Skírnir - 01.01.1943, Síða 145
Skírnir
Davíð konungur
143
sonur Davíðs, Jóab, þrekmenni og fullhugi hinn mesti og
frábær herforingi. Um allar sættir horfir mjög þunglega,
því að Abner vegur bróður Jóabs, og Jóab ber til hans
hefndarhug. Má ekki í milli sjá, hvernig fara muni. Geng-
ur svo um hríð. Þá kemur allt í einu fyrir atburður, er úr-
slitum ræður. ísbaal finnur að því dag einn við Abner, að
hann leggi lag sitt við Rizpu Ajasdóttur, sem verið hafði
hjákona Sáls, enda mátti skilja það svo út frá hugsunar-
hætti þeirra tíma, að hann kallaði með því eftir konung-
dómi. Var sú ásökun mjög ómakleg gegn þeim manni, er
verið hafði ísbaal sverð og skjöldur, og reiðist Abner ákaf-
lega, kveðst hann nú munu flytja konungdóminn frá húsi
Sáls og reisa hásæti Davíðs yfir ísrael og Júda. En ísbaal
getur ekki svarað Abner einu orði af hræðslu við hann.
Lætur Abner nú ekki sitja við orðin ein, heldur gerir
Davíð boð um þessa sameiningu ríkisins. Verður Davíð
alls hugar feginn, en setur þó eitt skilyrði, harla viturlegt:
Abner á að leiða til hans aftur Míkal konu hans, sem Sál
hafði tekið frá honum á ofsóknarárunum og var þá gefin
öðrum manni. Þannig vex réttur Davíðs til erfða á ríki
Sáls. Abner verður þegar við þessari ósk og kemur með
tveimur tugum manna til Hebron til samninga við Davíð,
og fer í öllum greinum hið bezta á með þeim. Jóab er hald-
ið utan við þessa samninga. En þegar minnst varir, víkur
hann Abner á eintal afsíðis í borgarhliðinu og leggur hann
í kviðinn og hefnir svo bróður síns. Davíð verður mjög
bilt við, en þorir ekki að koma fram neinum refsingum,
stuðnings Jóabs má hann ekki missa fyrir nokkra muni.
Hann grípur til þess ráðs að gera útför Abners sem veg-
legasta, yrkir sorgarljóð og hefur sjálfur grátinn við gröf-
ina, en allur lýðurinn tekur undir. Með þeim hætti vildi
hann sanna, að sjálfur ætti hann enga sök á þessu vígi.
Og enn snýst honum allt til gengis. ísbaal verður að gjalti,
er hann fréttir víg Abners, og stuðningsmenn hans missa
allt traust á honum. Skömmu síðar læðast tveir menn að
honum, þar sem hann hvílir sofandi í húsi sínu, vinna á
honum og höggva af honum höfuðið og færa Davíð til