Bændablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 7.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.600. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 LEIÐARINN Kyrrstaða og stöðnun er sjaldnast af hinu góða og er oft merki um yfirvofandi hnignun. Þetta er engin ný speki heldur reynsla fólks, fyrirtækja og heilu samfélaganna í gegnum aldirnar. Það hlýtur því að vera mikið gleðiefni fyrir íslenska bændur að á nýliðnu búnaðarþingi hafi verið undirstrikaður vilji til breytinga sem stuðlað geti að framþróun landbúnaðarkerfisins. Það grunnkerfi sem verið hefur við lýði um allan heim varðandi landbúnað byggir m.a. á því að tryggja þjóðríkjum að þegnarnir hafi aðgengi að mat í sínu nærumhverfi. Íbúarnir komist af þó einhver óáran komi upp sem valdi því að land þeirra einangrist. Þessi rök eiga enn við og munu trúlega alltaf eiga við og ekki hvað síst varðandi orku. Ekki þarf annað en eldfimt ástand í Úkraínu til að minna menn á þetta. Út af því er Evrópa nú í miklu uppnámi vegna þess hversu gríðarlega háð hún er Rússum um jarðgas. Rússar hafa þar nær öll tromp í hendi. Þau landbúnaðarkerfi sem þekkt eru í löndum sem við miðum okkur við hafa m.a. markast af styrkjakerfi til að tryggja það að landbúnaðarframleiðslan leggist hreinlega ekki af á stórum svæðum. Það er sameiginlegt með öllum þessum kerfum og líka hjá hinu margrómaða Evrópusambandi. Hluti af þeirri vörn byggist á því að beitt er tollum til að torvelda innflutning á sambærilegum vörum og verið er að framleiða í landbúnaði viðkomandi landa. Kerfin hafa líka verið notuð sem hagstjórnartæki til að halda niðri innlendu vöruverði. Þannig hefur þeim m.a. verið beitt sem skiptimynt í kjarasamningum. Þó skynsamlegt sé hjá hvaða ríki sem er að verja eigin matvælaframleiðslu, þá er það líka vandmeðfarið. Stóri gallinn við verndarkerfi, hvaða nafni sem þau nefnast, er að þau hafa tilhneigingu til að beina starfsemi þess sem vernda á inn í farveg stöðnunar. Slíkt dregur um leið úr viðleitni til að viðkomandi atvinnuvegir séu reknir á forsendum sjálfbærni. Hvað sem segja má um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, þá hefur það einmitt leitt þá atvinnugrein út úr þessum farvegi, þar sem duldir styrkir voru áður veittir í formi gengisfellinga. ESB er hinsvegar enn með mjög viðamikið styrkjakerfi í sjávarútvegi. Spurningar varðandi breytingar á íslenska landbúnaðarkerfinu hljóta því að verulegum hluta snúast um að auka sjálfbærni í greininni, bændum og allri þjóðinni til hagsbóta. /HKr. Framþróun LOKAORÐIN Að loknu búnaðarþingi Vel heppnuðu Búnaðarþingi 2014 er lokið. Setningarathöfn var að þessu sinni með nýju sniði. Hún fór fram í Hörpu samhliða matarmarkaði Búrsins og lokakeppni Food & fun. Að auki kynntu nokkrir þjónustuaðilar landbúnaðarins starfsemi sína. Óhætt er að segja að þessi nýbreytni hafi gefist vel. 21 þúsund manns komu í Hörpuna á setningardaginn sem er ein mesta aðsókn í húsið á einum degi hingað til. Við setninguna var minnt á þýðingu fjölskyldubúsins í íslenskum landbúnaði enda árið 2014 helgað því hjá Sameinuðu þjóðunum. Áhersla var lögð á mikilvægi íslensks landbúnaðar í stóru og smáu, ekki síst í samhengi við þann aukna ferðamannafjölda sem til Íslands streymir. Íslenskur landbúnaður, búseta á landsbyggðinni og þjónusta við ferðamenn sem sækja landið heim, hlyti alltaf að fara saman. Erlendir ferðamenn sæktust eftir matarupplifun, menningu sveitanna og ferðamennsku um land allt. Þar væru bændur, sumir hverjir sem rekstraraðilar í ferðaþjónustu, lykilleikendur. Þá var undirstrikað að fjölbreytni í búskaparháttum, framleiðslu og úrvinnslu skiptir máli. Hlúa þyrfti að litlum afurðafyrirtækjum og framleiðslu beint frá býli. Um leið þyrftu einnig að vera til stór og öflug afurðafyrirtæki sem gætu afsett afurðir bænda með hagkvæmum hætti og hefðu styrk til að takast á