Málfregnir - 01.12.2004, Blaðsíða 5
Stafir íslenska stafrófsins:
I. STAFRÓFIÐ
aA'áÁ-bB'dD-ðÐ'eE-éÉ'fF-gG'hH'ilMl'jJ'kK-IL'mM-nN
•00-óÓ'pPTR‘sSMT'uU-úÚ-vV‘xX'yY'ýÝ'þÞ'æÆ‘öÖ
II. STÓR OG LÍTILL STAFUR
Lítill stafur er notaður að jafnaði í rituðu máli.
auðveldlega • átján • eða • fróður • hún • inn • islenskur • kaupa • köttur • nei • oft • sigla •
vestfirskur • þriðjudagur
Stór stafur er notaður i upphafi máls og í nýrri málsgrein á eftir punkti. Komma og
semikomma kalla aldrei á stóran staf en upphrópunarmerki, spurningarmerki og tvípunktur
stundum eins og ráða má af eftirfarandi dæmum:
Hann er kominn. Það var nú gott.
Er hann kominn? Það var nú gott.
Hann er kominn! Það var nú gott.
Ég sagði: „Það var nú gott.“
„Það var nú gott,“ sagði ég.
„Er hann kominn?" spurði ég.
„Hann er kominn!" kallaði hún.
Hann er seinheppinn eins og fyrri daginn: missir af flugvélinni og tefst í þrjá daga.
Hann er seinheppinn eins og fyrri daginn; missir af flugvélinni og tefst í þrjá daga.
Hann er seinheppinn eins og fyrri daginn, greyið; missir af flugvélinni og tefst í þrjá daga.
Stóra stafi má nota á svipaðan hátt og fleiri leturbreytingar, t.d. til áherslu.
I Lofaðu að gera þetta ALDREI AFTUR!
Stórir stafir koma einnig fyrir í ýmsum skammstöfunum o.fi., t.d. þegar bókstafir gegna líku
hlutverki og tölustafir.
A-hluti • ASÍ • BA-próf • BHM • DV • ESB • ESB-aðild • FH • HM '03 • ÍSÍ • LÍÚ • SÍBS •
SÞ • Deild 12 B • Lækjargata 25 B
Samnöfn eru að jafnaði skrifuð með litlum upphafsstaf.
alþingismaður • amfetamín • andskoti • barnahjálp • barnaverndarnefnd • biskup • borgar-
stjóri • bóndi • djöfull • doktor • dómsmálaráðherra • e-tafla • engill • evra • fjandi • fob-verð
• forseti • forsætisráðherra • framhaldsskóli • frú • háskóli • hugvísindadeild •
heimsmeistaramót • herra • hæstaréttardómari • jörð • kennari • kísilgúr • kjaranefnd •
konungur • króna • landlæknir • langbrók • Ijósmóðir • lýðveldi • lögfræðingur •
mannanafnanefnd • miðhálendi • norðurheimskaut • prestur • prófessor • pund • ráðuneyti
• ritstjóri • ríkisstjórn • sálfræðingur • séra • sjómaður • skáld • skipstjóri • skrifstofa •
smiður • sól • suðurskaut • sýslumaður (starfsheiti) • tungl • verkamaður • vítamin •
þröskuldur • öldungur
Sjá nánar liði 7-26.
5