Málfregnir - 01.12.2004, Side 43

Málfregnir - 01.12.2004, Side 43
TATJANA LATINOVIC Hvaða áhrif hafa innflytjendur á íslenskt mál? Erindi á málrœktarþingi Islenskrar málnefndar 20. nóvember 2004. Aðalefni þess voru áhrifhnattvœðingar og upplýsingatœkni á þjóðtungur. Tatjana erformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Islandi. Auk Tatjönu fluttu þar erindi Guðrún Kvaran, Haf- steinn Bragason ogArnór Guðmundsson. -Ritstj. Góðan daginn. Það er mér mikill heiður að geta ávarpað ykkur hér i dag og talað um eitt af upp- áhaldsmálefnum mínum - sem er íslenskt mál. Ég heiti Tatjana Latinovic og er Serbi írá Króatíu. Ég ólst upp með tvö móður- mál, serbnesku sem töluð var á heimilinu og króatísku sem ég talaði utan heimilis- ins. Ég kláraði háskólanám í Króatíu með BA-gráðu í ensku og þýsku með kennara- réttindum til að kenna þessi tvö tungumál. Og einmitt þegar ég hélt að ég ætti að láta duga að tala ijögur tungumál kynntist ég manninum mínum sem er íslendingur og við ákváðum að flytja til Islands. Þetta var fyrir 10 árum síðan. Eins og gerist þegar maður er ungur og ástfanginn tók ég strax ástfóstri við land og þjóð. Þriðja daginn eftir komuna skráði ég mig á íslenskunámskeið og hellti mér af fullum krafti í að læra tungumálið. Ég verð að viðurkenna að fyrstu mánuðina fannst mér stundum erfitt að réttlæta alla vinn- una í kringum það, aðallega vegna smæðar samfélagsins. Það var jafn tímafrekt að læra íslensku eins og t.d. að læra ensku sem töluð var víðar. Ég tek það fram að mér fannst íslenska ekki erfiðari en önnur tungumál sem ég hafði lært áður. Ég sótti íslensku- tíma, lærði málffæði, horfði á sjónvarpið, las blöðin og fróðleik á mjólkurfernum en gat ekki byrjað að tala. Hvert sem ég fór gat ég líka bjargað mér á ensku þannig að mér fannst ég ekki vera einangruð. Sumarið eftir fyrsta veturinn á íslandi fór ég í heimsókn til heimalands míns. Þá varð mér ljóst að ég var bara komin i heimsókn, ég var ekki að koma heim. Heimili mitt var á Islandi. Eftir sumarfrí kom ég aftur heim og skráði mig á framhaldsnámskeið í íslensku og hitti þar fólk sem hefur búið hér í t.d. 10 ár og þurfti enn þá á námskeiðum í íslensku að halda. Ég gat ekki hugsað mér að eyða hér 10 árum af lífinu og vera enn þá að sækja námskeið í tungumáli samfélagsins sem ég ætti heima í. Þetta var tímapunkt- ur þegar mér varð ljóst að ef ég ætlaði að halda áfram að búa hér á landi þá ætlaði ég að gera það til fulls og til þess þurfti ég að læra íslensku eins og innfæddir tala. Ég fór í íslensku fyrir erlenda stúdenta hér í háskól- anum og lærði þar ekki bara málfræði og málnotkun heldur líka íslenskar bókmenntir og sögu sem auðvitað hjálpaði til að skilja betur samfélagið og Islendingana sjálfa. Eftir útskrift kenndi ég eitt sumar íslensku flóttamönnum ffá Júgóslavíu og það var mjög gefandi reynsla að miðla þvi sem ég hef lært um tungumál, land og þjóð til landa minna sem hafa ekki viljugir farið frá heim- ilum sínum en hafa þó ákveðið að setjast hér að og byrja nýtt líf. Eftir þessa stuttu kennslureynslu fékk ég vinnu hjá alþjóðlegu fyrirtæki, Össuri hf., og hef verið að vinna þar í næstum því 6 ár. Og þótt Össur sé alþjóðlegt fyrirtæki og opinbert tungumál í samskiptum enska er íslenska notuð í daglegum samskiptum milli starfsmanna hér á landi. Reyndar finnst 43

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.