Skírnir - 01.01.1943, Page 38
36
Gunnar Árnason
Skírnir
í alvöru farinn að hugsa til hjónabandsins líkt og timbr-
aSur maSur um stúku.
f þessum hugsunum barðist ég móti storminum fram
að Vík. En bíllinn var ekki kominn, þó að klukkan væri
að ganga fjögur. Snorri bóndi var frammi á bæjum, en
Snjólaug húsfreyja lét ekki standa á sér að bjóða manni
í bæinn fremur en venjulega. Engin kona er betri heim
að sækja en hún. Lífsgleðin og notalegheitin rjúka af
þessari stuttu, feitu og sísveittu manneskju eins og ilmur
af sjóðheitri kaffikönnu. Snjólaug hlær að öllu, blessar
allt og fer móðurhöndum um alla. Hjá henni eru allir æfin-
lega heima. Hún er eins og heit laug í hrauninu.
— Ég held, að blessuðum prestinum veiti ekki af kaffi-
sopa í þessum rækarls stormi, sagði hún. Og þér eruð
náttúrlega að sækja nýju kaupakonuna. Það færi betur,
að þetta væri dálítið fjörleg stúlka, sem lífgaði upp heim-
ilið. Þér þurfið ekkert að segja mér af því, að yður hlýt-
ur að leiðast margan daginn. Þau eru ekki svo masgefin
né uppbyggileg, Karl né Borga gamla.
— Þau eru ágæt bæði tvö . . .
— Auðvitað til sinna verka. Ekki fengi nú presturinn
dyggari hjú. Slíkar manneskjur eru ekki á hverju strái
nú á dögum. Þau fylgja staðnum. — En hún má ekki vera
of lagleg, svo að þeim ókyrrist ekki innanbrjósts sumum
heimasætunum hérna í sveitinni, hugsa ég.
Snjólaug hlær alveg græskulaust. Hún á enga dóttur.
Hún átti einu sinni son. Stormurinn strýkur yfir leiðið
hans sunnan undir kirkjuveggnum á Hrauni.
Ég var rétt búinn úr seinni bollanum, þegar hundarnir
ruku upp. Bíllinn brunaði í hlaðið. Stóri, grái 18 manna
bíllinn hans Helga á Hnausi. Fyrsti langferðabíll sumars-
ins. Mér varð ósjálfrátt eitthvað svo létt fyrir brjósti. Nú
voru allir vegirnir opnir.
Helgi snéri bílnum á hlaðinu. Svo stökk hann út og
opnaði fyrir farþegunum. Þeir voru aðeins fjórir á leiðar-
enda í þetta sinn. Kristín gamla, móðir Snjólaugar, sem
kom í kynnisför framan úr Hólum. Roskinn maður innan