Málfregnir - 01.12.2003, Síða 10

Málfregnir - 01.12.2003, Síða 10
Aðsóknin að orðabankanum eykst hröðum ari mynd sem sýnir fjölda heimsókna á dag skrefum ár frá ári eins og sést glöggt á þess- að meðaltali. □ Fjöldi heimsókna í orðabankann á dag 1999 2000 2001 2002 2003 Uppflettingar í orðabankanum voru að sjálf- sögðu miklu fleiri því að notendur fletta oft mörgum atriðum upp í hverri lotu. Að með- altali er flett 6 sinnum í hverri heimsókn í orðabankann. Árið 2002 voru heimsóknir í orðabankann 92.369 eða 253 á dag að með- altali. Uppflettingar í orðabankanum í fyrra voru samtals 552.722 en það jafngildir 1.514 uppflettingum aðjafnaði á dag allt ár- ið. Súlan lengst til hægri sýnir íyrstu 10 mánuði þessa árs en þá eru heimsóknir 300 á dag að meðaltali. Ný útgáfa oröabankans Eins og komið hefur fram var orðabankinn settur á vefinn fyrir 6 árum. Reynslan af honum hefur verið mjög góð en eigi að síð- ur er orðið nauðsynlegt að endurbæta orða- bankann með tilliti til þeirra framfara sem orðið hafa í smíði vefforrita. Því var ráðist í það í ár að vinna að endurbótum á orða- bankanum. Sótt hefur verið um að tungutækniverk- efni á vegum menntamálaráðuneytisins fjár- magni endurforritun orðabankans og er ráð- gert að ganga frá samningi um það núna al- veg á næstunni. Ný útgáfa orðabankans byggist að miklu leyti á tækninýjungum, t.a.m. er gagna- grunnurinn mun sveigjanlegri en gagna- geymsla eldri útgáfúnnar. Endurbætumar snúa fyrst og fremst að vinnsluhluta orðabankans og þær koma því þeim vel að notum sem vinna að gerð orða- safna í orðabankanum. Skráningar- og leit- armöguleikar verða betri en áður og auð- veldara verður að færa inn breytingar á skrám. Nú verður hægt að færa inn leiðrétt- ingar á einstökum orðum án þess að upp- færa orðasafn í heild eins og áður þurfti að gera. Það kemur sér t.d. mjög vel þegar unn- ið er að breytingum á orðasafni. Auðveld- ara verður að fá fram allar tölfræðilegar upplýsingar nú en áður. Fyrir ritstjóra orða- 10

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.