Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 28
26
HALLDÓR LAXNESS
SKIRNIR
fyrstum tveim hundruð árum kristninnar eru hinsvegar múnkarit
einsog Hómilíubókin og Maríusaga frá lokum 12tu aldar, samin
með slíkri hind að ótrúleg tamníng þýðenda við meðferð bókmáls
hlýtur að vera undanfari þeirra, þó nútímamenn fái að vísu ekki
notið þessa unaðslega stíls nema þeir varist að hugsa um efni textans.
Við lærðum semsé grundvallaratriði sagnagerðar af dýrlíngaæv-
um og ekki leið á laungu áður en við bættust hákristilegar riddara-
sögur að stæla upp í okkur strákinn. Fyrstar sjálfstæðra tilrauna
okkar í sagnagerð eru í því fólgnar að líkja eftir slíkum ritum.
Þíngeyramúnkar ríða á vaðið með andaktugar lánglokur um norska
trúboðskonúnga, Olafana tvo, sem ekki voru reyndar lakari dýr-
língsefni en gekk og gerðist á þeim dögum, þó Adam kirkjusögu-
meistari úr Brimum telji Ólaf Tryggvason hafa verið heiðinn blót-
mann og seiðskratta ævilángt og danir hygðu hann rússa; og sann-
prófaður þjóðdýrlíngur norðmanna Ólafur Haraldsson, sem Snorri
gerði síðar að uppistöðu meistaraverks, hann hefur orðið að þola
viðurkenníngarleysi páfans lífs og liðinn meira en flestir helgir
menn, og raunar aldrei orðið rómversk-kaþólskur dýrlíngur svo
vitað sé.
Sæmundur fróði lærði í skóla í París, samtíðismaður Ahélards, og
er talinn hafa skrifað á latínu; fornir höfundar nefna hann, sömu-
leiðis nútímafræðimenn, en fáir hafa komist öllu leingra í þekkíngu á
verki hans en sá sem gat uppá því að hann mundi hafa samið noregs-
konúngaættartölu á latínu. Hann er að minstakosti fulltrúi okkar
fyrstu rithöfundakynslóðar, en þeir voru latínuhöfundar, nema Ari.
Af fróðleik um hann má helst draga þá ályktun að hann hafi sem par-
ísarmaður ekki haft mikla trú á því að íslenska gæti orðið ritmál í
þeim skilníngi sem latína. Frægur hefur Sæmundur hinsvegar orðið
af þjóðsögum fyrir átök sín við djöfulinn, þeim örfáum sögum hjá
Jóni Árnasyni sem bera með sér að þær eru úr kaþólsku (af því
þær eru drauglausar). Líka var um Sæmund sú þjóðsaga að hann
hefði búið til Sæmundareddu, og munar ekki nema sosum hundrað
árum að það gæti verið satt.
Þíngeyramúnkar voru kanski ekki mjög hálærðir, en þó þeir og
aðrir klerkar íslenskir skrifuðu latínurit um norsk og sér samlend
heilagmenni, etv í von um að þetta yrði lesið í Róm, þá voru þeir
farnir að skrifa jöfnum höndum á móðurmáli sínu nokkurnegin