Skírnir - 01.01.1943, Page 47
Skírnir
Grónar grafir
45
miðnætti frá að skíra barn niðri í Seli. Ég bjóst við, að
allir myndu vera sofnaðir fyrir löngu og enginn myndi
hugsa til mín, þó að Dalsáin gæti alltaf verið hættuleg.
En þegar ég kom heim undir túnið, sá ég að Sólveig stóð
úti og leit vestur göturnar. Undir eins og hún sá mig
hvarf hún í bæinn. Inni beið mín maturinn á borðum og
allt til reiðu, eins og ég hafði búizt við. Sólveigu sá ég
ekki. Hún hefir háttað meðan ég spretti af hestinum og
flutti hann.
En þá um kvöldið, þegar ég reið í hlaðið, vissi ég, að ég
þráði þessa konu og elskaði hana meir en móður mína.
Eftir það talaði ég sjaldnar við hana en áður — og eins
og alltaf með vaðið fyrir neðan mig.
III.
Ekki hefði ég hugsað að ég myndi nokkurn tíma þrá
að lifa upp aftur þá ljúfsáru daga, er þá fóru í hönd. Þá
fannst mér þeir framar öllu svo sárir. En nú veit ég, að
þeir voru miklu ljúfari.
Það var þá, sem ég skildi til hlítar spakmæli Steph. G.:
Að prestsvígslulaust verða mennirnir menn,
að menn verða prestarnir samt.
Þetta virðist eflaust óviðkomandi mönnum hafa verið
svo auðleyst og sjálfsagt spursmál. Við vorum þarna tvær
ungar og lífsglaðar manneskjur með hálfgamalærðri kerl-
ingu og karli, sem mátti heita sjón- og heyrnarlaus í því
efni, sem hér um ræðir. Stúlkan átti að vísu að heita trú-
lofuð, eða gat það meira kallast, þar sem hún minntist
aldrei á kærastann og hafði enga mynd af honum. Og ég
vissi ekki til að hún skrifaði honum.
Hvað var um að ræða annað en að ég reyndi að ná
ástum hennar? Yfir sumarið að minnsta kosti.
En einmitt af því, hve presturinn er mannlegur, þá
getur hann aldrei gleymt öllu því, sem hempan talar til
hans, né almenningsálitinu frekar en aðrir. Og þess vegna