Skírnir - 01.01.1943, Page 98
96
C. A. C. Brun
Skírnir
hendi Bandamanna, ef þeir gengju ekki hart að prinsin-
um. Framkoma hans var á þann veg, að hún mætti minna
á framkomu sumra þýzkra umboðsmanna í Kaupmanna-
höfn á vorum dögum. Það er sannast að segja, að sambúð
Dana og Svía var í fyrri daga ekki með neinum bróðernis-
blæ, og var Dönum að minnsta kosti ekki síður um að
kenna en Svíum. Því verður ekki neitað, að Tawast barún,
er þóttist vera sá aðilinn, er brotið hafði verið við, kæmi
alleinræðislega fram, þegar hann var að sárkvarta undan
því, að Danmörk kynni ekki að meta það, hve vægilega
hafði verið með hana farið í Kiel, að því er honum þótti,
og kynni ekki heldur að koma sér fyrir í Evrópu eftir ný-
skipulagið. Hann dró enga dul á það, að sænska stjórnin
treysti ekki einlægni Danakonungs, og það gerði ekki bet-
ur en svo, að orð hans væru með þeim blæ, sem siður er
í viðskiptum þjóða á milli, eins og sjá má á orðsendingu
hans til Rosenkrantz utanríkisráðherra frá 8. maí, og
hljóðar hún svo:
„Það er skylda mín að leiða athygli dönsku stjórnarinn-
ar að þeim gífurlega mismun, sem er á hinum steigurlátu
yfirlýsingum hennar og framkvæmd þeirra“.
En sennilega hefur þetta sýnzt svo frá bæjardyrum
Svía.
Ef danska stjórnin er nú athuguð, þá verður einnig þar
fyrir manni staðreynd, er að ýmsu svipar til aðstöðunnar
í Kaupmannahöfn nú á dögum. Eftir ummælum Tawast
barúns að dæma, virðist meiri hluti ráðherranna nánast
hafa verið á bandi Kristjáns Friðriks, en utanríkisráð-
herrann virðist hins vegar hafa verið alluggandi vegna
hótana Svía. Sænski sendiherrann treysti honum einum,
og hann virðist hafa verið ákveðinn andstæðingur hinnar
norsku stjórnmálastefnu Kristjáns Friðriks, því að hann
fór mjög hörðum orðum um hana við Tawast; að minnsta
kosti þótti honum nauðsynlegt, að nú yrði breytt stefnu
og að verulegu leyti hliðrað til við Svía. Hann fékk því
framgengt, að Friðrik VI. kallaði heim alla embættismenn
í Noregi, sem fæddir voru í Danmörku, — nokkrir sjóliðs-