Bændablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. ágúst 2014 Fréttir Endurnýjun véla og tækja: Sala á dráttarvélum að aukast Fyrstu sex mánuði þessa árs er búið að selja 72 nýjar dráttarvélar hér á landi miðað við 55 vélar á sama tíma á seinasta ári og er því um 31% aukning að ræða. Árið 2013 seldust alls 108 nýjar dráttavélar. Endurnýjunarþörf fyr ir dráttarvélar og önnur landbúnaðar- tæki er sambærileg því sem á við um bíla og vinnuvélar og þörfin orðin talsverð. Eðlileg endurnýjun er á bilinu 150 til 250 dráttarvélar á ári en salan heftur verið talsvert undir því frá hruni. 31% aukning fyrstu sex mánuði ársins Oddur Einarsson, framkvæmda- stjóri hjá Þór hf., segir að árið 2009 hafi fjöldi seldra dráttarvéla farið niður í 20 og 26 árið 2010. Fjöldinn hefur smám saman verið að aukast og var 47 vélar 2011. „Miðað við að á síðasta ári hafi heildarsalan verð 108 vélar og aukningin 31% á fyrstu sex mánuðum þessa árs má búast við að heildarsalan fari í 140 til 150 og snerti þannig neðri mörk þess sem eðlilegt getur talist.“ Aflminni vélar en fyrir hrun Að sögn Odds eru dráttarvélarnar sem keyptar hafa verið eftir hrun og til dagsins í dag mikið í kringum 100 til 150 hestöfl að afli sem er nokkru minna en vélarnar sem voru að seljast árin fyrir hrun. „Á þeim árum var algeng að bændur væru að kaupa mikið af stórum og dýrum vélum og uppundir 300 hestöfl að afli og mest fór salan í rúmlega 350 vélar árið 2007.“ Sala á stærri landbúnaðartækjum eykst „Sala á landbúnaðartækjum hefur verið ágæt það sem af er árinu og þá sérstaklega þegar kemur að stærri tækjum eftir talsverða deyfð undanfarin ár, til dæmis rúllubindivélar og rúlluvélasamstæður. Ég held að á salan á þessum vélum í ár sé sú mesta eftir hrun og að nálgast eðlileg mörk. Í hruninu var aftur á móti talsvert af þeim selt úr landi. Hvað sölu á minni vélum eins og snúnings- og rakstravélum varðar þá er hún dræm og eins og menn haldi enn að sér höndunum með endurnýjun á þeim.“ Gamlar vél notaðar sem varahlutir Oddur segir að þrátt fyrir samdrátt í sölu á landbúnaðarvélum eftir hrun hafi sala á varahlutum verið minni en búast hefði mátt við. „Bændum hefur fækkað undanfarin ár og margir keypt notaðar vélar af þeim sem hafa hætt búskap eða öðrum og nýtt þær í varahluti. Við verðum líka varir við að þeir sem eru að kaupa varahluti á annað borð eru að kaupa hluti í mjög gamlar vélar.“ /VH Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Þórs hf., segir sölu á dráttarvélum vera að nálgast það sem geti talist eðlileg neðri mörk eðlilegrar endurnýjunar. Ný brú yfir Múlakvísl Brúargólfið er tveimur metrum hærra en á eldri brúnni Ný brú yfir Múlakvísl var formlega opnuð 6. ágúst síðastliðinn þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra klippti á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Nýja brúin er 162 metra löng eftirspennt bitabrú í sex höfum og 10 metrar að breidd. Nýr vegur er um 2,2 kílómetrar að lengd og er breidd hans átta metrar. Brúargólfið á nýju brúnni er tveimur metrum hærra en á eldri brúnni og lágpunktar eru hafðir í veginum sitthvoru megin brúar til þess að flóð af þeirri stærðargráðu sem varð í júlí 2011 taki ekki af brúna en rjúfi þess í stað veginn. Í austanverðum farveginum ofan brúar voru byggðir um 5,6 kílómetra langir varnargarðar upp með ánni, þar af er 2,5 kílómetra ógrjótvarinn bakgarður með 11 grjótvörðum leiðigörðum. Tilgangur þessara garða er að beina ánni undir brúna og varna miklu jarðvegsrofi. Auk þessa eru tveir grjótvarðir varnargarðar ofar til að verjast rofi á bakkanum, sem er þar allt að 10 metra hár og er eingöngu úr vikri frá Kötlu. Hlaup varð í Múlakvísl undir morgun laugardaginn 9. júlí 2011 og eyðilagði 130 metra langa brú sem byggð var árið 1990 og rauf þar með Hringveginn. Samdægurs var hafist handa við undirbúning að smíði bráðabirgðabrúar, en Vegagerðin á ávallt til reiðu efni í slíkar brýr. Á sjö dögum var byggð 156 metra löng einbreið bráðabirgðabrú. Opnað var fyrir umferð á hádegi laugardaginn 16. júlí. /VH Hæsta tré á Íslandi Eitt sinn ógnaði sandfok byggðinni á Kirkjubæjarklaustri en nú vex þar myndarlegur skógur sem státar af hæsta tré á Íslandi, sitkagreni sem var ríflega 25 metra hátt sumarið 2012. Annað sitkagrenitré í sama skógi er 70 cm svert í brjósthæð manns og inniheldur líklega um tvo rúmmetra af trjáviði. Þetta kemur fram á vef Skógræktar ríkisins, skogur.is. