Skírnir - 01.01.1943, Page 156
154
Ásmundur Guðmundsson
Skírnir
ófriðinn niður. Þá tekur Jóab til sinna ráða, drepur Amasa
og nær lífi Seba með snarræði og harðfylgi. Veldi Davíðs
stendur aftur traustum rótum.
VIII.
Eftir þessa atburði tekur Davíð mjög að hnigna bæði
að andlegum og líkamlegum þrótti. Enn er bætt í kvenna-
búr hans barnungri stúlku, Abísag frá Súnem, sem þá
var fríðust mær í landinu. Þjónar hún Davíð síðast í elli
hans. Það dylst ekki, að ævi Davíðs hallar út. Hann verður
örvasa gamalmenni sjötugur, og þörfin er brýn á styrkri
hendi til þess að halda um stjórnvölinn. Synir hans Adónía
og Salómó keppa um konungdóminn að honum lifanda.
Adónía er hylltur fyrst, en verður að víkja, því að stuðn-
ingsmenn Salómós fá Batsebu móður hans til þess að tala
máli hans við Davíð. Hefir nú Davíð ef til vill þótt gott
tækifæri til þess að bæta fyrir brot sitt áður og býður, að
Salómó skuli smurður til konungs þegar í stað og setjist
í hásæti sitt, og er því hlýtt.
Skömmu síðar er Salómó konungur kvaddur að bana-
beði Davíðs til þess að hlýða á síðustu ráðstafanir hans.
Þær eru þrjár, sem gamalmennið deyjandi gerir. Fyrst
minnist hann á Jóab herforingja sinn. Ætlar hann nú að
lokum að launa honum dyggustu þjónustu? Nei, ekki er
það. Hann nefnir aðeins víg Abners og Amasa og segir
síðan: „Neyt þú hygginda þinna og lát eigi hærur hans
fara til heljar í friði“. Því næst biður hann Salómó að
sýna mildi sonum þess manns, er veitti honum einna bezt
liðsinni fyrir 3 árum austan Jórdanar í Absalómsuppreisn-
inni. Loks segir Davíð: „Símeí Gerasson Benjamíníti frá
Bahúrím er og með þér; hann formælti mér gífurlega, þá
er ég fór til Mahanaím. En hann kom til móts við mig
niður að Jórdan, og vann ég honum svolátandi eið við
Jahve: Ég skal eigi láta drepa þig. En þú skalt eigi láta
honum óhegnt, því að þú ert maður vitur og munt vita,