Bændablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014
Nokkur umræða hefur verið í
þjóðfélaginu og fjölmiðlum að
undanförnu um skort á íslenskum
lífrænt vottuðum kjúklingi á
markaði. Þessi skortur komst
einnig í umræðuna í tengslum
við fyrirhugað bann við notkun
á sveppamassa í lífrænt vottaðri
ræktun, þar sem hann er
samsettur að hluta til úr driti sem
fellur til við almennt hænsnaeldi.
Fáein lífrænt vottuð landnáms-
hænsnabú eru rekin á landinu en þau
eru afar smá og kjötafurðir frá þeim
ekki á almennum markaði. En hvers
vegna eru ekki rekin lífrænt vottuð
kjúklingabú á Íslandi þegar eitt og
annað virðist kalla á þau; ekki
síst neytendur? Innfluttir lífrænt
vottaðir kjúklingar hafa nú um
nokkurt skeið fengist í einhverjum
verslunum á Íslandi.
Ýmislegt óljóst um
forsendur og skilyrði
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson hefur
verið ráðunautur Bændasamtaka
Íslands í lífrænni ræktun síðastliðin
20 ár. „Allra síðustu árin hefur
markaður fyrir flest lífrænt
vottuð matvæli aukist og hafa
Samtök lífrænna neytenda, sem
voru stofnuð fyrir þremur árum,
meðal annars skorað á bændur að
auka bæði magn og fjölbreytni á
markaði. Sem ráðunautur hef ég
reyndar gert það um langt árabil,
síðast í Bændablaðinu í vetur
— og þá með áherslu á mjólk og
kjúklingakjöt. Það liggur fyrir að
verið er að flytja inn lífrænt vottað
hænsnafóður frá Danmörku og í
fyrra hófst innflutningur lífrænt
vottaðra kjúklinga frá sama landi.
Nokkrir aðilar hafa haft samband
við mig á seinni árum, en þó
mest síðustu vikurnar, varðandi
möguleika á lífrænni eða vistvænni
kjúklinga- og eggjaframleiðslu.
Vottunarstofan Tún getur vottað
lífrænt kjúklingaeldi samkvæmt
eigin reglum sem eru í samræmi
við Evrópureglur um lífræna
framleiðslu.
Ég hef rætt þessi mál í atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytinu og mælt
með því að skrefið sé stigið til fulls;
farið verði að undirbúa framleiðslu
lífrænt vottaðra kjúklinga að kröfu
markaðarins. Þá hef ég beðið
Vottunarstofuna Tún að skoða
slíkt eldi með tilliti til vottunar
á húsakosti, aðbúnaði og fleira.
Ég hef kynnt mér sjónarmið
kjúklingabænda og rætt við ýmsa
um helstu vandamál sem þarf að
leysa ef af slíku eldi yrði og er þá
miðað við að hægt sé að fá nægilega
mikið lífrænt vottað fóður af réttum
gæðum. Fyrir það fyrsta þarf að
huga vel að sjúkdómavörnum,
sérstaklega ef gerðar eru kröfur
til útivistar — en ég hef ekki
fengið svör frá Vottunarstofunni
Túni hvað það varðar. Hugsanlega
þarf að útvega kjúklingakyn sem
hentar og er viðurkennt til lífrænnar
framleiðslu. Loks þarf að vera
slátrunaraðstaða fyrir kjúklinga
með lífræna vottun.
Innflutning á nýjum stofni yrði
á félagslegum grunni
Ólafur segir að komi til
innflutnings eggja, til að innleiða
nýjan kjúklingastofn til lífrænnar
framleiðslu, þyrfti slíkt framtak
sennilega að vera á félagslegum
grunni, líkt og um annan innflutning
hænsnfugla. „Kostnaður gæti orðið
verulegur en á móti vegur að hér
er að myndast framtíðarmarkaður
sem þarf að sinna strax. Að öðrum
kosti verða gerðar auknar kröfur um
innflutning á þessu kjöti sem ég tel
afleitan kost — hvernig sem á málið
er litið.
Ég hef spurst fyrir um það hvaða
hænsnakyn eru einkum notuð við
lífræna kjúklingaframleiðslu í
nágrannalöndunum, en því miður
eru ekki komin svör ennþá. Það
er þó ekki hægt að útiloka að nota
þann stofn sem hér er notaður í
hefðbundinni framleiðslu, því
það hefur aldrei verið reynt hér.
Einnig má velta fyrir sér að gerð
verði athugun á lífrænu eldi hana
af stofni landnámshænsna en
slík hænsni eru nokkuð notuð við
lífræna eggjaframleiðslu. Þar væri að
sjálfsögðu um rýrari skrokka að ræða,
sennilega dekkra kjöt, en hugsanlega
bragðgott og gæti fallið að smekk
einhverra neytenda að minnsta kosti.
Þá gætu landnámshænsnin reynst
þolnari gegn sjúkdómum sem kunna
að tengjast útivist.“
Fjárvana stuðningskerfi
til aðlögunar
„Ég tel mikilvægt að bæði
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
(RML) og Landbúnaðarháskóli
Íslands (LbhÍ) komi að þessum
málum án tafar. Nú þegar er
ljóst að forráðamenn RML vilja
huga að leiðbeiningum vegna
slíkrar framleiðslu en ekki er ljóst
hvort LbhÍ er reiðubúinn að sinna
rannsóknum í þágu lífræns búskapar
með markvissari hætti en verið hefur
til þessa. Það væri samt til mikilla
bóta ef hægt væri að fara af stað með
einfaldar eldistilraunir í samvinnu
við áhugasama kjúklingabændur
eða nýliða sem vilja hasla sér völl í
lífrænni kjúklingaframleiðslu,“ segir
Ólafur og bætir því við að það sé
bagalegt að aðlögunarstuðningskerfið
sem tók gildi 2011 — og gerir m.a.
ráð fyrir stuðningi við lífræna
kjúklingarækt — sé fjárvana, þannig
að ekki sé hægt að taka inn nýja
framleiðendur.
