Málfregnir - 01.12.1997, Qupperneq 25

Málfregnir - 01.12.1997, Qupperneq 25
Samningur milli menntamálaráðuneytis og Islenskrar málstöðvar, í samrœmi við stefnu um árangurs- stjórnun í ríkisstofnunum, var undirritaður á málrœktarþingi, 15. nóvember 1997. Frá vinstri: Kristján Ámason, formaður Islenskrar málnefndar, Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra og Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður Islenskrar málstöðvar. frá því hvemig unnið væri að því að fá notendaskil Windows-stýrikerfisins frá Microsoft þýdd á íslensku; sjá frétt um það hér á undan. í þinghléi gafst gestum færi á að kynna sér orðabanka íslenskrar málstöðvar í tölv- um á staðnum. Veitingar í hléi voru í boði Mjólkursamsölunnar en þetta er í annað sinn sem Islensk málnefnd efnir til málræktar- þings í samvinnu við Mjólkursamsöluna. Að loknu hléi voru flutt eftirtalin erindi: Sigurður Líndal prófessor: Réttarstaða íslenskrar tungu, Astráður Eysteinsson prófessor: Þýðingar, menntun og orða- búskapur, Kristján Amason dósent: Þýðingafræði og þýðingarlist. Erindin þóttu hvert öðru betra og verða væntanlega birt í Málfregnum síðar. Fundarstjóri, Ari Páll Kristinsson, sleit síðan málræktarþingi og þakkaði þátt- takendum. íslenskt og erlent mál í auglýsingum um erlendar kvikmyndir I 22. grein samkeppnislaga segir m.a.: „Auglýsingar, sem höfða eiga til íslenskra neytenda, skulu vera á íslenskri tungu.“ Islensk málnefr.d leitaði álits Sam- keppnisstofnunar á því í bréfi, dags. 27. júní 1997, hvort auglýsingar, sem birst hefðu í sjónvarpi og dagblöðum um erlendar kvikmyndir, samrýmdust samkeppnislögum að því er varðaði notkun íslenskrar tungu. í framhaldi af því áréttaði Samkeppnis- stofnun í bréfi til auglýsenda kvikmynda og myndbanda, dags. 27. nóvember 1997, að „öll skilaboð sem send em neytendum í auglýsingum skul[i] vera á íslensku. Þetta gildir hvort heldur skilaboðin em í töluðu eða rituðu máli. Þá er ekki átt við sjálf sýnishomin úr kvikmyndunum, sem skulu vera textuð á íslensku, heldur sk. yfirlestur („voice over“) í auglýsingum." 25

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.