Málfregnir - 01.12.2003, Síða 15

Málfregnir - 01.12.2003, Síða 15
ritum staðfesti að þýðingin var þaðan kom- in. Þessi þýðing, sem þótti gjaldgeng árið 1981 en vakti skiljanlega kátínu notandans úti í bæ, var sem sagt útvarpsrás. A því herrans ári 1981 var gamla gufan eina útvarpsrásin í nútímamerkingu þess orðs en tímarnir hafa svo sannarlega breyst og hugtakið ejaculatory duct er nú þýtt með orðinu sáðfallsrás. En greinilegt er að um miðja síðustu öld heíiir orðið útvarp haft fleiri en eina merkingu eins og sést á því að latneska hugtakið ejaculatio seminis er þýtt sæðisútvarp i Islenskum lœknisfrœðiheitum. Þetta atvik hefur dregið dilk á eftir sér því að í kjölfar þess hef ég komist að ýmsu um fyrrnefnda rás og tengsl hennar við önn- ur líffæri á svipuðum slóðum mannslíkam- ans. Auk þess að lagfæra áðumefnda flettu hef ég bætt nokkrum nýjum, skyldum flett- um ásamt skilgreiningum í safnið. Leiðrétt- ingin og fylgiflettur em þó vandlega geymd- ar í vinnsluhlutanum og koma því miður ekki fyrir sjónir þeirra notenda orðabankans sem fletta upp á þeim í birtingarhlutanum fyrr en endurskoðuð útgáfa af orðabankan- um kemst í gagnið. Vonandi verður það sem allra fyrst. Lokaorð Það er von mín að mér hafi tekist að varpa örlitlu ljósi á tilurð og sögu Líforðasafnsins og mikilvægi þess að endurskoðun sé sífellt í gangi. Líforðasafnið er til orðið af þörf fyrir samræmd íðorð á móðurmálinu í þessari víðfeðmu fræðigrein svo að áhugasamir líf- ffæðingar, hvort sem þeir stunda kennslu eða önnur störf, geti fjallað um fræðin á ís- lensku. Vonandi verður svo um ókomna ffamtíð enda er liffræðin að líkindum sú ffæðigrein sem tekur hvað hröðustum fram- forum um þessar mundir. Þá er mikilvægt að íðorðin séu auðfundin á einum stað. í því ljósi er orðabankinn ómetanleg stofnun. 15

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.