Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 39
SKÍRNIR
ÞRETTÁN KVÆÐI
37
GREINARGERÐ OG NOKKRAR ATHUGASEMDIR
Þessi kvæði Steins Steinars, sem hér birtast, eru öll varðveitt í handritasafni
skáldsins í Landsbókasafni Islands. Ekkja Steins, Asthildur Björnsdóttir, gaf
Landsbókasafninu 28. okt. 1970 og 18. ágúst 1971 safn handrita, vélrita og
prófarka úr fórum manns síns. Ber þetta safn nú númerin Lbs. 769-771, fol.
I 769 hafa verið sett varðveitt handrit og vélrit þeirra kvæða Steins, sem
komu í bókum hans, þ.e.a.s. Sporum í sandi, Ferð án fyrirheits, Tindátunum,
Tímanum og vatninu, og þeirra kvæða, sem birtust undir sameiginlegri fyrir-
sögn, Ymis kvæði, í safninu Ferð án fyrirheits (1956) og Kvæðasafni og grein-
um (1964). Þarna á meðal — aftan á handritum af kvæðum í Tímanum og
vatninu - eru líka þrjú kvæði, sem undirrituðum er ekki kunnugt um, að
hafi birzt á prenti.
I 771 eru handrit af ýmsum greinum Steins, ræðum eftir hann og viðtölum
við hann. Þar eru líka vélrit af fjórum kvæðum í Tímanum og vatninu, en aft-
an á þau skrifaði Steinn ritdóm sinn um Félaga konu eftir Kristmann Guð-
mundsson.
I 770 eru einkum handrit og vélrit af kvæðum og kvæðabrotum, sem ekki
hafa komið á prent. Þar eru þó einnig kvæði, sem Steinn tók upp í Tímann og
vatnið, svo og þau fimm kvæði, er komu í Tímariti Máls og menningar 1966,
348.-351. bls., og tvö, sem birt voru í Afmælisriti til Steingríms J. Þorsteins-
sonar 1971, 160. og 182. bls.
Mér hefur talizt svo til, að i þessum þremur handritapökkum í Landsbóka-
safni séu um 60 kvæði og kvæðabrot, sem aldrei hafa komið á prent. Auk þeirra
er svo kunnugt um vélrit í einkaeign af kvæðum, sem ekki hafa verið gefin út.
Ekki er vitað, að kvæðin, sem hér birtast, hafi áður komið á prent, þó að
auðvitað sé ekki fyrir að synja, að þau kunni að hafa komið í einhverju blaði
eða tímariti, en þar verður seint leitaður af sér allur grunur. Þau eru öll varð-
veitt í 770.
Langmestur hluti kvæðanna í þeim pakka er á lausum blöðum, bæði öll vél-
rit og mikill hluti handritanna. Þar eru þó einnig þrjár bækur, sem geyma
kvæðahandrit: lítil, brún kompa í vasabókarbroti og tvær stílabækur, önnur í
blárri kápu, hin í fjólublárri. Þær verða hér nefndar Bláa bókin og Fjólubláa
bókin.
Mjög er frágangi kvæðanna mislangt komið. Allmörg þeirra eru í vélriti,
jafnvel fleiri en einu, og virðast þannig hafa verið fullbúin til prentunar; eru
flest þeirra jafnframt varðveitt í einu eða fleiri handritum. Mestur hluti kvæð-
anna er þó aðeins varðveittur í handritum, gjarna fleiri en einu hvert þeirra.
Oft eru handritin samhljóða um texta og munurinn sá einn, að kvæðinu er á
annan hátt skipað í erindi eða ljóðlínur ellegar stafsett á annan veg í einhverri
gerð. Hefur Steini sýnilega verið mjög umhugað um útlit kvæða sinna og gert
tilraunir með það, hversu þau kæmu fyrir augað í mismunandi uppsetningu.
Fátt verður ráðið með öruggri vissu um aldur hinna óprentuðu kvæða
Steins. Handritin geyma ekki tímasetningar, nema með örfáum undantekning-