Bændablaðið - 14.08.2014, Qupperneq 25

Bændablaðið - 14.08.2014, Qupperneq 25
21Bændablaðið | Fimmtudagur 14. ágúst 2014 Af þessum sökum erum við komnir með okkar eigin flökunarvél og annan búnað í vinnslu sem við útvegum vinnsluaðila á höfuðborgarsvæðinu. Draumurinn er samt að komast með vinnsluna í húsnæði sem við eigum á Steinhellu í Hafnarfirði en er skilgreint sem iðnaðarsvæði. Húsnæði er innan núverandi þynningasvæðis álversins sem var sett upp vegna skepnuhalds árið 1966 og staði til að breyta í mörg ár,“ segir Guðmundur. Uppgangur í bleikjueldi Talsverður uppgangur er í bleikjueldi í dag og framleiðslan á Íslandi sú mesta í heimi. Guðmundur áætlar að heildarframleiðsla á bleikju í heiminum sé um 6.000 tonn og að Íslendingar framleiði um 60% af því með Íslandsbleikju í broddi fylkingar og hátt í helming heimsframleiðslunnar. Halldór segir bleikju góðan fisk í eldi og mun auðveldari en lax. „Bleikja þolir mun meiri þéttleika en lax og er mun þægilegri í umgengni. Lax er ofvirkur en bleikja er ofurróleg og hæg. Það fer til dæmis ekki allt á annan endann þótt rafmagnið fari af því að bleikja leggst bara á botninn en laxinn fer allur af stað og með talsverðum afföllum.“ Góð aukabúgrein „Bleikja er kjörinn eldisfiskur,“ segir Guðmundur, „fyrir bændur sem hafa aðgang að góðu vatni og ég hvet þá endilega til að prófa sem aukabúgrein. Ég sé líka fyrir mér að bændur með veitingasölu eða sem selja beint frá býli gætu alið sinn eigin silung. Eldið er enginn galdur og nóg að byrja með eitt eða tvö lítil ker og láta vatn renna í gegnum þau. Í Hala í Suðursveit er til dæmis einvörðungu seld heimaalin bleikja á Þórbergssetrinu. Við sköffum landeiganda í nágrenni stöðvarinnar nokkur hundruð bleikjur á ári sem sleppt er í vatn hér skammt frá og sumar- húsaeigendur geta rennt fyrir fisk þar. Ég sé fyrir mér að bændur víða um land gætu gert eitthvað svipað og selt veiðileyfi.“ Góður aðgangur að vatni Fjallableikja hefur gott aðgengi að vatni, hátt í 300 sekúndulítra við bestu skilyrði, og nægt húsnæði og gæti því aukið framleiðsluna talsvert. „Við reynum að fylgja þörfum markaðarins og að okkar mati er sígandi lukka besta leiðin til að ná árangri en ekki að hegða sér eins og svín í hveiti og yfirkeyra sig,“ segir Guðmundur. /VH Seiða- og eldishús Fjallableikju heimsótt: Vætutíð er okkur hagkvæm Á hlaðinu við húsnæði Fjallableikju eru átta 120 rúmmetra eldisker sem hvert um sig getur tekið 10 til 15 þúsund fullvaxnar bleikjur og leyfi fyrir tólf kerum til viðbótar. Fjögur af þessum átta kerum eru í notkun. Ýtrasta hreinlætis er gætt áður en farið er inn í klakhúsið hjá Fjallableikju, enda er stöðin sjúkdómalaus. Gestir og starfsfólk þvo á sér hendurnar, fara í sérstaka skó og hlífðarslopp. Tveir startseiðasalir eru í stöðinni en aðeins annar er í notkun. Hvor um sig er um 500 fermetrar og í eldissölunum eru 100 þriggja rúmmetra eldisker ásamt klakrennum. Aðeins annar salurinn er í notkun en hinn er notaður sem geymsla. Áframeldissalurinn er um 1.500 fermetrar og í honum eru 36 tuttugu fermetra eldisker. Lágt birtustig allan sólarhringinn Halldór segir hrognin koma frá Hólum í janúar eða febrúar á þroskastigi sem kallist augnhrogn. „Hrognin klekjast sem kviðpokaseiði í mars, en einum til tveimur mánuði síðar förum við að gefa þeim fóður reglulega. Fyrstu vikurnar eru seiðin alin í hrognabökkum sem vatn rennur í gegnum. Kviðpokaseiðin eru ljósfælin og því er höfð plata yfir bökkunum og þau alin í myrkri. Annars erum við með lágt birtustig í eldishúsinu allan sólarhringinn vegna þess að það fælir fiskinn að vera sífellt að slökkva og kveikja ljósin. Ef rafmagnið fer tekur við varabatterí í ljósunum sem halda 20% af vanalegu birtustigi. Til að framleiða 100 tonn af matbleikju þarf um 120 tonn af fóðri, eða 1,2 kíló af fóðri á móti hverju kílói af fiski. Af því er tæpur helmingur fiskimjöl og svo jurtaolía og maís. Grófleiki fóðursins er frá örfínu ryki startseiðafóðursins, um 1,6 millimetrar og upp í 6 millimetra fóður fyrir matfiskinn. Seiði sem við ölum áfram í matfisk eru á bilinu 10 til 20 grömm að þyngd þegar við flytjum þau í eldissalinn.“ Slátra einu sinni til þrisvar í viku Guðmundur segir að þeir slátri einu til einu og hálfu tonni af bleikju tvisvar til þrisvar í viku. „Hér eru tveir starfsmenn sem sinna daglegum störfum í stöðinni en svo bætast tveir við, eigendurnir, þegar er verið að flokka eða slátra. Það má því segja að hér séu tveir fastir starfsmenn og tveir lausamenn. Fiskurinn er um 400 grömm þegar við flytjum hann í útiker og 600 til 1.500 grömm þegar honum er slátrað og hefur þá verið í eldi í eitt og hálft til tvö ár.“ Mikið vatn í rigningartíð Guðmundur segir að þrátt fyrir að hafa góðan aðgang að vatni hafi þeir gert tilraunir með endurnýtingu í einu keri og að það hafi gengið þokkalega. „Vatnið sem kemur úr hlíðunum hér fyrir ofan er gríðarlega mikið í rigningartíð eins og í ár og því engin ástæða til að endurnýta það. Vætutíð eins og núna er okkur mjög hagkvæm. Við viljum samt skoða þann möguleika að geta endurnýtt vatnið og geta gert það gerist þess þörf.“ /VH Myndir / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.