Málfregnir - 01.12.2004, Blaðsíða 48
Ný útgáfurit
Málstefna - Language Planning. Rit íslenskrar málnefndar 14. 2004. Ritstjórar eru Ari
Páll Kristinsson og Gauti Kristmannsson. I ritinu eru níu greinar sem eru birtar annars
vegar á íslensku og hins vegar á ensku. Greinarnar eru byggðar á erindum á alþjóð-
legri ráðstefnu um málstefnu og málstöðlun sem íslensk málnefnd boðaði til 4. október
2003. Höfundar eru: Ulrich Ammon, Gerhard-Mercator-Universitat í Duisburg, Deborah
Cameron, University of Oxford, Lars S. Vikor Óslóarháskóla, Guðrún Kvaran, íslenskri
málnefnd, Sigurður Konráðsson, íslenskri málnefnd, Þóra Björk Hjartardóttir, íslenskri
málnefnd, Birgitta Lindgren, Sænskri málnefnd, Gauti Kristmannsson, Háskóla íslands, og
Kwesi Kwaa Prah, Centre for Advanced Studies of Aífican Society í Höfðaborg. 238 bls.
ISBN 9979-842-73-3.
Komin eru út tvö ný rit í röðinni Smárit Islenskrar málnefndar. Útgáfa beggja ritanna naut
styrks úr tungutækniverkefni menntamálaráðuneytis enda um að ræða stoðþátt við endur-
forritun orðabanka Islenskrar málstöðvar sem hlaut styrk 2003-2004.
Orðmyndun. Um leiðir til að auka íslenskan orðaforða. Ari Páll Kristinsson tók saman.
Smárit íslenskrar málnefndar 3. 2004. 41 bls. ISBN 9979-842-49-0.
Leiðbeiningar um íðorðastarf. Heidi Suonuuti tók saman. Smárit Islenskrar málnefndar
4. 2004. Um er að ræða íslenska þýðingu á leiðbeiningarritinu Guide to Terminology,
Nordterm 8, 1. útg. 1997, 2. útg. 2001. 40 bls. ISBN 9979-842-61-X.
Útgefandi Málfregna: íslensk málnefiid
Ritstjóri: Ari Páll Kristinsson
Ritstjórn og afgreiðsla: íslensk málstöð,
Neshaga 16, ÍS-107 Reykjavík
Sími: 552-8530. Bréfasími: 562-2699
Veffang: http://www.islenskan.is/
Netfang ritstjóra: aripk@islenskan.is
Askriftarverð: 1.083 kr. (m. vsk.) á ári
Gutenberg
ISSN 1011-5889
ÍSLENSK MÁLNEFND
48