Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 226
224
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
Washington. Sendiráðiö var beðið um að koma því til leiðar, að
Bandaríkjastjórn endurskoðaði afstöðu sína.4 Bandaríkj amönnum
varð ekki haggað. Þeir vísuðu á bug fullyrðingum Breta um fram-
komu Islendinga, sem hefðu breytt „fullkomlega rétt“. Þá hvöttu
þeir Breta til að fara að dæmi sínu og skipa sérstakan erindreka.
Halifax lávarður, sendiherra Breta í Washington, skilgreindi sjón-
armið Bandaríkjamanna. Bandaríkjamönnum væri það keppikefli
að eiga sem allra vinsamlegust skipti við ísland. Ástæðan væri ná-
lægð hins nýja lýðveldis við Vesturheim og dvöl bandarísks setu-
íiðs þar. Konungsboðskapurinn til íslendinga hefði að auki gert
þeim gramt í geði, einkum samjöfnuður hans á hernámi Þjóðverja
í Danmörku og bandarískri hervernd á Islandi. Yfirlýsing Kauff-
manns sendiherra, að hann væri ósammála skoðunum konungs,
hefði eflaust orðið til að stappa stálinu í Bandaríkjamenn.5
Bretar gerðu sér grein fyrir því, að frekari fortölur við Banda-
ríkjamenn væru tilgangslausar. Utanríkisráðuneytið tók sér því fyr-
ir hendur að afla samþykkis Georgs VI. fyrir skipun erindrekans.
Ritara Bretakonungs var skýrt frá málavöxtum í afsökunartón.
Bandaríkjamenn, sem gegndu „leiðandi hlutverki“ á íslandi vegna
herverndarinnar, hefðu ákveðið að gera Islendingum meira til hæf-
is en Eden hefði hugsað sér. Eden hefði „með tregðu komizt að
þeirri niðurstöðu, að óráðlegt væri fyrir okkur að verða viðskila
við þá og Sovétstjórnina, sem búizt er við að fylgi þeirra fordæmi“.6
Georg konungur féllst á að skipa Shepherd sérstakan erindreka sinn.
Kóngur „takli það miður, að Bandaríkjamenn skyldu hafa gert
þessa einhliða ráðstöfun, en hans hátign var sammála því, að við
ættum ekki annars úrkosta en fylgja þeim eftir“.7
Ekki kemur á óvart, að þegar Bretar höfðu neyðzt til erindreka-
skipunar, var lögð á það áherzla í London að vekja ekki „neina sér-
staka athygli á þessum tíðindum".8 Stefna Breta birtist m. a. í því,
að brezkum fjölmiðlum var ráðlagt að leggja ekki mat á sam-
bandsslitin og halda sig að mestu við almenna frásögn af forsögu
málsins. Fjölmiðlar skyldu vera „hlutlægir og skilningsríkir“.9
Utanríkisráðuneytið hafnaði þeirri hugmynd upplýsingamálaráðu-
neytisins, að sendiherra íslands í London flytti útvarpsávarp 17.
júní, ekki einu sinni þótt ávarpið væri ritskoðað. „Stutt, hlutlæg
fréttafrásögn“ dygði.10