Ólafur segir að skortur á lífrænt
vottuðum landbúnaðarvörum á
íslenskum búvörumarkaði hafi komið
til umræðu á nýliðnu búnaðarþingi og
ljóst sé að skoða þurfi vandlega stöðu
mála og undirbúa stefnubreytingu í
landbúnaðarkerfinu til að gera lífræna
framleiðslu hærra undir höfði en
hingað til. „Þar með þarf að móta
stefnu varðandi ræktun erfðabreyttra
nytjajurta en dreifing þeirra, svo sem
byggs, í íslensku akurlendi, er vísasta
leið til að koma í veg fyrir eðlilega
eflingu lífræns landbúnaðar hér á
landi. Reikna má með að farið verði
að gera ákveðnari kröfur um að hafin
verði framleiðslu á lífrænt vottuðu
svínakjöti og lífrænt vottuðum
eggjum, en þau eru reyndar framleidd
í mjög smáum stíl hér á landi.
Það er brýnt að svara eftirspurn frá
neytendum um íslenska lífrænt vottaða
kjúklinga og sömuleiðis að veita þeim
stuðning sem áhugasamir kunna að
vera um slíkt eldi. Aukaafurð slíks
eldis er hænsnadrit, sem er verðmætur
og eftirsóttur áburður til lífrænnar
ræktunar og getur sem slíkur verið
mikilvægur í heildaruppbyggingu
á lífrænt vottuðum landbúnaði í
landinu.“ /smh
Af hverju er ekki lífrænt vottað kjúklingaeldi á Íslandi?
Ýmislegt óljóst um forsendur og skilyrði slíks eldis
– ráðunautur í lífrænni ræktun hefur orðið var við nokkurn áhuga á lífrænt vottuðu kjúklingaeldi á síðustu vikum
Á Sólheimum er rekið stærsta lífrænt vottaða landnámshænsnabúið á Íslandi. Kjötið af hönum sem til falla er ekki
nýtt á almennan markaði. Mynd / smh
Kanína ehf. á Syðri-Kárastöðum
á Vatnsnesi var með bás
matarmarkaðnum í Hörpunni.
Hugmyndin á bak við stofnun
þessa fyrirtækis er að rækta
kanínur til kjötvinnslu á Íslandi.
Hingað til hafa kanínur á Íslandi
helst verið ræktaðar vegna
skinna og ullar. Að markaðsetja
kanínukjöt bæði til veitingastaða
og beint til neytenda er ný
hugmynd sem Birgit Kositzke,
á heiðurinn að. Hún hefur verið
búsett í Húnaþingi vestra síðan
2007 og unnið þar að þróun
hugmyndarinnar síðan. Fyrsta
kjötframleisla fyrirtækisins er
vænanleg á markað fyrir næstu
jól.
Komin með 60 kanínur
og 50 unga
Birgit Kositzke segir að nú sé
búið að veita sláturhúsinu á
Hvammstanga leyfi til að slátra
kanínum og þar með hafi stórt skref
verið stigið í að gera þennan draum
að veruleika.
„Ég byrjaði bara með fjórar
kanínur fyrir tveim árum og þær
hafa verið duglegar að fjölga sér.
Nú eru þær orðnar rúmlega 60. Í
janúar fæddust svo um 50 ungar og
það lofar góðu um að ég geti komið
með kanínukjöt á markaðinn fyrir
næstu jól.“
Mikil skyldleikaræktun þykir
yfirleitt ekki heppileg í búskap og því
hefur Birgit íhugað að flytja inn lífdýr
til að kynbæta stofninn og rækta upp
öflugri kjötframleiðslustofn.
„Ég er eingöngu með íslenskar
kanínur enn sem komið og
Matvælastofnun hefur ekki enn
gefi leyfi fyrir innflutningi á lifandi
kanínum,“ segir Margit.
„Ég hef líka verið að velta fyrir
mér að flytja inn sæði, en til þess þarf
líka að fá tilskilin leyfi."
Íslensku kanínurnar stórar en
ekki sérlega frjósamar
„Þetta er þó ekki bráðnauðsynlegt
í bili því ég get notað kanínur sem
til eru á Íslandi. Þetta er stórvaxið
kyn, en er samt ekki sérlega frjósamt.
Markmiðið í framtíðinni er því að
kynbæta stofninn. Úti í Evrópu hafa
kanínur verið sérstaklega ræktaðar
upp í þessu skini í mörg hundruð ár.
Þær gefa bæði af sér mikið kjöt og
eru mjög frjósamar.
Mér finnst samt ákveðinn kostur
við þessar íslensku kanínur sem ég er
með núna. Þær eru t.d. mjög fallegar
og fjölbreyttar að lit, en ræktaðar
kjötkanínur eru yfirleitt einlitar.“
/HKr.
Kanína ehf. á Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi:
Hyggst kynna Íslendingum
kanínukjöt fyrir næstu jól
Katarina Ruppel, stjórnarmaður í Kanínu ehf., Birgit Kositzke stofnandi og aðaleigandi fyrirtækisins og Sunna María
kynntu framtíðaráform Kanínu ehf. á Syðri-Kárastöðum. Þær hyggjast koma með kanínukjöt á íslenskan markað
fyrir næstu jól. Mynd – HKr.