Skírnir - 01.01.1943, Page 60
58
Gunnar Árnason
Skírnir
— Rögnvaldur! Guð almáttugur hjálpi okkur. Sólveig
hrinti mér frá sér og stökk upp.
Fyrst vissi eg ekkert, hvaðan á mig stóð veðrið. Var
stofan orðin full af fólki?
— Það brennur, sagði hún.
Þá sá ég, að það logaði upp úr litla borðinu.
Við höfðum ekkert gætt þess að kertið brann út, og við
það hafði kviknað í borðinu, svo að nú mátti heita að
brunnið væri á það gat.
Ég tók veggteppið og lagði það yfir logann. Svo var
það búið. En sælustundin var líka brunnin á enda.
Sólveig gekk á undan inn göngin.
— Góða nótt, elsku vinur, hvíslaði hún og þrýsti hönd
mína. — Mundu — aldrei meir!
Áður en ég vissi var hún komin upp á loft.
VI.
Morguninn eftir, mánudaginn 24. ágúst, var brakandi
þerrir og ekki til setunnar boðið. Við áttum talsvert af
flötu heyi úti í Staðarey og mikið í sætum. Hafði strax á
laugardaginn verið gert ráð fyrir að vera þar við þurrk
og binding þennan dag, ef vel gæfi, og allt undir það búið,
eftir því sem hægt var á sunnudaginn.
Karl hafði fyrir allar aldir lagt reiðing á Sokka, traust-
an úrvalsgrip, sem ég átti og við höfðum venjulega með
okkur, þegar svona stóð á. Svo lögðum við Sólveig og Karl
strax af stað, eftir að hafa gleypt í okkur dálitla hress-
ingu, því að nú tók Borga gamla að sér öll bæjarverkin.
Á leiðinni að bátnum við Nautavíkurtanga töluðum við
Sólveig ekki um neitt annað en það, sem Karl mátti gjarn-
an heyra. En ég var raunar syngjandi glaður. Einhvern
veginn myndi allt lagast og við fá að njótast. Við dag-
renninguna höfðu fortölur hennar gufað upp úr huga
mínum eins og þoka í morgunsól. Ég beið aðeins færis til
að sannfæra hana.
— Ósköp vorkenni ég aumingja klárnum, sagði Sólveig,