Málfregnir - 01.12.2003, Síða 3

Málfregnir - 01.12.2003, Síða 3
ÁGÚSTA ÞORBERGSDÓTTIR ✓ Islenskt íðorðastarf og orðabanki Islenskrar málstöðvar Erindi á málræktarþingi íslenskrar málnefndar á degi íslenskrar tungu 2003. Auk Ágústu fluttu þar erindi Birna Lárusdóttir, Guðrún Kvaran, Þorsteinn Vilhjálmsson og Þuriður Þorbjamardóttir. -Ritstj. Orðabanki íslenskrar málstöðvar fagnar nú 6 ára afmæli sínu en hann var formlega tek- inn í notkun 15. nóvember 1997. Meginhlut- verk hans er að safha saman hvers kyns íð- orðum, þ.e. orðum sem bundin eru tiltekn- um fræðigreinum og starfsgreinum. Orða- bankinn veitir jafnframt aðgang að íslensk- um þýðingum á erlendum íðorðum og að- gang að hugtakaskilgreiningum íðorða á ís- lensku og fleiri tungumálum. Islenskt íðorðastarf byggist á almennum áhuga á málrækt í samfélaginu. Frumkvæði að gerð íðorðasafna kemur oft frá sérfræð- ingum sem áhuga hafa á íslensku máli og vilja geta rætt og ritað um sérgrein sína á móðurmálinu. Áður en orðabankinn var stofnaður sinntu fyrst og fremst orðanefndir íðorða- starfi. Sérfræðingar, sem vantaði orð í sér- grein sinni, mynduðu nefndir í þeim tilgangi að þýða og mynda ný íslensk orð. Margar orðanefhdir hafa staðið fyrir útgáfu á ið- orðasöfhum sínum og má þar t.d. nefna Orðanefnd Rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræðingafélags Islands, Orðanefnd Stjamvísindafélags Islands, Orðanefnd Skýrslutæknifélags Islands og Orðanefhd Eðlisfræðifélags íslands. Mikil gróska varð í íðorðastarfi eftir að orðabanki Islenskrar málstöðvar var settur á Netið. Þá gerðu einnig vart við sig ýmsir sem áhuga höfðu á íðorðastarfi í sérgrein sinni og áttu jafnvel orðasafn í fórum sínum. Margir hafa sýnt orðabankanum áhuga og hafa boðið fram íðorðasöfn án þess að leit- að hafi verið eftir því sérstaklega. Ljóst er að orðabankinn hefur átt mikinn þátt í því að kynna íðorðastarf og veitt ýmsum mögu- leika á því að koma orðaforðanum á fram- færi. Islensk málstöð er þeim til aðstoðar sem vinna slíkt íðorðastarf, hvort sem um er að ræða orðanefhdir eða einstaklinga. Þeir geta sótt til málstöðvarinnar málfarslega ráðgjöf (t.d. yfirlestur á handritum eða aðstoð við orðmyndun) og nokkrar orðanefndir hafa fengið þar vinnuaðstöðu fyrir ritstjóra orða- safna sinna og til fundarhalda. I samstarfi málstöðvarinnar og höfunda orðasafna hafa einnig komið út sérhæfðar orðabækur eins og Tölvuorðasafn, Flug- orðasafn, Hagfræöiorðasafn og Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfrœði. I tengslum við Islenska málstöð er íð- orðastarf unnið á u.þ.b. 50 ólíkum fræða- sviðum. Efhi orðabankans er því afar fjöl- breytilegt eins og sjá má af þeim lista yfir orðasöfn bankans sem hér fer á eftir. Tvö af orðasöfnunum eru með orðum úr almennu máli, þ.e. Réttritunarorðabók og Nýyrða- dagbók Islenskrar málstöðvar. 3

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.