Bændablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. ágúst 2014 Fréttir Rússar hafa bannað innflutning á kjöti, fiski, ávöxtum, grænmeti, mjólk og mjólkurafurðum frá löndum Evrópusambandsins, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Noregi í eitt ár. Ísland er ekki á bannlista Rússa. Með innflutningsbanninu eru Rússar að sýna tennurnar og ögra Evrópusambandinu, Banda- ríkjunum og fleiri vest rænum ríkjum vegna afskipta þeirra af framgöngu Rússa í Úkraínu. Fyrir skömmu var dóttur- fyrirtæki Aeoroflot bannað að fljúga yfir Evrópu sem hluti af refsi- aðgerðum Evrópusambandsins vegna stuðnings Rússa við uppreisnarmenn í Úkraínu. Rússnesk yfirvöld íhuga að banna flug evrópskra flugfélaga til Asíu yfir lofthelgi Rússlands. Miklir hagsmunir í húfi fyrir ríki ESB Landbúnaðarráðherra Rússlands segir að í stað þess að flytja inn matvæli frá ofangreindum löndum verði meðal annars flutt inn meira af matvælum frá löndum eins og Brasilíu og Nýja-Sjálandi. Bannið mun hafa gríðarleg áhrif á útflutning matvæla frá löndum Evrópusambandsins en minn áhrif Bandaríkjunum. Útflutningsverðmæti ESB-landa til Rússland nam á síðasta ári um 11,8 milljörðum evra sem jafngildir um 1832 milljörðum íslenskra króna. Útflutningsverðmæti frá Bandaríkjunum eru mun lægri eða 1,3 milljarðar Bandaríkjadala eða um 150 milljarðar íslenskar krónur. Árið 2013 fluttu Danir land- búnaðar vörur til Rússlands fyrir rúmlega 4,3 milljarða danskra króna, eða um 90 milljarða íslenskra. Norðmenn, sem einnig eru á bannlistanum selja um10% af fiskútflutningi sínum til Rússlands. Þessa má geta að barnamatur og gæludýrafóður eru undanskilin banninu. Mikilvægt að halda viðskiptatengslum við Rússa Ágúst Andrésson forstöðumaður kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, segir mikilvægt að átta sig á því strax að Ísland sé ekki á lista Rússa yfir lönd sem bannað sé að flytja inn matvæli frá og gríðarlega mikilvægt sé að við höldum okkur utan við þann lista. „Okkar áætlanir gera ráð fyrir að Rússlandsmarkaður sé að taka milli 600 og 800 hundruð tonn af íslensku kjöti á ári og því er um mikilvægan markað að ræða. Að mínu mati er því nauðsynlegt fyrir okkur að halda góðum samskiptum við Rússa og ekki láta þessar deilur skaða viðskiptamöguleika okkar við þá.“ Að sögn Ágústs hefur hann verið í samskiptum við viðskiptavini Kaupfélags Skagfirðinga í Rússlandi frá því að viðskiptabannið var sett á. „Okkar á milli ríkir skilningur um að Ísland sé ekki á listanum og viðskiptin eiga því að geta haldið áfram eins og áður.“ Aukinn áhugi á íslenskum búvörum Ágúst segist hafa orðið var við aukinn áhuga Rússa á íslenskum landbúnaðarvörum undanfarið. „Innflutningsbannið var ekki ákveðið á einni nóttu og það hefur smám saman verið að taka gildi. Samhliða því hefur áhugi Rússa á landbúnaðarvörum frá Íslandi verið að aukast og eftirspurnin er gríðarleg í dag.“ Kaupa talsvert af íslensku kjöti Erlendur Garðarsson markaðs- fræðingur hefur flutt út kjöt til Rússlands í mörg ár og þekkir því til matvælamarkaðarins þar. „Ísland er ekki hluti af þessu banni og vonandi lendum við ekki á þeim lista enda engin ástæða til. Samskipti Íslands og Rússlands eru mjög góð og hafa farið batnandi síðustu ár. Rússar kaupa mikið ær-, dilka- og hrossakjöt auk fisks frá Íslandi og markaðurinn þar er einn sá stærsti fyrir íslenskt kjöt. Rússland er því mjög góð viðskiptaþjóð fyrir Ísland.“ Sama verð og í Bandaríkjunum Útflutningur á dilkakjöti frá Íslandi til Rússlands hefur aukist mikið undanfarin ár og að sögn Erlends fæst sama verð fyrir það og í Bandaríkjunum. „Millistéttin í Rússlandi fer ört vaxandi og hún gerir auknar kröfur um góðan mat.