Bændablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014 Vélabásinn liklegur@internet.is Hjörtur L. Jónsson Nýr Hyundai Santa Fe: Áreiðanlegur jepplingur með fimm ára ábyrgð Í nokkur ár hefur Hyundai getað státað sig af því að vera með lægstu bilanatíðni og góða endingu bílaframleiðanda samkvæmt erlendum vefmiðlum. Fyrri árgerðir hafa reynst lögreglunni á landsbyggðinni það vel að nánast eingöngu eru notaðir Hyundai Santa Fe bílar hjá lögregluembættum út á landi. Í nýjustu línunni af Santa Fe eru þrjár tegundir, Comfort, Style og Premium. Ég bauð konunni og tengdaforeldrunum í bíltúr á Hyundai Santa Fe Style um hinn dæmigerða Þingvallahring síðastliðin konudag, með smá útidúrum. Kraftmikill og hlaðin aukabúnaði Vélin er 2,2 lítra diselvél og á að skila 197 hestöflum. Þrátt fyrir að vélin sé svona stór og kraftmikil er hún eyðslugrönn, en uppgefin eyðsla er í blönduðum akstri við bestu aðstæður 6,6 lítrar á hundraðið. Samkvæmt aksturstölvu bílsins var ég að eyða 7,2 á hundraðið eftir um 179 km akstur og vorum við fjögur í bílnum, hitinn við frostmark og meðalhraðinn 57 km á klukkustund í bíltúr sem tók þrjá klukkutíma og tuttugu mínútur. Style er útbúin með GPS staðsetningarkerfi með íslensku vegakorti í mælaborði (persónulega hef ég ekki sérlega mikil not fyrir svoleiðis þar sem að ég tel mig rata þangað sem ég þarf að fara). Fyrir þá sem hugsanlega þyrftu á þessu að halda þá er hægt að stimpla inn ákvörðunarstað og á ensku leiðir GPS tækið mann að áfangastað. Þegar þangað er komið og maður bakkar í stæði þá dettur vegakortið út og á skjánum birtist útsýnið fyrir aftan bílinn í bakkmyndavélinni, Auk bakkmyndavélar er bíllinn með bakkskynjara sem eru mátulega næmir (í sumum bílum eru þessir skynjarar það leiðinlega næmir að með tímanum er mönnum gjarnt að hunsa skynjarana). Mikið pláss og gott rými fyrir farþega Það fyrsta sem ég tók eftir var hversu allt rými og pláss var allt gott þó sérstaklega fyrir fætur. Sætin þægileg og fara afar vel með mann í langkeyrslum. Sætishitari með þrem mismunandi hitastillingum er í framsætum. Farþegasætin afturí bílnum er hægt að færa fram og aftur, en frekar fáir jepplingar bjóða upp á svoleiðis þægindi, en fótapláss fyrir framan aftursætin er einstaklega gott. Vel hljóðeynangraður undirvagn og lítið malarvegahljóð Af Lyngdalsheiðarveginum liggur vegslóði að Stóra-Dímon sem vélsleðamenn nota til að komast í snjó ( grófur og holóttur). Þennan slóða ók ég til að prófa fjöðrun sem er mjög góð.Það kom þó á óvart hversu lítið malarhljóð var inni í bílnum þrátt fyrir að bíllinn væri á grófum og mjúkum vetrardekkjum sem hirtu upp grjótið og spýttu því upp undir bílinn. Við Stóra-Dímon var nýskafin snjór í hjólförunum og reyndi ég bílinn þar í brekkunni upp á Barmahraunið. Í fyrstu tilraun stoppaði bíllinn fljótlega, en í næstu ferð var spólvörnin tekin af og öllum hjólum læst. Þá fór hann nokkru lengra, eða þar til að endarnir á afturdempurunum voru farnir að virka eins og bremsa í snjónum. Einhver þægilegasti bíll sem ég hef keyrt Hyundai Santa Fe er útbúin eins og margir nýjir bílar með dagljósin sem led ljós bara í framstuðara en engin afturljós (persónulega finnst mér þetta flott, en ég vil líka fá afturljós). Vissulega er þetta orkusparnaður, en frá 1986 hefur verið ljósaskylda í umferð hér á landi og er fólk farið að venjast þessu að ljós séu bæði að framan og aftan. Þessi nýji led- ljósabúnaður er bara að framan og því engin afturljós. Töluvert er um að fólk sem er með þennan búnað gleymi að kveikja ljós þegar farið er að rökkva og er þá allveg ljóslaust að aftan og getur verið varasamt. Að lokinni prófun verð ég að segja það að fáir jepplingar sem ég hef keyrt eru jafn þægilegir til aksturs og fara vel með mann. Miðað við verð og þægindi og áræðanleika mæli ég hiklaust með Santa Fe sem er með fimm ára ábyrgð og lægstu bilanatíðni allra bíla. Hyundai Santa Fe. Myndir / HLJ Ágætur í snjó þangað til að demparaendarnir að aftan fóru að virka sem bremsa GPS leiðsögukerfið kemur sér örugglega vel fyrir marga. Þegar sett er í bakkgír, kviknar á bakkmyndavélinni Lengd: 4.690 mm Hæð 1.690 mm Breidd: 1.880 mm Þyngd: 1.807 kg Comfort er ódýrastur 7.450.000 Style (eins og ég prófaði) 8.150.000 Premium kostar frá 8.750.000 Hægt er að færa fram og aftur farþegasætin aftur í bílnum. Led ljósin að framan geta logað án þess að nokkur afturljós séu á bílnum sem er viss ókostur gagnvart umferðaröryggi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.