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, fjallar um skóginn á Kirkjubæjarklaustri í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins 2013. Hann rekur stuttlega þá sögu að eitt sinn hafi sandfok ógnað byggðinni og þess vegna hafi Klausturbærinn verið fluttur til árið 1822 og kirkjan 1859. Með merkilegu uppgræðslustarfi á Stjórnarsandi hafi dæminu verið snúið við. Þar var vatni veitt úr ánni Stjórn yfir sandinn til að flýta uppgræðslunni. Á ýmsu gekk við uppgræðsluna þar til mestallur sandurinn var friðaður fyrir beit á 8. áratugnum. Nú er Stjórnarsandur að mestu gróinn og hefur Skógræktarfélagið Mörk ræktað skóg norðan þjóðvegar en sunnan hans er skjólbeltatilraun frá Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá. 25 metra hátt sitkagreni Í grein sinni rekur Hreinn upphaf skógarins til þess að bændur á Kirkjubæjarklaustri girtu af skóglausar og á köflum gróðurlitlar brekkurnar ofan við bæinn. Lengi var þessi skógur einn stærsti einkaskógur á landinu en frá árinu 1966 hefur Skógrækt ríkisins séð um hann. Skógurinn beggja vegna Systrafoss er aðallega vaxinn birki og sitkagreni en einnig má finna reynivið og fleiri reynitegundir, blæösp, stafafuru, elritegundir, garðahlyn, álm, þöll og fleiri sjaldgæfari trjátegundir. Hæsta tréð í skóginum er rúmlega 25 metra hátt sitkagreni, sem fyrr segir. Síðustu árin hefur aðstaða fyrir gesti skógarins verið bætt mjög með stígum, bekkjum og merkingum. Nú er stefnt að því að setja upp nýjan útsýnisstað neðan við Systrafoss til að auka öryggi þeirra fjöldamörgu ferðamanna sem þarna koma ár hvert. /MÞÞ Lengi var skógurinn við Kirkjubæjar- klaustur einn stærsti einkaskógur hér á landi en frá árinu 1966 hefur Skógrækt ríkisins séð um hann. Mynd / Hreinn Óskarsson Alþjóðleg ráðstefna um þjálfunarlífeðlisfræði hesta: Kynnti líkamlegt álag á hross í kynbótasýningum – fulltrúi Hólaskóla meðal þátttakenda Alþjóðleg ráðstefna um þjálfunarlífeðlisfræði hesta (ICEEP = International Conference on Equine Exercise Physiology) fór fram í Chester á Englandi fyrr í sumar. Á ráðstefnuna komu vísindamenn víðsvegar að úr heiminum, s.s. frá Evrópu, Asíu, Norður- og Suður-Ameríku og Ástralíu. Á ráðstefnunni er fjallað um allt það nýjasta á sviði þjálfunarlífeðlisfræðirannsókna á hestum á heimsvísu. Fjögur veggspjöld frá Hólaskóla Guðrún Stefánsdóttir, doktorsnemi í þjálfunarlífeðlisfræði hesta og kennari við Hólaskóla, fór á ráðstefnuna og var með stutta kynningu á rannsóknaniðurstöðum á líkamlegu álagi íslenskra hesta á kynbótasýningum. Fjögur veggspjöld frá Hólaskóla voru á ráðstefnunni, um frumrannsókn á líkamlegri svörun hjá íslenskum hrossum í kynbótasýningu, um fylgni milli merkinga (krossa) við skeið á dómblaði og styrks mjólkursýru í blóðvökva í íslenskum hrossum á kynbótasýningu, um könnun á þjálfun á íslenskum skeiðhrossum og um huglægt mat á vöðvabyggingu hrossa sem eru skeiðþjálfuð og þeirra sem ekki eruð það. Mikill heiður Anna Jansson sem er leiðbeinandi Guðrúnar við doktorsverkefni hennar, var valin í undirbúningsnefnd fyrir næstu ICEEP-ráðstefnu sem verður haldin í Ástralíu árið 2018. Þetta þykir mikill heiður því aðeins fremstu einstaklingar á sviði þjálfunarlífeðlisfræðirannsókna á hestum á heimsvísu komast í þennan undirbúningshóp. Þetta kemur fram á vefsíðu Háskólans á Hólum. /MÞÞ Fjögur veggspjöld frá Hólaskóla voru á ráðstefnunni. Hér má sjá eitt þeirra. Mynd / Háskólinn á Hólum Engin fuglaflensa á Rifi Í maí og júní á þessu ári varð æðarbóndi á Rifi var við aukin dauðsföll meðal æðarfugla á hans svæði. Einnig voru óeðlileg afföll hjá ritum á sama svæði. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun sá Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi ástæðu til að samband við Matvælastofnun vegna þessa máls. Í samræmi við viðbragðsáætlun stofnunarinnar um fuglaflensu og þegar um aukin óútskýrð dauðsföll í villtum fuglum er að ræða voru fjögur æðarfuglahræ send til Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum og rannsökuð með tilliti til fuglaflensu. Á Keldum voru tekin stroksýni úr fuglunum og þau send til greiningar erlendis. Niðurstöður hafa nú borist Matvælastofnun. Ekki greindust fuglaflensuveirur í sýnunum og er fuglaflensa því ekki talin hafa valdið dauða fuglanna. Auk sýnatökunnar voru allir fuglarnir krufðir á Keldum. Í þeim öllum fundust ummerki um blóðsýkingu og gaf krufningin ekki til kynna að um bótulisma væri að ræða. Bótulismi er af völdum bakteríunnar Clostridium botulinum, en erlendis koma af og til upp tilfelli um aukin dauðsföll í villtum fuglum vegna bótulisma. Orsök aukinna dauðsfalla þessara villtu fugla er því enn óþekkt, en Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi er í samstarfi við sérfræðinga í Bandaríkjunum sem rannsaka málið nánar. /VH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.