Skírnir - 01.01.1943, Page 50
48
Gunnar Ámason
Skírnir
— Kannske þér hefðuð gaman af að koma einu sinni með
mér að vitja um netin, ef þér eruð ekki of þreyttar eða
syfjaðar?
Hún hló við, er hún svaraði eftir andartaks umhugsun:
— Mér þætti það ákaflega gaman. Ef þér megið vera
að því að bíða eitt augnablik, meðan ég hefi skóskipti.
Hún hvarf í bæinn. Ég sat á hestasteininum á meðan
og hugsaði um, hvað gæti gerzt, og að þó myndi eflaust
ekkert gerast. Og ég hugsaði um það líka, að oft kann
kvenfólkið betur að leyna sínum hug en við karlmenn-
irnir. Ekkert vissi ég hvað Sólveigu leið.
Eftir drykklanga stund kom hún aftur. Hún hafði ör-
lítið haldið sér til, lagað hárið, brugðið blæju um hálsinn
á sér, farðað á sér varirnar.
Við gengum götuna vestur með ásnum. Og ég sóaði
mínútunum í að leika prestinn.
— En hvað veðrið er yndislegt.
— Já, það getur ekki betra verið.
— Finnið þér hvað ilmurinn er sterkur af kjarrinu?
— Mér þykir enginn ilmur yndislegri.
— Ef það er satt, að kvöldroðinn bæti, þá verður
fallegt veður á morgun.
Svona var talið.
Þegar ég hafði sett fram bátinn, fórst mér svo óhöndug-
lega að halda honum, að hún bleytti sig í annan fótinn
við að stíga upp í. Ég var hræddur um að hún myndi hafa
illt af því, ef til vill kvefast, en hún hló við:
— Það er enginn verri, þótt hann vökni. Þetta gerir
ferðina aðeins sögulegri.
Ég settist undir árar, en hún sat í skutnum og hún lét
aðra höndina dragast í vatnsborðinu, svo að vatnið hrundi
eins og perlur gegnum greipar hennar.
— Mér þykir svo gaman, að ég held ég gæti setið svona
í kvöldkyrrðinni og liðið um lognhvítt vatnið til eilífðar.
— Er það satt?
— Því skyldi það ekki vera satt?
Við fengum átta silunga — sex bleikjur og tvo urriða.