Málfregnir - 01.12.2004, Side 23

Málfregnir - 01.12.2004, Side 23
í stað orðasambandanna alls staðar, sums staðarer heimilt að rita atstaðar, sumstaðaren fremur er mælt með rithætti í tveimur orðum. alls staðar alstaðar sums staðar sumstaðar Athuga orðasambönd með fornöfnum: hvor tveggja annar hvor hvortveggi annar hver hvorutveggja annartveggja Þangað fór önnur hvor systranna, Jóna eða Linda. Þangað fór annað hvort barnanna, Sigga eða Jón. 77 78 Orðið annaðhvort er ritað í einu lagi sem hluti samtengingarinnar annaðhvort... eða. Þangaö fór annaðhvort Jóna eða Linda. Orðið megin er ritað áfast undanfarandi nafnorði ef nafnorðið er samnafn án greinis. aðaidyramegin • bakborðsmegin • bakdyramegin • bílstjóramegin • brekkumegin • farþega- megin • gjaldamegin • hlémegin • sjávarmegin • sólarmegin Annars er orðið megin ritað laust frá undanfarandi orði. austan megin • barnanna megin • beggja megin • Gunnars megin • hans megin • hennar megin • hérna megin • hægra megin • Jóns Sigurðssonar megin • mannsins megin • mín megin • norðan megin • okkar megin • réttum megin • sín megin • stjórnarinnar megin • Suðurgötu megin • sunnan megin • vestan megin • vinstra megin • ykkar megin • þarna megin • þeim megin • þeirra megin • þín megin • Þýskalands megin Ef næst framan við megin er fornafn með -um er heimilt að slá orðunum saman þrátt fyrir fyrrnefnda reglu. báðum megin báðumegin hinum megin hinumegin hvorugum megin hvorugumegin hvorum megin hvorumegin sömum megin sömumegin öðrum hvorum megin öðruhvorumegin öðrum megin öðrumegin Valfrjálst er hvort orð eða orðasamband með fyrri lið í þágufalli, á borð við vitiborinn, eru rituð í einu eða tveimur orðum. tjöðrum fenginn fjöðrumfenginn goðum likur goðumlíkur sigri hrósandi sigrihrósandi viti borinn vitiborinn Þegar valið er milli ritháttarins viti borinn o.s.frv. og vitiborinn o.s.frv. er mælt með því að áhersla fái að ráða; sé skýr áhersla á síðari lið er mælt með rithætti í tveimur orðum. 23

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.