Bændablaðið - 06.03.2014, Side 42

Bændablaðið - 06.03.2014, Side 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. mars 2014 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Nautasteik og hægelduð gæs á góu Nú er þorrinn liðinn með öllum sínum súrmat og blótveislum. Til þess að jafna sýrustigið á ný hjá matgæðingum er tilvalið að fá sér gæsabringu eða nautakjöt. Margir skotveiðimenn eiga örugglega ennþá nóg af bringum í frystikistunni frá því í haust! Sú vísa er aldrei of oft kveðin að nota kjöthitamæli við eldun á kjöti. Munið líka að láta kjötið hvíla um stund áður en það er borið á borð eftir að þið takið það úr ofni eða af pönnu. Ef eldunartími er of langur þá þornar kjötið um of. Upplýsingar um viðeigandi kjarnahita má finna t.d. á vef Leiðbeiningarmiðstöðvar heimilanna, www.leid beininga- midstod.is. Þar eru eftir farandi upplýsingar um kjarnhita í kjöti eftir tegundum: Nautakjöt - rautt (rare) = 55-60° Nautakjöt - meðal steikt (medium) = 60-65° Nautakjöt - gegnsteikt (well done) = 65-68° Hreindýrakjöt - rautt (rare) 55-60° Hreindýrakjöt - meðal (medium) 60-65° Hreindýrakjöt - gegnsteikt = 65-68° Kálfakjöt – rautt (rare) = 58-60° Kálfakjöt – meðal (medium) = 60-65° Kálfakjöt – gegnsteikt (well done) = 65-68° Lambakjöt - meðal steikt (medium) = 70° Lambakjöt - gegnsteikt (well done) = 75° Hangikjöt - vel soðið = 68°-70° Svínakjöt - meðal steikt (medium) = 65° Svínakjöt - gegnsteikt (well done) = 75° Kalkúnabrjóst – gegnsteikt = 70° Kalkúnn heill - 68-70° Hægelduð gæsabringa með sætu balsamik og bláberjum › 120 g sykur › 50 ml balsamik-edik › graslaukur › 100 g smjör › 150 g bláber › 4 stk. hreinsaðar gæsabringur um 180-200 g stykkið › 4 hvítlauksgeirar › timian › 80 ml ólífuolía › Svartur og hvítur pipar Bræðið sykurinn í potti við vægan hita þangað til hann er orðinn ljósbrúnn. Setjið bláberin í pottinn og eldið í sykrinum í 10 mínútur. Þar næst er smjörinu og balsamiki bætt út í, eldað í 20 mínútur til viðbótar og smakkað til með sjávarsalti og hvítum pipar úr kvörn. Setjið gæsabringurnar inn í 80 gráðu heitan ofninn í 60 mínútur, takið þær út úr ofninum og setjið á heita pönnu með olíu. Brúnið gæsina á annarri hliðinni og setjið svo balsamikblönduna og hvítlaukinn á pönnuna ásamt smjörinu. Látið það freyða og ausið yfir bringuna á meðan. Kryddið til með sjávarsalti og svörtum pipar úr kvörn. Nautasteik › 1,5 kg nautainnanlæri (f. um 6 manns) › 1 msk. rósapipar › 1 msk. nýmalaður pipar › 2 msk. Maldon sjávarsalt › 1 grein rósmarín › 1 stk. heill hvítlaukur › 4 msk. ólífuolía Brúnið innanlærisvöðva í ólífuolíu á pönnu eða í potti, á öllum hliðum, við rjúkandi hita. Kryddið með rósapipar, nýmöluðum pipar og salti. Nuddið rósmaríni og hvítlauk á kjötið eftir steikingu og setjið á Borið fram með steiktum sveppum, rauðlauk, kartöflum, grænmeti og sósu að eigin vali. Þegar eldaðir eru stórir vöðvar er best að nota kjöthitamæli og er kjötið miðlungs steikt þegar mælirinn sýnir stofuhita í 10 mín. Takið kjötið úr ofninum þegar mælirinn sýnir eldunartími við um 30 mín. á kg eða þar til vöðvinn er orðinn stífur viðkomu en ekki harður. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Íris björg Guðbjartsdóttir og Unnsteinn Árnason, núverandi ábúendur á Klúku, keyptu jörðina í rekstri á síðasta ári; fluttu og tóku við búi 1. júli. Býli: Klúka. Staðsett í sveit: Í Miðdal í Tungusveit við Steingrímsfjörð, u.þ.b. 12 km frá Hólmavík. Ábúendur: Í r is Björg Guðbjartsdóttir og Unnsteinn Árnason. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum sex. Á heimilinu eru auk okkar hjónanna Kristófer Birnir 10. bekkjar nemandi við Grunnskólann á Hólmavík og Kristvin Guðni tveggja Heiðrún Una 18 ára sem stundar nám við Verslunarskóla Ísland stundar nám við Borgarholtsskóla í Grafarvogi. Stærð jarðar: Um 300 ha. Gerð bús: Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir: 312 gripir auk Pílu en hún er fjárhundur Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á morgnana er farið í fjárhúsin hálf sjö og gefið á garðann, svo er haldið til vinnu á Hólmavík. Frúin að kenna við Grunnskólann á Hólmavík og herrann starfar hjá Hólmadrangi. Drengirnir fara í skóla og leikskóla. Við komum oftast heim um kl. fimm og þá er farið í húsin á ný. Þá er fleiri verkum sinnt, svo sem umhirða í húsunum, farið út með moð, settar inn rúllur og fleira í þeim dúr. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Okkur finnst þetta allt svo skemmtilegt, hvað á sinn hátt, erum svo fersk og ný í búskapnum. Það má kanski segja að leiðinlegast sé að hafa takmarkaðan tíma til að sinna verkum þar sem önnur vinna kallar líka. Stefnan er að geta minnkað þá vinnu og geta gefið sér þá meiri tíma í búskapinn og allt sem honum fylgir. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Við sjáum fyrir okkur að sauðfjárstofninn stækki eitthvað og það verði vappandi hænur í hlaðvarpanum. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við höfum ekki haft mikið af því að segja ennþá. Eigum eftir að kynnast því betur og móta okkur skoðun. Virðist vera í ágætu lagi það litla sem við höfum séð. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? framtíðar þó að sennilega séu mörg erfið úrlausnarefni framundan. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Ef við pössum upp á hreinleika afurða okkar, ættu að felast tækifæri í að markaðssetja þær. Hvað er alltaf til í ísskápnum? egg og sultur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimagerð föstudagspizza ala mamma með hreinu lambahakki. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin: Þegar féð var tekið á hús í haust í fyrsta sinn í okkar búskap. Klúka

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.