Málfregnir - 01.12.2004, Qupperneq 17
49
50
Önnur lýsingarorð, sem og fornöfn, eru rituð með -an í þolfalli, eintölu, karlkyni.
góðan • nýjan • rauðan • ríkan • stóran o.m.fl.
annan • þennan
Athuga orðin lítill og mikill með -inn í þf. et. kk.
lítill mikill
litinn mikinn
litlum miklum
lítils mikils
Atviksorð með -an hafa eitt n.
aftan • austan • áðan • framan • gjarnan • handan • héðan • hvaðan • innan • jafnan •
jafnharðan • meðan • neðan • norðan • ofan • saman • síðan • sjaldan • sunnan • undan •
utan • vestan • þaðan
V. UM J
Á eftir g og k er ekki ritað j ef á eftir fer e, e/, ey, i, I, y, ý eða æ.
fangelsi • geispa • geta • geyma • gista • Gísli •
gylling • gýs • gæta • keyra • kíló • kæfa • reykelsi
hangi (hanga) • hringir (hringja) •
spryngi (springa) • syngið (syngja)
Undantekning eru nafnorð með -jandi sem hafa -jenduri fleirtölu, sbr. lið 56.
fylgjendur • leigjendur • sækjendur • þiggjendur
Á eftir ey, ý eða æ er ritað j ef a eða u fer á eftir. Athuga þó lið 54.
Ritað er: en hins vegar:
bæja, bæjum bæir
heyja, heyjum heyið
hlæja, hlæjum hlæið
nýjan, nýjum nýir
Þegar fyrri hluti samsetts orðs endar á ey, ý eða æ og síðari hlutinn hefst á sérhljóða skal ekki
rita j á milli orðhluta.
heyafli • heyannir • nýafstaðinn • nýársdagur • nýorpinn • Sæunn
Undantekning er nafnið Eyjólfur sem er ritað með j þrátt fyrir regluna.
VI. UM JE, E, É
55 i upphafi sérnafna og samnafna af erlendum uppruna er ritað je.
Jens • jeppi • Jeremia • Jerikó • Jerúsalem • Jesaja • jesúíti • Jesús
17