Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 289
SKÍRNIR
RITDÓMAR
237
maður á Stokkseyri (um 1567-1653), dóttursonur Björns prests á Mel, Jóns-
sonar Arasonar biskups; sonur hans var séra Guðmundur aðstoðarprestur
séra Odds Oddssonar á Reynivölluni í Kjós, en eftirmaður séra Guðmundar
var séra Einar Illugason, faðir séra Einars Einarssonar í Görðum á Álftanesi,
sem D. Slay sýnir fram á að muni hafa látið S6 af hendi við þann sem kom
því til Svíþjóðar. Ef gert er ráð fyrir að Bjarni Sigurðsson hafi átt þetta hand-
rit er allt sem gefur bendingu um feril þess auðskilið: það virðist hafa verið
á Norðurlandi á síðara hluta 15. aldar, en i Árnessýslu á 17. öld, og nöfn á
spássíum benda til að það hafi síðar verið í Kjósinni.
I níunda kafla inngangs hefur D. Slay tínt til allt sem hefur verið skrifað á
spássíur í handritinu, mannanöfn, vísnabrot, fyrirbænir og annað. Á eftir inn-
gangi eru prentaðar fyrirsagnir, sem eru skrifaðar með rauðu bleki og óskýrar
eða ólæsilegar í Ijósprentinu, og torlæsileg orð hér og hvar úr handritinu.
I inngangi þessa Ijósprents er engin allsherjar lýsing á skrift, stafsetningu
og máleinkennum handritsins, einungis er getið örfárra atriða sem benda til
að það sé skrifað um 1400. Skriftar- og mállýsing handrita er tímafrekt og
vandasamt verk; oft eru slíkar lýsingar látnar fylgja útgáfum texta, en raunar
eiga þær hvergi betur heima en í Ijósprentuðum útgáfum.
Því miður verð ég að víkja nokkrum orðum að sjálfu Ijósprentinu. Þeir
sem láta gera Ijósprentaðar útgáfur handrita verða að gera sér grein fyrir
hlutverki þesskonar útgáfu. Tilgangurinn er ekki einungis að gefa sem ná-
kvæmasta mynd af sjálfu handritinu; aðalatriðið hlýtur að vera að gera ljós-
prentið þannig úr garði að það komi fræðimönnum að sem mestum notum.
Þess vegna tel ég einsætt að nota við prentun ljósmyndir teknar í útbláu
ljósi, ef ljósprentið verður skýrara og læsilegra með þeirri aðferð, enda þótt
slíkar myndir gefi ekki jafnsanna mynd af núverandi útliti handritsins og þær
sem eru teknar í venjulegu ljósi. I þeirri útgáfu sem hér er fjallað um eru
allar eftirmyndir prentaðar eftir venjulegum Ijósmyndum, en í viðauka eru
blaðsíður og blaðsíðuhlutar prentaðir eftir myndum teknum í útbláu ljósi.
Afleiðing þessarar aðferðar er að sumar myndirnar í Ijósprentinu eru mjög
dökkar og Ijótar, t. d. opnan með bl. 109v-lllr.
Þau handrit sem hingað til hafa verið gefin út Ijósprentuð í Early Icel. Man.
hafa verið í nokkuð stóru broti; ljósprentuðu bækurnar eru allar í sama
broti, nema Skarðsbók sem er nokkru stærri. S6 er í minna broti en þau
handrit sem áður hafa verið gefin út í þessari ritröð; af þeim sökum hafa
útgefendur prentað eina opnu úr handritinu á hverja blaðsíðu í ljósprentinu,
þannig að vinstra megin í opnu snýr neðri brún myndar inn að kili, en hægra
megin að ytri spássíu. Eini kostur þessarar aðferðar er að minni pappír hefur
farið í bókina. Ef dökkar blaðsíður hefðu verið prentaðar eftir Ijósmyndum
teknum í útbláu ljósi og viðauka sleppt, en ein blaðsíða úr handriti á hverri
blaðsíðu Ijósprentsins, hefði bókin orðið rúmlega þriðjungi þykkari. Fyrir
þennan rúma þriðjung í pappírskostnaði er útliti og notagildi bókarinnar
fórnað. Um útlitið ætla ég ekki að ræða; þar verður sjón að vera sögu ríkari.
Engin stórvandræði munu vera að skrifa texta upp af hægri opnu Ijósprentsins,