Málfregnir - 01.12.2004, Blaðsíða 11

Málfregnir - 01.12.2004, Blaðsíða 11
Ritað er ey þegar au er í stofni orðsins eða í skyldum orðum eða sú ritvenja er föst af öðrum ástæðum. dreyma sbr. draumur eygja sbr. auga keypti sbr. kaupa teygja sbr. taug eyra Gaeta verður að y í viðtengingarhætti þátíðar. nafnháttur viðtengingarháttur nútíðar viðtengingarháttur þátíðar binda þótt ég bindi þótt ég byndi (sbr. bundum) brjóta þótt ég brjóti þótt ég bryti (sbr. brutum) búa þótt ég búi þótt ég byggi (sbr. bjuggum) finna þótt ég finni þótt ég fyndi (sbr. fundum) fljúga þótt ég fljúgi þótt ég flygi (sbr. flugum) hrinda þótt ég hrindi þótt ég hryndi (sbr. hrundum) kljúfa þótt ég kljúfi þótt ég klyfi (sbr. klufum) spinna þótt ég spinni þótt ég spynni (sbr. spunnum) springa þótt ég springi þótt ég spryngi (sbr. sprungum) stinga þótt ég stingi þótt ég styngi (sbr. stungum) valda þótt ég valdi þótt ég ylli (sbr. ollum) vinda þótt ég vindi þótt ég yndi (sbr. undum) vinna þótt ég vinni þótt ég ynni (sbr. unnum) III. B Frávik Hafa þarf í huga nokkur veigamikil frávik frá þeirri aðalreglu að miða rithátt við stofn orða. Stafirnir d, ð og t(t) falla niður á undan s eða st i viðskeytum og sagnendingum. hefur birst (birt+st) það bregst (bregð+st) hefur breyst (breytt+st) hefur enst (ent+st) hefur gleymst (gleymt+st) það helst (held+st) helvískur (helvít+sk+ur) hefur hist (hitt+st) nyrstur (nyrð+st+ur) þú hraust (hraut+ st) hefur sest (sett+st) isfirskur (ísfirð+sk+ur) það stenst (stend+st) hefur komist (komið+st) stystur (stytt+st+ur) þú leist (leit+st) veisla (veit+sl+a) hann lést (lét+st) verslun (verð+sl+un) hefur lést (létt+st) hefur virst (virt+st) Stafurinn d fellur þó ekki niður á undan s ef ð heyrist í framburði. áníðsla eyðsla hefur neyðst breiðsla háðskur hefur reiðst hefur dáðst hefur náðst æðstur Athuga ber að eftirfarandi orð hafa ekki ð í stofni: hæstur lægstur stærstur Miðmyndarendingin st fellur niöur á eftir (s)st í germynd. bíllinn hefur fest (festast) þú hélst óbreyttur (haldast) fólkið hefur hresst (hressast) þau hafa kysst (kyssast) málið hefur leyst (leysast) flíkin hefur lýst (lýsast) þú skarst í andliti (skerast)

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.