Skírnir - 01.01.1943, Page 185
Skírnir Náttúrufegurð í fornbókmenntum vorum
183
Glens beðja veðr gyðju
guðblíð í vé, síðan
ljós kemr gott með geislum
gránserks ofan Mána.
Guðblíð Glens beðja (þ. e. sólin, maður hennar hét Glenr)
veður í gyðju vé (þ. e. gengur til síns helga heimkynnis)
síðan kemr ofan gott ljós með geislum gránserks Mána
(þ. e. hins gráhjúpaða Mána).
sem ek sæja göfgan guð,
svá þótti mér,
Sól ek sá —
segir í Sólarljóðum. — Stundum getur eitt orð sagt oss
meira en langt mál. Svo er um sólarheitið líknskin. Eða
tökum himinsheitin víðbláinn, víðfeðmir, fagraræfr og
skýdrúpnir. Hvert þeirra talar sínu máli um áhrif himin-
hvolfsins á hugann. Skýdrúpnir beinir hugsuninni að
þunglyndislegum skýjum, og „skýjagrátr" kemur fyrir
um regn. Það er líkt og Jón Thoroddsen kveður:
Sortnar þú ský
suðrinu í
og síga brúnir lætur,
eitthvað að þér
eins og að mér
amar, eg sé þú grætur.
Annars sýna skýjaheitin í Alvíssmálum: skúrván (skúra-
boði), úrván (vætuboði), vindflot, veðrmegin (vindstyrk-
ur) og huliðshjálmur, að menn hafa litið meira á þau sem
veðurboða en til þess að njóta fegurðar þeirra. Minna
má á orð Darraðarljóða: Nú er ógurligt um at lítast, er
dreyrugt ský dregr með himni.
Ef vér nú lítum til hafsins, þá er sumt af hinu glæsi-
legasta í kvæðum fornskáldanna einmitt um sjóferðir og
siglingar og sýnir, hve skarplega þeir athuguðu allar
hreyfingar hafsins, en undiraldan í þeim kveðskap er þó
aðdáun á góðu skipi og sigurgleðin af að bera hærra hlut
í viðureigninni við ofurmagn Ægis.