Skírnir - 01.01.1943, Síða 193
Skírnir
Ritfregnir
191
Jónssyni. Þá er í ritinu yfirlitsgrein um íslenzkan iðjurekstur eftir
þá Klemens Tryggvason og Torfa Asgeirsson og skrá um iðju og
handiðnað á Islandi í árslok 1942 eftir Sveinbjöi’n Jónsson. Loks
eru ítarlegar efnis- og nafnaskrár. Bókin er prýdd mörgum mynd-
um, letur fallegt og pappír góður, en prentvillur eru fleiri en
sæmir svo vönduðu riti. Tvær þeirra þykir mér ástæða til að leið-
rétta hér. I I. bls. 240 stendur, að Landsbankahúsið í Austurstræti
hafi verið byggt 1893, en á að vera 1899, og á bls. 369 er Kristján
bóndi Ivarsson á Kárastöðum á Vatnsnesi nefndur Kristján Ferans-
son og hefir sú villa einnig komizt inn í nafnaskrána.
Eins og efnisyfirlit þetta sýnir, er sagt frá mörgum iðngreinum
í bókinni. Ymsar hafa þó eigi verið teknar með, svo sem skraddara-
iðn, hattagerð, skósmíði, rennismíði, úrsmíði og Ijósmyndagerð.
Getur ritstjórinn þess, að ekki hafi verið unnt að fá ritað um
þessar iðnir. Þær munu og allar vera með alþjóðlegu sniði og lítið
um innlendar nýjungar í þeim, en þó eiga þær allar sina sögu hér
á landi og væntanlega verður hún rituð á sinum tíma. Á hinn bóg-
inn er það e. t. v. nokkuð vafasamt, hvort brennisteins-, silfur-
bergs- og kalknám verði talið til iðnaðar, og sumum kann að virð-
ast svo sem kaflarnir um skurðlist og um dráttlist og handrita-
skraut eigi fremur heima í listasögu en i iðnsögu. En hvað sem því
líður, þá er gott að hafa fengið yfirlit um sögu þeirra mála hér
á landi.
Fram eftir öllum öldum var iðnaðurinn hér á landi eingöngu
heimilisiðnaður, sem oft og einatt átti við ýmis konar örðugleika
að búa, bæði skort á efni og áhöldum og hins vegar einangrun frá
öðrum þjóðum og þar af leiðandi kunnáttuleysi. Mætti því ætla,
að saga íslenzks iðnaðar væri hvorki mikil eða merkileg. En við
þennan iðnað sinn varð þjóðin lengst af að bjargast að langmestu
leyti og henni tókst það furðulega. Má segja, að þar hafi sannazt
máltækið : Neyðin kennir naktri konu að spinna, og meðfætt hug-
vit manna og hagleikur hefir miklu orkað. Um það geta menn
sannfærzt við lestur þessa rits. Að vísu er saga íslenzks iðnaðar
hvergi nærri fullsögð þar. Ritgerðirnar í bókinni eru aðeins yfir-
litsgreinar um sögu hverrar einstakrar iðngreinar, og mætti sjálf-
sagt miklu við þær allar bæta. En höfundunum var markaður bás
vegna stærðar ritsins og þó er óhætt að segja að þeim hefir öllum
tekizt að koma miklu af margháttuðum fróðleik fyrir í greinum
sínum og flestar ritgerðirnar eru jafnframt skemmtilegar til lestr-
ar. Ritið er í heild sinni höfundunum, ritstjóranum og útgefend-
unum til sóma.
Ritgerð Guðmundar prófessors Hannessonar um húsagerð er
lengst allra ritgerðanna, 317 bls., og því álitlegt rit ein sér, enda
er það mál umfangsmest þeirra efna, sem bókin fjallar um. Saga