Skírnir - 01.01.1943, Page 65
Skírnir
Grónar grafir
63
SigurSur bróðir hennar var lítill maður og veiklulegur.
Hann leit alltaf eitthvað út í loftið, og hélt sjaldan kyrru
fyrir. Hann vissi, hvað hann hafði misst.
Bílstjórinn var allur með hugann við ferðina.
Morguninn eftir var rigning. Fólkið var boðað klukkan
tíu, því að þeir þurftu að komast sem fyrst af stað, aust-
anmennirnir. Auðvitað var enginn vel stundvís, en allir
hljóðir og fálátir.
Allir aumkuðu Gísla í Teigi. Veslings maðurinn, að
missa svona þessa ungu kærustu!
Einstaka lét það í ljós við mig, að hann skildi að mér
mundi falla það illa að verða til þess að stúlkan kom að
austan, úr því að hún drukknaði.
— En enginn getur sakað yður. Og ekki til neins um
það að hugsa. Svona eru örlögin, sagði einhver.
Kirkjuklukkurnar hringdu.
Ég gekk út í kirkjuna í hempunni, og regnið lamdi mig.
Hvíta kistan var skreytt lyngi og blómum. Sigurður bróð-
ir hennar settist við enda hennar og hallaðist hálfgert að
gaflinum. Gísli Hjálmarsson, kærastinn, sat honum næst-
ur. Horfði beint fram — æðrulaus. Ég sat frammi í miðri
kirkju.
Fólkið söng sálminn: Ég lifi og ég veit. Þá átti ég að
tala. Ég beið eins lengi og ég gat með að ganga að kist-
unni. En mér veittist ekkert erfitt að lesa ræðuna. Hún
kom hvort sem var raunar engum við. Hún var svoleiðis.
Aðeins spurði ég seinast:
— Hittumst við þá aftur eftir dauðann? Það var hin
síðasta spurning hennar sjálfrar. Mig langar til að svara
henni játandi.
Forsöngvarinn byrjaði nýtt lag: Allt eins og blómstrið
eina. Mér finnst allar jarðarfarir hefjast, þegar þetta lag
byrjar. Þetta ljóð og lag, sem er sorglegt eins og dauðinn
og heiðbjart eins og eilíft líf.
Ég heyrði að regnið draup af kirkjunni. Draup og
draup. Þannig draup líka úr fötum hennar á dögunum.
Og söngflokkurinn söng: