Skírnir - 01.01.1943, Page 144
142
Ásmundur Guðmundsson
Skírnir
En að hetjurnar skyldu falla í bardaganum,
— Jónatan liggja veginn á hæðum þínum.
Sárt trega eg þig, bróðir minn Jónatan, mjög varstu mér
hugljúfur,
ást þín var mér undursamlegri en ástir kvenna.
En að hetjurnar skuli vera fallnar
og hervopnin glötuð.
III.
Davíð hraðar sér nú til Hebron, aðalborgarinnar í Júda,
og eflaust með leyfi Akís konungs, er Filistar höfðu eftir
sigurinn mestallt Kanaan vestan Jórdanar á valdi sínu.
Hann er þangað aufúsugestur. Júdabúar hafa barizt með
Sál nyrðra og óttast reiði Filista, en verði Davíð höfðingi
í Júda, mun honum takast að blíðka þá. Leiðin er aftur
greið fyrir Davíð, og það til enn hærri tignarstöðu en hann
hafði nokkru sinni áður getað gert sér vonir um. Júda-
menn koma til Hebron og smyrja hann þar til konungs
yfir Júdahús. En Filistar samþykkja hann eins og nokkurs
konar undirkonung sinn. Að minnsta kosti hefir næsti
konungurinn gert það, Akís í Gat.
í sömu andránni eignast ísraelsmenn annan konung,
ísbaal, son Sáls. Er það frænda Sáls að þakka og höfuð-
liðsforingja, Abner að nafni, margreyndri hetju. Hann
bergur Isbaal til Mahanaím í Gíleað austan Jórdanar,
þangað sem Sál hafði átt traustast fylgi og Filistar réðu
enn alls engu, og fær hann til konungs tekinn. Virðast Fil-
istar einnig fá honum nokkur völd vestan Jórdanar.
I fyrstu leitar Davíð vinfengis við Jabesbúa í Gíleað
og sendir þeim þakkarorð fyrir tryggð þeirra við Sál, en
þeir höfðu gert virðulega útför hans og sona hans. En
innan skamms verður fullur fjandskapur og stríð milli
þeirra Davíðs og ísbaals og ríkja þeirra. Láta Filistar sér
vel líka, því að svo eyðist mótstöðuafl þjóðarinnar gegn
þeim. Fyrirliðar í þessu bræðrastríði eru Abner og systur-