Skírnir - 01.01.1943, Page 59
Skírnir
Grónar grafir
57
— Æi-nei — En skyndilega gefst hún upp, vefur um
mig handleggjunum og kyssir mig, svo að ég veit hvorki
í þennan heim né annan. Strax á eftir ýtir hún mér frá
sér. — Svona, elsku vinur. Ekki meira. Aldrei framar.
Ég læt hana ráða og ekki ráða. Held utan um hana og
hvíli höfuð hennar á öxl mér.
— Þú ætlar þá ekki að fara?
— Heim? Jú. En hér á eftir kannske ekki fyrr en í
haust.
— Og þá bara til að koma aftur?
Hún hristir höfuðið. — Nei. Þú ert prestur. Þú þarft
mín ekki við til að lifa.
— En mér finnst strax eins og við séum gift bæði fyrir
Guði og mönnum.
— Ef til vill fyrir Guði, en ekki mönnunum.
— Heldurðu að við verðum þá ekki saman í eilífðinni?
— Þá verður þú fyrir löngu búinn að gleyma mér.
— Aldrei.
Sólveig brosti. — Við skulum ekki fara að kíta.
Augnablikin liðu og mínúturnar. Við töluðum saman,
ástvinirnir. Hún var einlæg og hrein, en dul. Hún lét mig
alltaf skilja það og finna það, að hún gæti ekki slitið trú-
lofun sinni. Þó vildi hún ekkert tala beinlínis um kærast-
ann. En það þóttist ég vita, að hún teldi eins og systir
mín, að hann vildi ekki lifa án hennar. Seinast var hún
farin að strjúka á mér hárið, og ég játaði öllu, sem hún
sagði, eins og hálfsyfjað barn.
— Kysstu mig einu sinni enn, Sólveig.
— Er það nokkuð betra. Við skulum bara vera svona
eins og góðir vinir.
— Nei. Kysstu mig. Kysstu mig vel.
— 1 seinasta sinn. í allra seinasta sinn?
— Já, heldur en ekki neitt, sagði ég, sem nú fannst allt
tilvinnandi fyrir kossinn.
Hún vafði um mig handleggjunum, hún kyssti mig
þannig, að ég vissi, að svona var að vera í Paradís, og
vildi aldrei þurfa að vakna af þessum draumi.