Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 214
212
ÞOR WIIITEHEAD
SKÍRNIR
Bandaríkjamenn höfðu ekkert samráS við Breta um frestunar-
beiðni sína. I ágústlok 1942 - mánuði eftir að beiðnin var borin
fram - höfSu Bretar loks fregnir af henni.12 Bandaríkin höfðu
greinilega ekki áhuga á að blanda Bretum í samskipti sín við Is-
lendinga. Brezka sendiráðið í Reykjavík, sem spurði tíðindin, var
haldið þeim misskilningi, að því bæri að styðja beiðni Banda-
ríkjanna. Þessi misskilningur var leiðréttur. í London kom fram
undrun og gremja, vegna þess að Bandaríkin sniðgengu Bretland.
Bretar stóðu fast við afskiptaleysi. Sendiráðinu var fyrirskipað að
láta enga skoðun uppi á málinu við ríkisstjórn íslands.13
IV. ÁRÓÐUR DANSKRA SENDIMANNA
Nú víkur sögunni fram til ársins 1944. Framvinda sambands-
málsins innanlands, þar sem frá var horfið í síðasta kafla, verður
að liggja milli hluta. Vorið 1944 ályktaði Alþingi, að sambands-
lögin skyldu úr gildi falla og samþykkti lýðveldisstjórnarskrána.
Þjóðaratkvæðagreiðsla var ákveðin í maí, og reiknað með því, að
17. júní yrði valinn stofndagur lýðveldisins.
I aprílbyrjun 1944 komu saman til fundar dönsku sendiherrarnir
í Reykjavík, Washington og London ásamt sendiráðunautnum í
Stokkhólmi. Fontenay skýrði Bretum frá niðurstöðum fundarins,
sem haldinn var í London. Sendiherrarnir álitu, að íslendingar
héldu nú samhandslögin nægjanlega í heiðri. Fundarmenn óskuðu
þess hins vegar eindregið, að reynt yrði að komast hjá því að særa
tilfinningar og veikja stöðu Kristjáns konungs gagnvart Þjóðverj-
um. Æskilegast væri, að konungur sætti sig við lýðveldisstofnun.
Vandinn væri þó sá, að vegna ofríkis Þjóðverja gegndi konungur
ekki stjórnarstörfum og ríkisstjórnin hefði lagt niður völd. Fontenay
spurði, hvort Bretar vildu því ekki fresta viðurkenningu á lýðveldis-
stofnun, þar til konungur og ríkisstjórn gætu samþykkt hana með
eðlilegum hætti. C. F. A. Warner, deildarstjóri „Norðurdeildar“
(Northern Department) brezka utanríkisráðuneytisins taldi að frest-
un yrði ákaflega óþægileg. Warner varpaði fram þeirri spurningu,
hvort Kristján X. gæti ekki lagt niður konungdóm á íslandi, þótt
hann gegndi ekki embættisstörfum í Danmörku. Fontenay tók vel í
þetta. Warner bauð honum þá aðstoð við að koma hugmyndinni á
framfæri við Kristján konung.1