Bændablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 14.08.2014, Blaðsíða 17
17Bændablaðið | Fimmtudagur 14. ágúst 2014 Á R A SWEP varmaskiptar í öllum stærðum á frábæru verði. Hægt að fá þá með eða án einangrunar. Grundfos UPS hringrásadælur 25/60 og 32/80 á lager. Hitatúpur með hringrásadælu, veðurstýringu og þenslukeri. Sjálfvirk loft og lágspennuvörn tryggir endingu. 3 ára ábyrgð Hafðu samband og við reiknum út fyrir þig mögulegan orkusparnað þér að kostnaðarlausu. Höldum kynningar fyrir sveitafélög, sumarbústaðarfélög og aðra sem þess óska. Sýklalyf í vökvunarvatni Karl segir ástandið gott varðandi notkun á sýklalyfjum í landbúnaði á Íslandi og í Noregi. „Á Íslandi hugsum við lítið um hversu drykkjarvatn er dýrmæt enda höfum við mikið af því. Óvíða erlendis nota ræktendur drykkjarvatn til að brynna eða vökva með, heldur vatn sem hefur farið í gegnum hreinsistöðvar. Mælingar sýna að í grunn- og endurunnuvatni eru oft leifar af sýklalyfjum. Sé þannig vatn notað til að vökva til dæmis salat gætu mögulega fundist í því leifar af sýklalyfjum og/eða ónæmar bakteríur. Íslenskt grænmeti ætti því að vera mun hollara hvað þetta varðar en innflutt og meðal annars þess vegna kaupi ég alltaf innlent grænmeti sé þess nokkur kostur.“ Örveruflóran í hættu „Ég hef stundum verið spurður hvort þetta skipti einhverju máli og hvort menn geti smitast af sömu bakteríum og dýr og svarið er já og dæmi um slíkar bakteríur eru salmónella og kampýlóbakter. Rannsóknir sýna að þeir sem sýkjast af salmónellu eða kampýlóbakter á Íslandi fá í sig stofna sem eru langoftast næmir fyrir sýklalyfjum en þeir sem sýkjast erlendis fá mun oftar í sig stofna sem eru ónæmir fyrir mörgum þeirra. Eðlileg örveruflóra manna og dýra veldur að jafnaði ekki sýkingum en stóri vandinn í dag er sá að það eru að breiðast út örvörur sem tilheyra eðlilegu flórunni og eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og geta við ákveðnar aðstæður valdið alvarlegum sýkingum. Margir sem ferðast á framandi slóðir taka með sér breiðvirk sýklalyf til að komast hjá sýkingum en ég hef efasemdir um að slíkt sé af hinu góða. Stór hluti baktería sem fólk fær í sig á svæðum eins og Kína, Indlandi og Afríku er ónæmur fyrir sýklalyfinu. Fólk sem tekur þessi lyf til dæmis við ferðamannaniðurgangi er því líklegra til að bera hingað fjölónæmar bakteríur en þeir sem gera það ekki,“ segir Karl. Mest framleitt af sýklalyfjum í Kína og Indlandi Fjölónæmar bakteríur er mjög algengar í Kína og Indlandi þar sem verksmiðjuræktun á kjöti er mikil og þaðan hafa þær verið að breiðast út um heiminn. Í þessum löndum er einnig framleitt mest af sýklalyfjum í heiminum í dag. Kröfur um umhverfisvernd eru víða slakari þar en víðast hvar á Vesturlöndum og því meiri hætta á að sýklalyfin berist út í umhverfið. „Mælingar sýna að magn sýklalyfja í umhverfi margra þessara búa og verksmiðja sem framleiða þau getur verið hátt og í dag er áætlað að ríflega milljón Indverja sé sýkt af fjölónæmum bakteríum. Ef einhver kemur veikur inn á Landspítalann frá sjúkrahúsum í útlöndum er viðkomandi settur í einangrun og hafður þar þar til búið er að sýna fram á að hann sé ekki smitaður af fjölónæmum bakteríum. Eftirlitið í landbúnaði er aftur á móti mun minna hvað varðar sýklalyfjaónæmi og eftir því sem ég best veit er einungis leitað að sýklalyfjaónæmi hjá salmónellu og kampýlóbakter. Æskilegt væri að kanna slíkt í innfluttu dýrafóðri og ferskri matvöru,“ segir Karl. Ónæmar bakteríur sjaldgæfar hér „Ónæmar bakteríur geta hæglega borist til landsins með innfluttum matvælum og líkurnar eru meiri sé um að ræða kjöt frá verksmiðjubúum þar sem notuð eru sýklalyf til að örva vaxtarhraðann eða græn meti sem vökvað eða skolað er með bakteríusmituðu vatni. Sýklalyfja- ónæmi í búfé er nánast óþekkt hér á landi og við ættum því að reyna að koma í veg fyrir að fjölónæmar bakteríur berist til landsins í lengstu lög. Komi slík tilfelli upp getur reynst erfitt að losna við þau aftur. Gallinn við innflutning á matvælum felst að hluta til í því að hann er ekki alltaf merktur upprunalandinu og því getur verið erfitt að forðast mat frá löndum þar sem sýklalyfjanotkun er mikil. Sem dæmi má nefna að árið 2011 kom upp hópsýking í Þýskalandi sem olli dauða nokkra einstaklinga vegna nýrnabilunar sem var að lokum rakin til fjölónæmrar E.coli-bakteríu í baunaspírum sem voru ræktaðar í Evrópu upp af fræjum frá Egyptalandi. Hér á landi er þekkt dæmi um hópsýkingu af völdum fjölónæmrar salmonellu sem var rakin til innflutts salats. Þrátt fyrir að hættan sé fyrir hendi er ég ekki að segja að við eigum að hætta innflutningi á matvælum aftur á móti verður eftirlitið að vera meira. Það er nokkuð ljóst að hingað munu berast fjölónæmir bakteríustofnar með tíð og tíma og þá skiptir mestu að fólk sé meðvitað um hættuna sem getur stafað af þeim og geti gert þær ráðstafanir sem það kýs til að koma í veg fyrir smit,“ segir Karl G. Kristinsson prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Ísland og yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans að lokum. /VH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.