Málfregnir - 01.12.2004, Síða 36

Málfregnir - 01.12.2004, Síða 36
122 Svigar eru jafnan settir utan um valfrjálsa stafi. Veistu hvort mannsnafnið Auðun(n) var algengt fyrr á öldum? Hve ánægö(ur) ertu með þjónustu fyrirtækisins? Vertu velkomin(n)! 123 Hægri sviga má nota þegar liðir í upptalningu eru merktir með tölustöfum eða bókstöfum. Á fundinum voru þessi mál rædd: 1) efnahagsmálin, 2) öryggismálin, 3) virkjunarmálin. Þingmaðurinn hefur setið í þessum nefndum: a) menntamálanefnd, b) samgöngunefnd, c) landbúnaðarnefnd og d) félagsmálanefnd. XXIV. SKÁSTRIK 124 Skástrik má m.a. nota í almennum brotum, númerum laga o.þ.h., sem deilingarmerki, í táknun hraðaeininga og til að tákna tvo eða fleiri mismunandi möguleika í texta. Líkurnar á að fá fimm sexur í fyrsta kasti eru 1/7776. Tillagan var samþykkt með 3/4 atkvæða. Höfð var hliðsjón af lögum nr. 2/1990 og auglýsingu nr. 132/1974. 25/5=5 Ljóshraði er u.þ.b. 300.000 km/s. Hámarkshraði á leiöinni er 90 km/klst. Þing Tékklands og/eða Slóvakiu var kallað saman. Kæli-/hitabrúsi er til sölu i versluninni. Þér/ykkur er hér með boðiö til veislu á laugardaginn kl. 20. í kössunum eru 20/50/100/500 einingar eftir atvikum. XXV. TILVITNUNARMERKI (GÆSALAPPIR) 125 Gæsalappir eru notaðar til að afmarka beina ræðu í frásögn, orðréttar tilvitnanir, einstök orð og orðasambönd (m.a. til að gefa í skyn háð eða að málnotkunin sé ekki heppileg eða fullgild) og til að skýra merkingu orða og orðasambanda. Athuga að íslenskar gæsalappir eru þannig að þær fremri eru niðri og snúa eins og talan 9 en þær aftari eru uppi og snúa eins og talan 6. Bangsi litli sagði: „Það hefur einhver setiö í stólnum mínum." „Bara að ég hefði aldrei tekið lykilinn," hugsaði Pétur. Afi sagði: „Hertu þig nú, strákur." Ásgeir mælti: „Afi sagði viö mig: „Hertu þig nú.““ Ásgeir mælti: „Afi sagði: „Hertu þig nú, strákur" þegar hann vildi hvetja mig.“ Fyrirtækið fékk sérstaka viðurkenningu fyrir „lofsvert framtak við að styðja langveik börn og fjölskyldur þeirra". Þessi „trausti vinur“ sveik mig illilega. Mér hefur aldrei fundist hann sérlega „sympatískur karakter". Hann sagði „strax“ en átti við „eftir klukkutima". Orðtakið „að hrökkva upp af klakknum" merkir ,að deyja'. 36

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.