Bændablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 13
13Bændablaðið | Fimmtudagur 14. ágúst 2014 Landsins mesta úrval af girðingarefni Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar Endursöluaðilar: Varahlutaverslun Björns Lyngási, Pakkhúsið Hellu, Jötunn Selfossi, Baldvin og Þorvaldur Selfossi, KM Þjónustan Búðardal, Vélsmiðjan Þristur Ísafirði. Lynghálsi, Reykjavík Lónsbakka, Akureyri Efstubraut, Blönduósi Sími 540 1125 Sími 540 1150 Sími 540 1155Sími 540 1100 lifland@lifland.is www.lifland.is Þræðir og borðar RafgirðingaspennarJarðleiðslur Þráðspólur Staurar, net, gaddavír og þanvír Umsjón með ú t h l u t u n s tyrkja t i l þróunarverkefna í sauðfjárrækt og nautgriparækt verða flutt frá Bændasamtökum Íslands til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Er þetta hluti af tilfærslu stjórnsýsluverkefna l a n d b ú n a ð a r m á l a f r á Bændasamtökunum t i l ríkisins með hliðsjón af áliti Ríkisendurskoðunar varðandi útvistun slíkra verkefna. Framleiðnisjóður mun því framvegis auglýsa eftir umsóknum um styrkina. Fagráð í sauðfjárrækt og nautgriparækt munu eftir sem áður veita umsögn um þær umsóknir sem berast. Eftirleiðis þarf að skila öllum skýrslum til Framleiðnisjóðs. Umsýsla með verkefnum sem eru yfirstandandi mun einnig flytjast til sjóðsins og ber því að hafa samband við hann vegna þeirra. /fr Framleiðnisjóður tekur við þróunarverkefnum Sauðfjárskoðun 2014: Pantið tímanlega Sauðfjárbændur er minntir á að panta lambaskoðanir tímanlega, því það auðveldar alla skipulagsvinnu. Nú styttist í 15. ágúst, en pantanir sem berast fyrir þann tíma eru forgangspantanir og út frá þeim verða frumdrög að skipulagi haustsins unnin. Þegar hafa borist vel á annað hundrað pantanir. Hægt er að panta í gegnum heimasíðuna, www.rml.is, eða hafa samband símleiðis í númerið 516-5000. Á heimasíðunni má finna upplýsingar um gjaldskrá og fleira. Tímagjaldið er 5.000 kr. pr. ráðunaut og komugjald er kr. 5.000. Skoðunartímabilið er frá 1. september til 17. október. /RML Kvótamarkaður 1. september Með breytingu á reglugerð um markaðsfyrirkomulagi við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum, sem gefin var út með reglugerð 239/2014 hinn 6. mars síðastliðinn, var kvótamarkaðsdögum fjölgað í þrjá. Verður tilboðsmarkaðurinn eftirleiðis haldinn 1. apríl og 1. september fyrir greiðslumark yfirstandandi árs, en 1. nóvember fyrir greiðslumark næsta árs á eftir. Allt frá því að núverandi fyrirkomulagi með greiðslumarksviðskipti var komið á árið 2010 hefur Landssamband kúabænda hvatt til fjölgunar markaðsdaga og gekk það loksins eftir síðastliðið vor. Þeir sem hyggjast eiga viðskipti með greiðslumark þurfa að koma tilboðum um kaup eða sölu, ásamt nauðsynlegum fylgigögnum, til Matvælastofnunar hið fyrsta. Gögnin þurfa að hafa borist til stofnunarinnar eigi síðar en 25. ágúst næstkomandi. /BHB

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.