við sveiflur á markaði. Þá var enn á ný tekið undir með kröfu neytenda um rekjanleika matvæla, innihaldslýsingar og vöruval. Bændasamtökin hefðu sem kunnugt er gert sáttmála um að bæta upprunamerkingar í samvinnu við Samtök atvinnulífsins og Neytendasamtökin. Það væri mikilvægt skref í átt til þess að uppfylla þessar kröfur. Megináherslan var þó á sóknarfæri landbúnaðarins. Tækifærin væru út um allt, bæði hér heima og erlendis. Til þess að nýta þessi sóknarfæri þyrfti atbeina margra, en sóknarhugur væri í bændum og áherslum stjórnvalda í eflingu matvælaframleiðslu var fagnað. Neytendur ættu um leið þakkir skildar fyrir hvatningu og tryggð við íslenskar landbúnaðarafurðir. Ráðherra kom víða við Í ræðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var einnig sóknarhugur. Ráðherra taldi skynsamlegt að auka matvælaframleiðslu á Íslandi og auka útflutning. Hann sagðist myndu leggja sín lóð á vogarskálarnar til að svo mætti verða. Breytingar yrðu vafalaust á starfsumhverfi bænda en hann myndi leitast við að þær yrðu bændum til framdráttar, en ekki fjötur um fót. Fram kom jafnframt að hann teldi rétt að opna á frekari innflutning á landbúnaðarafurðum í skiptum fyrir aðgang að erlendum mörkuðum fyrir íslenskar landbúnaðarvörur. Hann sagðist ekki óttast breytingar, heldur kyrrstöðu og hnignun. Ráðherra sagði ennfremur að íslenska landbúnaðarkerfið hefði það markmið að vernda og styðja við innlenda búvöruframleiðslu og stuðla að blómlegum byggðum í sveitum landsins. En það hefði líka það markmið að tryggja íslenskum neytendum gæðavörur á samkeppnishæfu verði. Tollverndin væri öflugt tæki til að styðja við okkar góðu framleiðslu en við ákveðnar aðstæður getur hún verkað letjandi á samkeppnishæfni búgreina og einangrað þær of mikið frá hinum alþjóðlega markaði. Ástæða væri til að hugsa stuðning við bændur upp á nýtt. Það væri þjóðhagslega hagkvæmt að hafa allt landið í byggð; og þjóðhagslega hagkvæmt að flytja út mat, ef viðunandi verð fengist fyrir hann. Lykilatriði væri að búið væri sem víðast, ekki síst nú þegar fjölgun ferðamanna er sem aldrei fyrr. Yfirgefnir bæir væru ekki sveitarprýði, miklu frekar sóun á hugsanlegu „framleiðslutæki“. Í ráðuneytinu væri unnið að því að greina tollamál landbúnaðarvara í heild sinni, bæði í innflutningi og útflutningi. Starfshópur hefði þegar verið skipaður og er ráðgert að hann skili niðurstöðu í haust. Vonast væri til að með þá niðurstöðu í höndunum sæum við hvernig tollvernd hefur þróast á undanförnum árum og ekki síður hvar íslenskur landbúnaður á hugsanlega sóknarfæri. Fram kom einnig að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefði fallist á að gera úttekt á íslenska landbúnaðarkerfinu og ætti sú sinna að geta hafist nú í vor. Þá væri einnig að hefjast vinna við setja saman starfshóp sem á að móta tillögur um hvernig auka megi matvælaframleiðslu á Íslandi, eins og getið er um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna. Af ræðu ráðherrans má ráða að margt er til skoðunar á hans borði sem snertir málefni landbúnaðarins. Áhugavert verður að fylgjast með þróun þeirra verkefna og bændur eru sem fyrr ávallt tilbúnir til viðræðna um hvernig starfsskilyrðum greinarinnar verður best fyrir komið. Horfum til framtíðar Margar af niðurstöðum búnaðar- þingsins horfa einmitt til framtíðar og þeirra breytinga sem í vændum eru. Í ályktun um starfskilyrði landbúnaðarins leggur þingið áherslu á að hafin verði undirbúningsvinna vegna gerðar nýrra búvörusamninga, með það að markmiði að efla samkeppnishæfni, nýta sóknarfæri og treysta afkomu bænda. Þingið telur mikilvægt að fyrirkomulag tolla verði hluti af samningum, enda eru þeir ein af grunnstoðum þess að tryggja rekstraröryggi landbúnaðarins. Samhliða var álykta um að vinna ætti að langtímastefnumótun í landbúnaði og halda áfram starfi við endurskipulagingu félagskerfis