Málfregnir - 01.12.2004, Qupperneq 38
ARI PÁLL KRISTINSSON
Um ritreglur og Stafsetningarorðabók
í íslenskri málstöð er um þessar mundir unnið
af kappi að gerð Stafsetningarorðabókar.
Stefnt er að útgáfu í mars 2006. Bókin er
samin í umboði Islenskrar málnefndar og skv.
5. tölul. 2. gr. laga nr. 2/1990, um íslenska
málnefnd. I bókinni verða m.a. ritreglur þær
sem hér á undan eru birtar í íyrsta sinn á
prenti. Þær eru byggðar á gildandi auglýs-
ingum menntamálaráðuneytis um stafsetn-
ingu og greinarmerkjasetningu. Ritreglumar
er einnig að finna á vef Islenskrar málstöðvar
á Netinu, www.islenskan.is.
Stafsetningarorðabók
Allt ffá útgáfu Réttritunarorðabókar handa
grunnskólum (1989), ritstj. Baldur Jónsson,
hefúr Islensk málnefnd stefnt að útgáfu enn
stærri stafsetningarorðabókar.
Réttritunarorðabók Baldurs Jónssonar var
geysilega vel heppnað verk sem nýst hefúr i
öllu samfélaginu enda þótt titillinn beri með
sér að grunnskólanemendur hafi verið sá
notendahópur sem einkum var hafður í huga
við gerð bókarinnar. Eigi að síður má ljóst
vera að þörf er á mun umfangsmeiri staf-
setningarorðabók hér á landi eins og tíðkast
hefur að gefa út í nágrannalöndunum.
Baldur Jónsson vann að undirbúningi
stærri stafsetningarorðabókar einkum á
árunum 1996-1999 eða uns hann lét af störf-
um í íslenskri málstöð fýrir aldurs sakir.
Á stjórnarfúndi Islenskrar málnefndar
11. desember 2001 var ályktað að útgáfa
Stafsetningarorðabókar yrði meðal helstu
forgangsverkefna málnefndar og málstöðv-
ar á næstu árum. I ljósi undirbúningsskýrslu
eftir Dóru Hafsteinsdóttur, starfsmann
íslenskrar málstöðvar, dags. 8. nóvember
2001, og með hliðsjón af skýrslum eftir
Baldur Jónsson, dags. 29. desember 1998
og 10. september 1999, var samþykkt að
beina því til íslenskrar málstöðvar að hún
semdi tillögur að áætlun um verkstjóm, rit-
stjórnartilhögun og fjárhagsáætlun og legði
fyrir endurnýjaða málnefnd eða stjórn henn-
ar árið 2002. Miðað yrði við að öll verk-
stjórn yrði á vegum málstöðvarinnar og að
þar hefði Dóra Hafsteinsdóttir forsögn.
Á stjórnarfúndi nýskipaðrar íslenskrar
málnefndar 12. mars 2002 var kynnt minn-
isblað eftir forstöðumann Islenskrar mál-
stöðvar og Dóru Hafsteinsdóttur með áætl-
un um verkstjóm, ritstjómartilhögun og
íjárhagsáætlun um Stafsetningarorðabók.
Þar kom fram markmið, tími, mannafli og
efnisöflun og var gert ráð fyrir að verkið
hæfist þegar í þeim mánuði og útgáfa á bók
og á Netinu yrði orðin að veruleika í síðasta
lagi í mars 2006. Dóra Hafsteinsdóttir yrði
ritstjóri. Þörf væri á aðkeyptri tölvuþjónustu
til að leggja síðustu hönd á sérhannað forrit
fyrir bókina.
Stjóm Islenskrar málnefndar féllst á ofan-
greinda áætlun og hefúr því síðan verið unnið
að bókinni í samræmi við hana. I stefnuskrá
íslenskrar málnefndar 2002-2005, sem gengið
var ffá 16. nóvember 2002, var enn fremur
áréttað að útgáfa Stafsetningarorðabókar væri
forgangsverkefni á tímabilinu. Stjóm íslenskrar
málnefhdar myndar ráðgefandi ritnefnd og fær
handrit til yfirlestrar fyrir útgáfú.
Stjórn Islenskrar málnefndar áréttaði
á fúndinum 12. mars 2002 að um yrði að
ræða stafsetningarorðabók og því ætti ekki
að þurfa að birta þar ýmis misjafúlega
aðlöguð erlend orð o.þ.h. sem bundin væru
óformlegu talmáli. Stjórnin var einhuga um
að leggja skyldi áherslu á leiðbeiningar um
vandaða beygingu í bókinni.
Ritreglur
Þegar Baldur Jónsson lét af störfum var hann
38