Skírnir - 01.01.1943, Page 136
134
Hallgrímur Hallgrímsson
Skírnir
Lærdómurinn hefir samkvæmt þessari kenningu orðið
helzta boðorð yfirstéttanna í Kína. Alþýðan er yfirleitt
algerlega ómenntuð eins og víðast annars staðar í Austur-
löndum. Skólamenntun Kínverja er afareinkennileg.
Námsmenn verða að taka mjög þung próf, til þess að
„auðga þekkingu sína“ eftir boði spámannsins, en nám
þeirra er oftast algerlega gagnslaust fyrir velgengni þeirra
í lífinu.
Það eru því tvær ólíkar þjóðir, sem heyja hinn harða
hildarleik í austurvegi. Öðrum megin Japanar með sína
miklu vélrænu menningu, hermennsku sína og hreysti, en
þeir hafa verið fátækir til þessa. Nú hafa þeir náð stór-
kostlegum auðlindum af andstæðingum sínum, og þó að
þeir séu fámennir í samanburði við Kínverja, þá mun þá
ekki skorta fólk til þess að berjast. íbúa herteknu land-
anna láta þeir vinna fyrir sig að framleiðslustörfum. Hins
vegar eru svo hinir fjölmennu Kínverjar, sem lítt kunna
til hernaðar og eru orðnir þjakaðir af langvinnum ófriði
og þar að auki sundurlyndir innbyrðis. Það er varla hægt
að búast við því, að þeir geti haldið vörninni áfram til
lengdar, ef þeim berst ekki hjálp annars staðar frá, en
hvernig hægt er að koma henni til þeirra er erfitt að
segja. Hjálp Bandaríkjanna hlýtur að verða mest óbein-
línis. Hún verður einkum fólgin í því að veikja hernaðar-
mátt Japana. Vopnasendingar til Kína eru lítt framkvæm-
anlegar, eins og málum er nú komið.
Rússar eru þriðja stórveldi Austur-Asíu. Landvinning-
ar þeirra hófust 1581, er Kósakkahöfðinginn Jermak fór
inn í Síberíu með 500 manna her. Byrjunin var í smáum
stíl, en hún hefir orðið að miklu. Smátt og smátt sóttu
þeir sífellt lengra austur og lögðu undir sig hvert héraðið
eftir annað. Síbería var lengi kunn sem útlegðarhérað
rússnesku stjórnarinnar. Þangað voru einkum sendir and-
stæðingar hennar í stjórnmálum og svo auðvitað algengir
glæpamenn. Margt þeirra manna var duglegt fólk og gáf-