Málfregnir - 01.12.1997, Page 28

Málfregnir - 01.12.1997, Page 28
Islensk gjaldmiðlaheiti íslensk málnefnd hefur gefið út ritið íslensk gjaldmiðlaheiti. Baldur Jónsson prófessor tók saman í samráði við Anton Holt, mynt- fræðing í Seðlabanka íslands, Ólaf ísleifs- son hagfræðing, framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Seðlabanka íslands, og Veturliða Óskarsson málfræðing. Ritið skiptist í fimm skrár auk formála, þar sem saga verksins er rakin, og almennrar greinargerðar um íslensk heiti gjaldmiðla og ríkja. Fyrst kemur skrá um heimkynni gjaldmiðla og heiti þeirra ásamt alþjóðlegum lyklum (skammstöfunum), þ.e. landalyklum og myntlyklum. Henni fylgir sams konar skrá þar sem heiti gjaldmiðlanna koma í stafrófsröð; þessar skrár eru viða- mestar í ritinu. Þá er einkar fróðleg skrá um stofnheiti gjaldmiðla og heimkynni þeirra, ensk-íslensk ríkjaskrá og ensk-íslensk gjald- miðlaskrá. I greinargerð Baldurs Jónssonar um íslensku heitin í bókinni segir m.a.: „Flestöll gjaldmiðlaheiti, sem hér eru skráð, eru erlend að uppruna og var stuðst við drög að alþjóðlegum myntheitastaðli frá British Standards Institution (BSI). Sum heitin eru löngu kunn sem fullgild tökuorð í íslensku, en önnur hafa lítið sem ekkert verið notuð hér á landi. Aðalviðfangsefnið var að laga erlend orð að íslenskum málkröfum.“ Ritið er 55 bls. og kostar 855,- kr. m.vsk. Islensk gjaldmiðlaheiti eru fyrsta ritið í nýrri ritröð, Smáritum Islenskrar mál- nefndar. (I ritröðinni Rit Islenskrar mál- nefndar eru komnar út 9 bækur.) Málfregnir koma út tvisvar á ári Útgefandi: íslensk málnefnd Ritnefnd: Gunnlaugur Ingólfsson og Kristján Ámason Ritstjóri: Ari Páll Kristinsson Ritstjóm og afgreiðsla: Islensk málstöð, Aragötu 9, ÍS-101 Reykjavík Sími: 552-8530. Bréfasími: 562-2699 Veffang: http://www.ismal.hi.is/ Netfang ritstjóra: aripk@ismal.hi.is Áskriftarverð: 684 kr. (m. vsk.) á ári Steindórsprent-Gutenberg ISSN 1011-5889 ÍSLENSK MÁLNEFND

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.