“ Erlendur segir óvíst hvort innflutningsbannið núna muni auka sölu á landbúnaðarvörum og fiski til Rússlands á meðan á því stendur en slíkt sé þó ekki ólíklegt. „Þrátt fyrir að magnið af matvælum sem við flytjum til Rússlands sé stórt á okkar mælikvarða vegur það ekki stórt í heildarinnflutningi Rússa á matvælum.“ Vonandi leysist deilan sem fyrst „Ég vona allra vegna að þetta mál leysist sem allra fyrst því að staðan eins og hún er nú er ekki neinum til góðs. Innflutningsbann á matvælum frá ESB til Rússlands er verulegt áfall fyrir löndin sem tilheyra Evrópusambandinu og Rússar vita alveg hvað þeir eru að gera.“ /VH Rússar banna innflutning á matvælum frá ESB, Bandaríkjunum og víðar: Miklir hagsmunir í húfi fyrir matvæla- framleiðendur víða um heim Mynd / smh Kartöfluvöxtur góður á Hornafirði þrátt fyrir votviðri: Uppskeran lofar góðu og lítið um skemmdir vegna bleytu Þrátt fyrir óvenju votviðrasamt sumar byrjuðu bændur í Nesjum að taka upp kartöflur snemma í júlí. Uppskeran lofar góðu og lítið er um skemmdir vegna bleytu. Seljavallabændur reikna með að taka allt upp fyrir lok ágúst ef tíð leyfir. „Vorið var gott og ekki annað að sjá en að kartöfluuppskeran á Hornafirði verði góð,“ segir Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum. „Ég setti fyrstu kartöflurnar niður 9. apríl, sem er óvenju snemmt, og hef verið að taka upp frá því snemma í júlí og senda á markað í Reykjavík.“ Lítið um skemmdir vegna bleytu „Fyrstu kartöflurnar sem ég tók upp voru premier en svo fylgdu gullauga og rauðar fljótlega á eftir. Júlí var reyndar óvenju votviðrasamur en við höfum sem betur fer að mestu sloppið við skemmdir vegna bleytunnar þrátt fyrir að hún hafi gert okkur erfitt fyrir fyrstu dagana í júlí. Við fluttum okkur því yfir í þurrari garða og gátum þannig þjónað markaðinum að mestu leyti.“ Góðar horfur Hjalti segist kartöflurnar það góðar að hann sé þegar farinn að taka þær upp til geymslu. „Í fljótu bragði mundi ég áætla að við værum búnir að taka upp um 60 tonn af kartöflum. Ég er þó viss um að við hefðum getað verið búnir að taka upp meira ef tíðin hefði verið betri.“ Að sögn Hjalta ræktar hann kartöflur á um það bil 22 hekturum og þar af eru fimm undir plasti. Rófur vaxa vel á Hornafirði „Auk kartaflna ræktum við svolítið af rófum, sem við gætum örugglega gert meira af því að uppskeran er yfirleitt mjög góð. Hér er aftur á móti lítið um annars konar grænmeti og þá er það einungis til heimabrúks,“ segir Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum. /VH Góð berjaspretta fyrir norðan og austan en lakari á Vesturlandi Berjaspretta er mjög góð á Norður- og Austurlandi en minni á Vesturlandi, að sögn Sveins R. Haukssonar, læknis og áhugamanns um ber og berjatínslu. „Berjatínsla er raunar hafin bæði fyrir norðan og austan og á það við um allar venjulegar tegundir sem flestir eru að sækjast eftir, eins og aðalbláber, bláber og krækiber.“ Þrátt fyrir að sprettan sé lakari á Vesturlandi en fyrir norðan og austan er samt víða ber að fá í nágrenni við höfuðborgina, eins og í Esjunni, í fjallendi uppi af Hvalfirði, í Svínadal og á Draghálsi. Ég ráðlegg fólki á Vesturlandi að bíða þar til um næstu mánaðamót með að fara í berjamó langi það að tína eitthvað að gagni.“ Sveinn segir að sólarleysið á Vesturlandi í sumar sé helsta ástæðan fyrir lakri berjasprettu í ár. „Berjaspretta fyrir sunnan og vestan var líka fremur léleg á síðasta ári. Maí á þessu ári var reyndar mjög góður og það er líklega helsta ástæða þess að þar vaxa á annað borð ber í ár. Þeim sem langar virkilega að komast í góð ber er því ráðlegast að fara austur eða norður og tína þar með öðrum sem tilheyra berjatínsluhreyfingunni.