Málfregnir - 01.12.2004, Síða 9
Samsett fylgismannaheiti af leiðtoganafni eru með stórum upphafsstaf.
Davíðsmaður • Valtýsmaður • Jóns Sigurðssonar maður
Athuga hér mun á rithætti orða með viðskeytum: valtýingur o.s.frv. og samsettra orða:
Valtýsmaður o.s.frv.
Ýmis vöruheiti, sem upphaflega eru sérnöfn, eru rituð með stórum upphafsstaf ef þau koma
fyrir í óbreyttu eða upphaflegu formi en með litlum upphafsstaf þegar um breytta orðmynd er
að ræða.
Adidas • Cadillac • Ford • Macintosh • Nike • Volvo
bírópenni • kádiljákur • kók • lúxólampi • makki • volvóinn
O Ekki er alltat au9li°st hvenær um er að ræða sérnafn. Upphafsstafur getur greint á milli í
dæmum af því tagi.
i námskrá frá 1929 er m.a. tilgreind Barnabiblía, saman hafa tekið Haraldur
Níelsson og Magnús Helgason.
Fyrir aðeins 400 kr. er hægt að útvega einu barni í Úsbekistan barnabiblíu.
Jesús er sonur Guðs.
Fornar þjóðir trúðu á ýmsa guði.
^ ^ Þegar óvissa eða valfrelsi ríkir um stóran eða lítinn upphafsstaf skal gæta samræmis í rithætti
J pN í sömu ritsmíð og innan ritstjórnar eftir því sem unnt er. Ritstjórar og höfundar geta mótað
eigin vinnureglur um slík tilvik til að auðvelda samræmi.
III. UPPRUNI ORÐA
islensk stafsetning byggist að miklu leyti á upprunasjónarmiðum. i því felst að oft er valinn
ritháttur sem endurspeglar uppruna og skyldleika orða fremur en að leitað sé einföldustu
samsvörunar milli bókstafa og nútimaframburðar.
Þannig er að jafnaði tekið mið af stofni orðs,
grimmd með tveimur m-um af þvi að orðið er skylt orðinu grimmur
ritað y, ý og ey í samræmi við uppruna og fornan framburð,
þynnri með y með hliðsjón af orðinu þunnur
gerður greinarmunur á n og nn í greini og endingum orða,
fyndinn i kk. en fyndin í kv.
ritað fl, fn; II; nn; rl, rn.
efla, eflt, nefna, nefnd: allur; beinn; árla, spyrna, spyrnti
9