Bændablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014
Miðskersbúið í Hornafirði er rekið af hjónunum Sævari Kristni Jónssyni og Bjarneyju Pálínu Benediktsdóttur:
Vistvænn rekstur að hætti gömlu norrænu fjölskyldubúanna
Jörðin Miðsker í Hornafirði er
um það bil í 10 km fjarlægð frá
Höfn til norðurs. Miðsker er ein af
mörgum jörðum sem byggðist út úr
hinu forna höfuðbóli og prestsetri,
Bjarnanesi. Miðskersbúið eins og
það er nú, hefur þróast frá árinu
1990, er núverandi eigendur,
Bjarney Pálína Benediktsdóttir
og Sævar Kristinn Jónsson,
keyptu býlið og settust þar að
árið 1990. Þau hjón voru með bás
á matarmarkaðnum í Hörpu um
helgina og kynntu þar borgarbúum
vörur sínar í fyrsta sinn.
Miðskersbúið er blandað bú
sem framleiðir um 150 tonn á ári af
kartöflum. Þá er á bænum rekið lítið
svínabú með 10 gyltum, auk þess
sem þau eru með 60 kindur á fóðrum,
nokkur hross, landnámshænsni og
önnur heimilisdýr.
Þau Bjarney Pálína og Sævar
Kristinn pakka og selja kartöflurnar
á eigin vegum og byggðu litla
kjötvinnslu, þar sem kjöt frá búinu
er unnið og selt í auknum mæli.
Með sjálfbærni að leiðarljósi
Búið er byggt upp með með sjálfbærni
að leiðarljósi, bæði vistfræðilega og
fjárhagslega. Svínabúið er starfrækt
samkvæmt reglugerð um vistvæna
svínarækt og hefur verið það frá
byrjun, árið 1996. Svínarækt með
þessu sniði er í raun og veru eins
og tíðkaðist í nálægum löndum, þar
sem svínahald var algengt sem hluti
af hefðbundnum fjölskyldubúskap
fram yfir miðja síðustu öld, eða þar
til verksmiðjubúskapur ruddi sér
til rúms. Margir tryggir kaupendur
velja sér svínakjöt frá Miðskeri vegna
gæða kjötsins, sem þykir meyrt og
bragðgott. Þá er kjöt frá búinu selt
er án aukaefna.
Ekkert stress í svínunum
Svínin eru alin við vistvænar
aðstæður. Þau eru alin á heimaræktuðu
korni og kartöflum, með fóðri frá
Fóðurblöndunni. Gylturnar ganga
lausar í rúmgóðum stíum og dýrin
fá ríflega af hálmi og heyi inn í
stíurnar tvisvar á dag. Það er mjög
þýðingarmikið að mati Sævars þar
sem það eykur vellíðan dýranna,
dregur úr stressi þannig að ekki verið
þörf á að halaklippa þau. Hann segir
að allt þetta auki svo gæði kjötsins.
„Reksturinn gengur bara
ágætlega,“ sagði Sævar. „Aðalbú-
greinin er kartöflrækt. Svo erum við
með svínaræktina þar til hliðar, en
þetta er minnsta svínabú landsins
með 10 gyltur. Við vinnum kjötið
sjálf og seljum um helminginn af
framleiðslunni beint til neytenda.
Við köllum þetta vistvæna
svínarækt, enda styðjumst við
algjörlega við reglugerð þar um í
okkar rekstri.
Dýrin lifa á fjölbreyttu fóðri. Við
gefum þeim karöflur eins og tök eru
á og ræktum bygg til að gefa þeim,
eða um 20-30% af því sem til þarf.
Svo kaupum við það korn sem upp á
vantar. Þau ganga auðvitað ekki alltaf
laus úti, en við flytjum náttúruna inn
til svínanna og þeim líður vel,“ segir
Sævar.
-Hafið þið áður verið með
kynningu á ykkar vörum í Reykjavík?
„Nei, þetta er í fyrsta skiptið
sem við erum með kynningu hér í
Reykjavík. Þetta eru því heilmikil
tímamót í okkar starfsemi og langt að
fara með vörurnar. Við ákváðum samt
að prófa þetta.“
Bjarney Pálína, sem notar reyndar
helst millinafnið, segir að tími hafi verið
til kominn að kynna Miðskersbúið
frekar og þá ekki síst með því að
komast loksins í Bændablaðið!
Stuðningur Matís hefur reynst
afskaplega vel
Pálína segir að upphafið að
kjötvinnslu þeirra í Miðskeri hafi
verið undir handleiðslu Matís á Höfn
í Hornafirði. Sævar tekur undir það
og segir að starfsemi Matís hafi
reynst þeim afskaplega vel.
„Við hefðum aldrei komist
þangað sem við erum nú án þess að
njóta aðstoðar Matís. Við fengum
námskeið í kjötskurði, reykingu og
öllu mögulegu. Þá hjálpuðu þeir
okkur við að útvega nauðsynleg leyfi
til framleiðslunnar og það var okkur
mjög mikils virði.“
Voru sólarmegin í fyrrasumar
Kartöflurækt er eins og fyrr segir
aðalbúgrein á bænum. Sævar segir
að þó kartöflubændur á Suðurlandi
og víðar hafi mátt búa við mikla
erfiðleika síðasta sumar vegna
bleytu, þá hafi það ekki verið
vandamál í Miðskeri.
„Við vorum sólarmegin í
fyrrasumar. Þá var mjög mikil sala
alveg frá því uppskerutíminn hófst
og nú erum við búin að selja alla
framleiðsluna. Eftirspurnin var svo
mikil í fyrrasumar að við þurftum
meira að segja að taka talsvert
upp áður en kartöflurnar voru
fullsprotnar,“ sagði Sævar.
/HKr.
Sævar Kristinn Jónsson og Bjarney Pálína Benediktsdóttir bændur á
Mynd / HKr
Svínin á Miðskersbúinu eru alin við vistvænar aðstæður og eru alveg laus
Mynd / Miðskersbúið
Draupnisgata 6
603 Akureyri
Sími 535 3526
www.kraftvelar.is
kraftvelar@kraftvelar.is
Dalvegur 6-8
201 Kópavogur
Sími 535 3500
www.kraftvelar.is
kraftvelar@kraftvelar.is
Kraftvélar á Akureyri
Kraftvélar hafa opnað útibú að Draupnisgötu 6 á
Akureyri þar sem við útvegum m.a. varahluti í allar
tegundir vinnuvéla, lyftara og landbúnaðartækja.
AGRICULTURE
D
RA
U
PN
IS
G
A
TA