýsingasamfélagi. Orðabanki íslenskrar málstöðvar opnaður Hinn 15. nóvember 1997 rann upp sú lang- þráða stund að orðabanki íslenskrar mál- stöðvar var opnaður á Netinu. Menntamála- ráðherra opnaði bankann formlega á mál- ræktarþingi íslenskrar málnefndar og telst þar með fyrsti notandinn. Mennta- málaráðuneytið var jafnframt fyrsti aðilinn sem samdi um áskrift að bankanum (fyrir hönd menntastofnana á framhalds- og háskólastigi). Ritstjóri orðabankans er Dóra Hafsteinsdóttir. Mikið efni er þegar í orða- bankanum og fyrirsjáanlegt að það á eftir að margfaldast á næstu árum. Nánar verður sagt frá orðabankanum í næsta tölublaði Málfregna. Veffang bankans er http://www.ismal.hi.is/ob. Málræktarþing 1997 íslensk málnefnd efndi til málræktarþings 15. nóvember 1997 í tengslum við dag íslenskrar tungu, 16. nóvember. Kristján Ámason prófessor, formaður Islenskrar málnefndar, setti þingið með ávarpi og því næst kynntu Dóra Hafsteins- dóttir og Magnús Gíslason orðabanka Islenskrar málstöðvar. Erindi Dóru verður væntanlega birt í næsta tölublaði Málfregna. Þessu næst flutti Bjöm Bjamason menntamálaráðherra ræðu og opnaði orða- banka Islenskrar málstöðvar formlega. f ræðu sinni greindi ráðherra m.a. frá samn- ingi sem menntamálaráðuneytið og íslensk málstöð hafa gert til þriggja ára í samræmi við stefnu ríkisstjómarinnar um árangurs- stjómun í ríkisstofnunum. Er þetta fyrsti slíki samningurinn sem menntamálaráðu- neytið gerir við stofnun á sviði menningar- mála. í samningnum er m.a. tekið fram að menntamálaráðuneytið kaupi á samnings- tímanum áskriftir að orðabanka málstöðvar- innar fyrir menntastofnanir á framhalds- og háskólastigi samtals fyrir 5,7 milljónir króna. Samningurinn var undirritaður á málræktarþinginu. Ráðherra greindi enn fremur í ræðu sinni 24

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.