“ /VH Fyrstu verðskrár birtar Vætutíð dregur úr uppskeru útiræktaðs grænmetis á Flúðum: Grænkál kemur best út en verri horfur eru með geymsluhvítkál Sólarleysi og rigningar það sem af er sumri gera það að verkum að jarðvegur er víða kaldur og erfiður í vinnslu. Uppskera útigrænmetis er með minna móti á Flúðum enda garðar sums staðar vatnsósa. Áframhaldið ræðst af tíðinni næstu vikur. „Við erum eingöngu með útiræktað grænmeti og sumarið er búið að vera ansi blautt það sem af er og útlitið með margar tegundir mætti vera betra,“ segir Sigrún Hrafnhildur Pálsdóttir, grænmetisbóndi á Flúðum. Gengur best í sendnum jarðvegi „Grænkál og sumarhvítkál er að koma best út og rauðkálið sleppur líklega fyrir horn en annað vex verr. Verst líst mér á horfurnar með blómkál og geymsluhvítkálið.“ Sigrún segir ástandið svipað hjá öðrum ræktendum á sínu svæði en þó misjafnt eftir jarðveginum sem ræktað er í. „Vætan hefur minni áhrif hjá þeim sem rækta í sendnum jarðvegi en meiri hjá þeim sem eru í mýrlendi eins og ég.“ Sigrún ræktar grænmeti á um það bil tíu hekturum og mest af því er hvítkál sem hún setur í kæligeymslu eftir uppskeru og selur yfir vetrartímann. „Ég rækta talsvert af rauðkáli, spergilkáli, kínakáli, blómkáli og grænkáli þannig að þetta er svona bland í poka. Ég á von á talsverðum afföllum af geymsluhvítkáli en á eftir að sjá hvað það verður mikið þegar upp er staðið enda seinsprottnara afbrigði en sumarhvítkálið.“ Vantar sól Sigrún segir að júlí hafi verið einstakleg blautur í ár og uppskeran minni en á sama tíma í fyrra. „Lofthiti í ár er hærri en í fyrra en sólskinsstundir færi og sólarleysið er greinlega að draga úr vexti. Við plöntuðum út upp úr miðjum maí og aðeins farinn að taka grænkál, sumarhvítkál, kína- og spergilkál og núna allra síðast blómkál.“ Garðar víða á floti „Ég á ekki von á öðru en að uppskeran bjargist að einhverju leiti ef það fer að þorna en garðarnir eru nánast á floti víða og plönturnar hreinlega að drukkna á köflum. Jarðvegurinn er kaldur í vætutíð og það dregur úr vexti en arfinn dafnar aftur á móti vel. Við verðum bara að sjá hvað gerist á næstu vikum og vona að það rigni minna. Bleytan gerir alla vinnu við uppskeruna erfiðar, maður sekkur í hverju skrefi og traktorinn kemst varla áfram,“ segir Sigrún að lokum. /VH Sauðfjárslátrun hófst hjá sláturhúsi KVH á Hvammstanga síðastliðinn mánudag. Á sjöunda hundrað fjár var þá slátrað til að útvega kjöt í sendingar til Whole Foods-verslananna í Bandaríkjunum. Áfram verður slátrað næstu tvo mánudaga á Hvammstanga en regluleg slátrun hefst þar í fyrstu viku september. Þá gaf SKVH út verðskrá í gær fyrir slátrun haustsins. Fljótt á litið virðist verðskráin vera lítið breytt frá fyrra ári að viðbættri þeirri 15 króna uppbót á kíló sem SKVH og KS greiddu út fyrr á þessu ári. Verðskráin mun einnig gilda fyrir KS, en þar hefst slátrun í fyrstu viku september. Aðrir sláturleyfishafar hafa ekki gefið út verðskrár en búast má við þeim öllum um eða eftir helgi. Í samtölum við forsvarsmenn sláturleyfishafa kemur fram að reikna má með því að verðskrár verði á svipuðu róli og sú sem SKVH kynnti í gær. Flestir hinna sláturleyfishafanna munu hefja slátrun strax upp úr mánaðamótum, utan SS sem hyggst slátra 20. ágúst, 27. ágúst, 3. og 4. september og hefja svo reglulega slátrun 10. september. /fr

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.