bænda. Þingið samþykkti talsverðar breytingar á samþykktum Bændasamtaka Íslands þar sem skipulag samtakanna er einfaldað og kjörtímabil stjórnar og búnaðarþingsfulltrúa er stytt úr þremur árum í eitt. Þær breytingar taka gildi að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Þingið áréttaði einnig að tryggja þyrfti sjálfstæði landbúnaðarháskóla og ítrekaði stefnu fyrri þinga um andstöðu við aðild að ESB og innflutning á hráu kjöti Þá var fjallað um grunnþjónustu í dreifbýli, eflingu lífrænnar framleiðslu og margt fleira. Stjórn Bændasamtakanna mun hafa næg verkefni við að vinna úr samþykktum þingsins á næstu vikum og mánuðum mestu skiptir að nýta þau tækifæri sem við höfum og sækja fram fyrir íslenskan landbúnað. Það er og verður meginmarkmiðið. /SSS Undanfarnar vikur hafa félagar í Ungmennafélagi Reykdæla í Borgarfirði æft revíuna ,,Ert´ekk´að djóka (elskan mín)?“, eftir Bjartmar Hannesson, kúabónda og söngvaskáld frá Norðurreykjum í Hálsasveit. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Revían gerist að miklu leyti á ferðaþjónustubænum Efri –Bæ, þar sem sjaldnast er einhver lognmolla. Einnig er litið við í fjósinu á Neðri-Bæ þar sem maður frá eftirlitsstofnun kemur og lítur á svæðið. Í revíunni er farið vel í gegnum ævafornar asískar aðferðir til eflingar andlegs þroska og til styrktar huga og líkama. Franskur kokkur kennir pottþétta aðferð til að útbúa rauðvínssósu, ,,bara nógu mikið rauðvín“. Fornleifagröfur í Reykholti, rauðir varðliðar og vellauðugur kínverji koma við sögu ásamt sérlegum sendiboða páfans í Róm. Þetta er þriðja verkið sem Bjartmar semur fyrir Ungmennafélag Reykdæla á nokkrum árum. Árið 2009 samdi hann söngleikinn,,Töðugjaldaballið“ (sendu mér sms) og var það sýnt við góðar undirtektir í Logalandi, vorið 2011 var svo sett upp revían,,Ekki trúa öllu sem þú heyrir“ og nú er það eins og áður segir ,,Ert´ekk´að djóka (elskan mín)?“ Næstu sýningar: 2. sýning sunnudaginn 9. mars. 3. sýning fimmtudaginn 13. mars. 4. Sýning föstudaginn 14. mars. 5. Sýning laugardaginn 15. mars. Allar sýningarnar hefjast kl. 20.30. Miðapantanir í síma 699-7938 eftir kl. 16:00 eða í tölvupósti á netfangið tota@vesturland.is Revían ,,Ert´ekk´að djóka (elskan mín)?“ – frumsýnd í Logalandi í Borgarfirði föstudaginn 7. mars klukkan 20.30Stöngin inn er bráðskemmtilegt nýtt verk eftir Guðmund Ólafsson leikara. Stöngin inn var frumsýnd í fyrsta sinn fyrir ári hjá sameiginlegu leikfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og hlaut á síðasta ári verðlaun sem athyglisverðasta leiksýning áhugaleikfélaganna og var í kjölfarið sýnd i Þjóðleikhúsinu. „Leikritið vísar í forngríska gamanleikinn Lýsiströtu þar sem konurnar reyna að fá karlana til að láta af stríðsrekstri með því að setja þá í kynlífsbann, en hér eru það konurnar í litlu bæjarfélagi sem freista þess að fá karlana til að sýna sér meiri athygli, og hætta að horfa á fótbolta í tíma og ótíma, með kynsvelti. Hugmyndin virkar þrælvel og er vel heppnað og gamansamt innlegg í umræðuna um samskipti kynjanna.“ (úr umsögn dómnefndar um verkið) Leikarar á sviðinu eru sextán talsins en alls koma yfir þrjátíu manns að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Samlestur hófst í byrjun desember. Falleg og fjörug Abbalög leika stórt hlutverk og var leikhópurinn við stífar söngæfingar hjá Theodóru Þorsteinsdóttur í Tónlistarskóla Borgarfjarðar í janúar. Í febrúar tóku við sviðsæfingar í Lyngbrekku undir leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar leikstjóra sem hlotið hefur frábæra dóma fyrir leiksýningar sem hann hefur stýrt á undanförnum árum. Birna Hafstein stýrir dansatriðum. Kaffiveitingar verða til sölu á sýningum en þar er enginn posi. Miðapantanir eru í síma 846 2293. Almennt miðaverð er kr. 2.500. Stöngin inn í Lyngbrekku

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.