Málfregnir - 01.12.2003, Page 17
BIRNA LÁRUSDÓTTIR
Orð forn og ný - um undirbúning og að-
draganda orðasafns í fornleifafræði
Erindi á málrœktarþingi Islenskrar málnefndar á degi íslenskrar tungu 2003. Auk Birnu
jluttu þar erindi Agústa Þorbergsdóttir, Guðrún Kvaran, Þorsteinn Vilhjálmsson og Þuríð-
ur Þorbjarnardóttir. -Ritstj.
Orðasafn í fomleifafræði hefiir verið í bí-
gerð um nokkurt skeið. Upphafið má rekja
aftur til ársins 1999 þegar Fornleifastofnun
Islands og Félag íslenskra fomleifafræðinga
fengu styrk úr Málræktarsjóði til að leggja
drög að orðasafninu. Með lauslegri athugun
hafði verið áætlað að íðorð í fornleifafræði
væru um 250 talsins en þegar ítarlegri orða-
leit lauk árið 2000 voru þau orðin um 700.
Var þá hafist handa við að semja skilgrein-
ingar fyrir hluta orðanna. Síðan hefur orða-
starf legið niðri um skeið en ætlunin er að
bæta úr því nú í vetur enda fékkst styrkur úr
Menningarsjóði síðastliðið vor til að halda
starfinu áfram. Margir kunna að velta fyrir
sér hvers vegna þörf sé á sérstöku orðasafni
í fomleifafræði. Til að varpa ljósi á það er
nauðsynlegt að segja í örstuttu máli frá
fræðigreininni, rótum hennar hér á landi og
hvemig hún hefur þróast.
Flvað gera fomleifafræðingar? Margir
hafa aðeins óljósa hugmynd um það og
halda jafnvel að til sé heil stétt sérfræðinga
sem geri ekkert nema grúska í jarðlögum og
finna fjársjóði daginn út og inn. Þótt hug-
myndin sé rómantísk er hún ekki alls kostar
rétt. Starf fornleifafræðingsins er nefhilega
geysilega ijölþætt. Á sumrin er vissulega
mikil útivinna. Sumir grafa, aðrir ganga um
heilu hreppana í leit að rústum og enn aðrir
leita uppi minjar á fyrirhuguðum fram-
kvæmdasvæðum til að koma í veg fyrir að
þær lendi í jarðýtutönnum. Á veturna er tím-
inn notaður í úrvinnslu og undirbúning.
Mikið er skrifað af skýrslum og greinum,
útbúin kort og líkön, grúskað í heimildum
og svo ótal margt fleira. Sumir gera ná-
kvæmar athuganir á sínu sviði, t.d. þeir sem
fást við gripi og meinafræðilegar rannsókn-
ir á mannabeinum. Fornleifafræði á íslandi
á sér nokkuð langa sögu þótt greinin hafi
breyst mikið í tímans rás.
Hið íslenska fornleifafélag var stofnað
árið 1879. Helsti tilgangur þess var eins og
segir í fyrstu lögum félagsins: „...að vemda
fornleifar vorar, leiða þær í ljós, og auka
þekking á hinum fornu sögum og siðum
feðra vorra".1 Það er óhætt að segja að
starfsmenn félagsins hafi unnið ötullega að
þessum stefnumálum næstu árin, fóm víða
um land og söfnuðu upplýsingum um merka
minjastaði. Sögufrægir staðir voru iðulega
hafðir í hávegum og hið einstaka og stór-
kostlega jafnan tekið fram yfir hið almenna
og venjubundna. Tengingin við sögurnar var
geysilega sterk og stundum báru jafnvel
fornar sögur fomleifamar ofurliði. Sem
dæmi um það má nefna rannsókn Sigurðar
Vigfussonar á Geirshólma í Hvalfirði sum-
arið 1880. Hann fékk tvo bændur til að róa
með sig í hólmann, sem mjög kemur við
sögu Harðar og Hólmverja, og dvaldi þar
lengi dags við mælingar. Afraksturinn var
uppdráttur af hólmanum og inn á hann setti
Sigurður útlínur af skála Hólmverja eins og
hann áleit að hann hefði verið eftir lýsingu
1 „Lög hins íslenzka fornleifafélags." Árbók hins (slenzka fornleifafélags 1881, bls. 2.
17