Málfregnir - 01.12.2004, Side 7
Ef sérnafni fylgir enginn eða aðeins hverfandi merkingarþáttur í myndun samnafns er
samnafnið haft með litlum upphafsstaf enda þótt það sé upprunalega dregið af sérnafni. Þetta
á m.a. alltaf við um dýra- og plöntunöfn.
adamsepli • akkilesarhæll • alaskaösp • alpagrein • aulabárður • baldursbrá • bermúda-
buxur • biblíufróður • bögubósi • dalmatiuhundur • dingóhundur • dísilbifreið • evuklæði •
gordíonshnútur • grettistak • gróusaga • hamborgari • hrunadans • jakobsfífill • kaupa-
héðinn • kínarúlla • kvislingur • lygamörður • maríustakkur • maríutása • napóleonskaka •
óðinshani • parkinsonsveiki • röntgenmynd • salómonsdómur • síamstvíburar • svika-
hrappur • vínarbrauð • þórðargleði • þyrnirósarsvefn • ökuþór
1
1
Ef ritháttur erlends sérnafns samræmist ekki ísienskri ritvenju er samnafnið, sem af því er
dregið, að jafnaði ritað með stórum upphafsstaf enda þótt sémafninu fylgi ekki lengur nema
hverfandi merkingarþáttur i orðinu.
Alzheimer(s)-sjúkdómur • Bernouilli-lögmál • Downs-heilkenni
• Marshall-aðstoð • Newtons-lögmál
1
2
Ritaður er stór upphafsstafur í heitum þeirra sem eru kenndir við heimsálfur, héruð,
landsvæði, borgir, bæi og forfeður og i öðrum heitum sem dregin eru af þess háttar
sérnöfnum.
Afríkumenn sbr. Afrika Laxdælir sbr. Laxárdalur
Austfirðingar sbr. Austfirðir Norðmýlingar sbr. Norður-Múlasýsla
Aþeningar sbr. Aþena Oddaverjar sbr. Oddi
Bæjarar sbr. Bæjaraland Reykvikingar sbr. Reykjavik
Evrópumenn sbr. Evrópa Rómverjar sbr. Róm
Jótar sbr. Jótland Saxar sbr. Saxland
Kastiliumenn sbr. Kastilla Seyðfirðingar sbr. Seyðisfjörður
Katalónar sbr. Katalónia Sikileyingar sbr. Sikiley
Keldhverfingar sbr. Kelduhverfi Stokkseyringar sbr. Stokkseyri
Knýtlingar sbr. Knútur Sturlungar sbr. Sturla
Kópavogsbúar sbr. Kópavogur Svínfellingar sbr. Svínafell
Stór upphafsstafur er ritaður í heitum þjóða og i heitum sem af þeim eru dregin. Þjóðaheiti eru
ekki skýrt afmörkuð en oftast er átt við heiti þeirra sem búa i sama ríki, eru eða hafa verið
félagslega skipulegareiningar, búa við sameiginlega löggjöf eða koma fram sem eining á
alþjóðavettvangi.
Baskar • Bretónar • Búar • Danir • Englar • Englendingar • Forn-Grikkir • Grikkir • Hellenar •
Indverjar • írakar • islendingar • ísraelsmenn • Kúrdar • Langbarðar • Norðmenn • Palest-
ínumenn • Portúgalar • Samar • Saxar • Taílendingar • Tamílar • Þjóðverjar • Tsjetsjenar •
Vestur-íslendingar
Ritaður er lítill upphafsstafur í óformlegum þjóðaheitum.
baunar • fransmenn • norsarar • spanjólar • tjallar • þýskarar
Ritaður er lítill upphafsstafur í heitum þjóðflokka og kynstofna.
arabar • germanar • gyðingar • indíánar • inúitar • kákasítar • keltar • mongólar • negrítar • slavar
Með stórum og litlum upphafsstaf má gera greinarmun á merkingu í sumum tilvikum.
arabar (þjóðflokkur) mongólar (kynstofn)
Arabar (þjóð, kennd við Arabíu) Mongólar (þjóð, kennd við Mongóliu)