Málfregnir - 01.12.2003, Page 23
að til skora með tilmælum um að þær skip-
uðu menn í nefndir. Á næstu fundum var ít-
rekað óskað eftir tilnefhingum skoranna
sem aldrei komu. Málið lognaðist því út af
og enginn sérstakur starfshópur var skipað-
ur í verkfræðideild.
Hvað er unnt að lesa úr þessari niður-
stöðu? Er áhugi háskólakennara lítill sem
enginn á því að kenna nemendum á vönd-
uðu íslensku máli þar sem íslensk iðorð eru
notuð í stað erlendra fræðiheita? Þessari
spurningu er bæði hægt að svara játandi og
neitandi. Ég hef talað undanfarið við all-
marga stúdenta í ýmsum deildum og grein-
um allra háskólanna í Reykjavík og komist
að raun um að það er mjög einstaklings-
bundið hversu mjög menn gera sér far um
að nota íslensk íðorð í stað erlendra hugtaka
og koma þeim á framfæri við stúdenta og þá
á ég að sjálfsögðu við þá sem eru að kenna
námskeið á íslensku. í þessari óformlegu
könnun virtist ástandið einna best við Há-
skóla Islands og Kennaraháskólann.
Forvitnilegt er að velta því íyrir sér hvers
vegna svörunin við samþykkt háskólaráðs
reyndist jafn lítil og raunin varð og þá gef
ég mér að ekki hafi betur verið tekið undir
hana í þeim deildum sem svöruðu mér ekki.
I svörunum, sem ég fékk, komu nefnilega
fram gagnlegar upplýsingar sem eru ef til
vill ástæður þess að lítið var tekið undir
orðanefndir í deildum. Deildarforseti raun-
vísindadeildar benti á að margir starfsmenn
væru afar áhugasamir um íðorðastarf og
ynnu að því á vettvangi fagfélaga sinna.
Flestir þeirra skrifuðu á íslensku um sín
fræði en það væri vís leið til að þvinga menn
til að taka afstöðu til nýyrðanotkunar. Á
svipuðum nótum skrifaði deildarforseti
verkfræðideildar. Hann nefndi ýmsa menn
sem ötullega hafa unnið að íðorðasmíð en
þar er í fararbroddi Einar B. Pálsson, próf-
essor emeritus, sem vinnur ásamt öðrum að
íðorðasafni undir merkjum Verkfræðingafé-
lagsins. Annað, sem kom fram, var að ýmsir
eru ekki reiðubúnir til að fóma tíma sínum
til þess að sinna íðorðastarfi á vegum deild-
ar án þess að einhver umbun komi fyrir svo
sem í vinnumati Félags háskólakennara eða
kjaraneíndar eða í lýsingu á vinnuskyldu
kennara þannig að íðorðastarfið fari fram í
vinnutíma.
Öðru virðist gegna um starf fyrir fagfé-
lögin. Þar setjast í orðanefndir menn sem
vilja vinna að eflingu íslensks máls á sínu
fagsviði með því að búa til orð yfir ffæði-
hugtök sem tungan á enn engin nothæf orð
yfir. Þarna erum við komin að kjarna máls-
ins. Það eru fyrst og fremst áhugamenn um
íslenskt mál sem fást til að vinna við íðorða-
smíð. Fyrirmæli, jafnvel tilmæli, að ofan um
að deildir sinni skipulega íðorðastarfi eru
dæmd til að lenda ofan í glatkistunni án þess
að það sé meðvituð ætlun ef ekki fást til
starfsins hæfir menn sem fá umbun í ein-
hverju formi fyrir starf sitt. Það er ekki hægt
að setja menn í orðanefndir sem ekki hafa
áhuga á að sinna starfinu og vilja til að
kynna sér hvað til þarf til þess að búa til góð
íðorð. Menn eru misjafnlega hæfir til að
sinna íðorðasmíð og fylgi hugur ekki máli
verður útkoman engin. Fagfélögin standa
sig mörg hver hins vegar með sóma eins og
sjá má í orðabanka Islenskrar málstöðvar.
Þar vinna menn ósérhlífið starf af áhuga og
metnaði. Sumir eru kennarar eða sérffæð-
ingar við háskólann, aðrir eru starfandi úti í
þjóðlífinu. Þannig er þessum málum best
komið.
En getur þá Háskóli íslands ekkert að
gert? Vissulega. Hann getur hvatt menn til
umhugsunar um málið með góðri málstefnu.
Hún má ekki aðeins vera samþykkt á blaði
heldur metnaðargjarnt áform um að stuðla
að vönduðu íslensku máli innan veggja
skólans. Háskólinn getur einnig leitað leiða
til að mönnum verði umbunað fyrir vinnu
við íðorðasmíð ef hún fer fram á vegum
hans. Háskóli Islands á að mínu mati að vera
fyrirmynd annarra. Þegar kennt er á íslensku
á málið að vera vandað og með íslenskum
íðorðaforða. Islenska á að vera það mál sem
er og verður ríkjandi við skólann. Einstaka
námskeið á ensku skipta þar ekki öllu máli
23